Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   þri 15. júlí 2025 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grasrótin spáir í 16-liða úrslit Fótbolti.net bikarsins
Grótta fær KFS í heimsókn í kvöld.
Grótta fær KFS í heimsókn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Ægir er á toppnum í 2. deild.
Ægir er á toppnum í 2. deild.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Fótbolti.net bikarinn, bikarkeppni neðri deilda, heldur áfram að rúlla í kvöld þegar 16-liða úrslitin hefjast. Það verða svo sjö leikir spilaðir á morgun.

Við fengum Harald Inga Ólafsson úr Grasrótinni til að spá í leikina. Grasrótin er hlaðvarpsþáttur hér á Fótbolta.net sem fjallar um neðri deildirnar.

Grótta 4 - 0 KFS (18:00 í kvöld)
Erfitt að segja annað en að Grótta taki þennan leik. KFS hafa verið upp og niður í sumar í fjórðu deild en þeir munu ekki sjá til sólar á móti Gróttumönnum sem spila sennilega á sínu sterkasta liði.

KFA 2 - 3 Kári (18:00 á morgun)
Káramenn hata ekkert stóru leikina þegar allt er undir, við höfum nú séð það í Mjólkurbikarnum. Spilamennska þeirra hefur ekki verið upp á marga fiska í sumar en ég held að þeir eigi ekki erfitt með að gíra sig upp í þennan leik og ég held að KFA menn fari á taugum eftir að hafa komist yfir.

Álftanes 0 - 2 Ýmir (19:15 á morgun)
Álftanes eru saddir eftir magnaðan sigur á Ólafsfirði í seinustu umferð og Ýmismenn verða bara í cruise-control.

Víkingur Ó. 2 - 1 Reynir S. (19:15 á morgun)
Þessi leikur verður algjör dramatík þar sem Reynir kemst inn í hálfleik með 0-1 en ólseigir Ólsarar jafna snemma í seinni og klára þetta á seinustu mínútum leiksins.

Tindastóll 1 - 0 Þróttur V. (19:15 á morgun)
Erfitt að lesa í þennan leik því ég held að ef Þróttarar komast yfir þá vinna þeir sannfærandi en ef Stólarnir komast óvænt yfir þá ná þeir að múra fyrir og halda út og spila vörn restina af leiknum. Einhver tilfinning sem segir að Stólarnir taki þetta heima og með allan bæinn að horfa.

Árbær 1 - 1 Kormákur/Hvöt (19:15 á morgun)
Hér kemur skrautlegt jafntefli hjá tveimur hörkuliðum. Ég sé sitt hvort rauða spjaldið á liðin og Árbær vinnur þetta í vító 10 á móti 10.

KFG 1 - 2 Ægir (19:15 á morgun)
Hér sé ég jafnan leik þar sem Ægismenn sigra á óumdeildum dómi dómara leiksins. Jón Arnar Barðdal skorar fyrir KFG en Ægismenn koma til baka þökk sé dómara leiksins.

KV 3 - 2 Höttur/Huginn (20:00 á morgun)
Mér finnst erfitt að lesa í þennan leik en ég held að H/H menn mæti þreyttir í leikinn. Orri nær upp alvöru geðveiki í Vesturbæingana sem komast í 3-0 en gefa svo eftir og missa þetta næstum niður.
Grasrótin - 11. Umferð, Fyrri umferðin gerð upp. Bestir, verstir og fleira
Athugasemdir
banner