Man Utd horfir til markvarðarins Martínez - Díaz vill fara frá Liverpool til Bayern
ÍR
0
0
Njarðvík
25.07.2025  -  19:15
AutoCenter-völlurinn
Lengjudeild karla
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
ÍR sækir liðsstyrk Reynir Haraldsson er genginn í raðir ÍR en hann kemur frá Fjölni.

Vinstri bakvörðurinn er kominn heim í uppeldisfélagið, en hann hafði leikið allan sinn feril með ÍR þar til hann var keyptur til Fjölnis sumarið 2022.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


„Ég vissi af áhuga rétt fyrir Íslandsmótið, kemst ekki hjá því að heyra það sem er í gangi hérna með alla mína bestu félaga í kringum klúbbinn. Maður heyrði að þeir sendu fyrirspurn á Fjölni rétt fyrir gluggalok,"

„Maður íhugaði að hætta eftir tímabilið og þá fór það að kikka svolítið hart inn að vilja klára þetta heima og ákvað að sækjast eftir því."



Fyrir leik
ÍR ÍR mæta sömuleiðis með kassan út í þennan slag eftir að hafa sótt sterk þrjú stig norður á Húsavík í síðustu umferð gegn Völsungi.
ÍR sitja í toppsæti deildarinnar með 28 stig, stigi á undan næsta liði sem er einmitt Njarðvík.

ÍR hafa verið ótrúlega öflugir í sumar með frábæra liðsheild og stemningu sem hefur skilað liðinu á toppinn.

ÍR hafa skorað 24 mörk í sumar og hafa þau raðast niður á:

Bergvin Fannar Helgason - 6 mörk
Víðir Freyr Ívarsson - 3 mörk
Emil Nói Sigurhjartarsson - 3 mörk
Arnór Sölvi Harðarson - 3 mörk
Óðinn Bjarkason - 2 mörk
Guðjón Máni Magnússon - 2 mörk
*Aðrir minna

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Njarðvík Njarðvíkingar mæta fullir sjálfstraust í þennan slag eftir að hafa unnið Fylki í síðustu umferð með marki djúpt inn í uppbótartíma.
Njarðvíkignar sitja í 2. sæti deildarinnar með 27 stig, stigi á eftir toppliði ÍR.

Það verður fróðlegt að sjá Njarðvíkinga núna án Amin Cosic sem er horfin á braut til KR en Amin Cosic hefur átt frábært sumar í Njarðvík og ljóst að þar verða stórir skór að fylla.

Njarðvíkingar hafa verið iðnir við markaskorun í sumar og hafa skorað flest mörkin í deildinni eða 31 talsins.

Mörkin hafa raðast niður á:

Oumar Diocuk - 8 mörk
Dominik Radic - 6 mörk
**Amin Cosic - 6 mörk
Valdimar Jóhannsson - 3 mörk
Tómas Bjarki Jónsson - 3 mörk
*Aðrir minna

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dómarateymið x
Fyrir leik
Velkomin á AutoCenter Verið hjartnlega velkomin í þráðbeina textalýsingu toppslag ÍR og Njarðvíkur í fjórtándu umferð Lengjudeildarinnar hér á AutoCenter vellinum í Breiðholti.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: