
Reynir Haraldsson er genginn í raðir ÍR en hann kemur frá Fjölni.
Vinstri bakvörðurinn er kominn heim í uppeldisfélagið, en hann hafði leikið allan sinn feril með ÍR þar til hann var keyptur til Fjölnis sumarið 2022.
Núna þremur árum seinna er hann mættur heim í Breiðholtið.
Vinstri bakvörðurinn er kominn heim í uppeldisfélagið, en hann hafði leikið allan sinn feril með ÍR þar til hann var keyptur til Fjölnis sumarið 2022.
Núna þremur árum seinna er hann mættur heim í Breiðholtið.
Reynir, sem er fæddu árið 1995, fer frá botnliðinu í Lengjudeildinni og semur við ÍR sem er á toppi deildarinnar þegar níu umferðir eru eftir.
Reynir hefur spilað 12 af 13 leikjum Fjölnis í sumar, eini leikurinn sem hann missti af var leikur þar sem hann tók út leikbann.
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍR | 13 | 8 | 4 | 1 | 24 - 10 | +14 | 28 |
2. Njarðvík | 13 | 7 | 6 | 0 | 31 - 12 | +19 | 27 |
3. HK | 13 | 7 | 3 | 3 | 25 - 15 | +10 | 24 |
4. Þór | 13 | 7 | 2 | 4 | 30 - 20 | +10 | 23 |
5. Þróttur R. | 13 | 6 | 4 | 3 | 24 - 21 | +3 | 22 |
6. Keflavík | 13 | 6 | 3 | 4 | 30 - 22 | +8 | 21 |
7. Grindavík | 13 | 4 | 2 | 7 | 28 - 38 | -10 | 14 |
8. Völsungur | 13 | 4 | 2 | 7 | 20 - 30 | -10 | 14 |
9. Selfoss | 13 | 4 | 1 | 8 | 15 - 25 | -10 | 13 |
10. Fylkir | 13 | 2 | 4 | 7 | 16 - 21 | -5 | 10 |
11. Leiknir R. | 13 | 2 | 4 | 7 | 13 - 28 | -15 | 10 |
12. Fjölnir | 13 | 2 | 3 | 8 | 18 - 32 | -14 | 9 |
Athugasemdir