Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
banner
   mán 21. júlí 2025 20:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Reynir Haraldsson gekk til liðs við ÍR frá Fjölni í dag. Reynir er uppalinn ÍR-ingur en hann gekk til liðs við Fjölni árið 2022. Fótbolti.net ræddi við hann í dag.

„Ég vissi af áhuga rétt fyrir Íslandsmótið, kemst ekki hjá því að heyra það sem er í gangi hérna með alla mína bestu félaga í kringum klúbbinn. Maður heyrði að þeir sendu fyrirspurn á Fjölni rétt fyrir gluggalok,"

„Maður íhugaði að hætta eftir tímabilið og þá fór það að kikka svolítið hart inn að vilja klára þetta heima og ákvað að sækjast eftir því."

Reynir fór á fund með Fjölni í dag og fljótlega eftir það gengu félagaskiptin í gegn.

„Þetta eru allt topp menn. Gunni Már er mikill Fjölnismaður og hann skildi mig að miklu leyti að vilja klára þetta heima og klára hringinn hérna. Þetta eru allt heiðursmenn þannig ég ákvað að vera opinn með það sem ég vildi og það gekk mjög vel og ég er mjög þakklátur fyrir það," sagði Reynir.

Það hefur verið erfitt að mæta ÍR undanfarin ár.

„Það er búið að vera full erfitt fyrir minn smekk. Maður náði að setja það til hliðar í þessar 90 mínútur en að koma hingað var aðeins of skrítið. Að eiga ekki eftir að spila á móti ÍR er smá huggun."

Hann hefur íhugað að hætta eftir tímabilið til að eyða meiri tíma börnunum sínum.

„Ástríðan hefur aðeins farið að dvína. Svo er smá partur af því að vilja klára þetta hérna með hjartanu og stemningunni og vilja hjálpa félaginu mínu að komast upp."

Hvað ef ÍR kemst upp í Bestu deildina?

„Þá á ég mjög erfitt samtal við konuna mína framundan. Ég átti samband við eldri bróður minn eftir að ég átti samtal við Fjölni í hádeginu. Hann sagði ef ÍR kemst upp þá banna ég þér að hætta. Ég held ég megi ekki hætta," sagði Reynir léttur.

Reynir er að koma inn í góðan hóp.

„Þetta er mjög góð blanda af týpum og strákum. Ég talaði við Alla Kostic vin minn í dag, hann sagði að menn fá að vera týpurnar sem þeir eru. Þetta er keyrt áfram af góðum mönnum einis og Alla og Marc (McAusland). Stemningin í kringum klúbbinn eins og með stuðningsmenn. Það er spíta í umgjörðina, þetta helst allt í hendur."
Athugasemdir