Besta-deild karla
Valur

LL
3
1
1

Besta-deild karla
Fram

LL
2
2
2


Valur
3
1
FH

Patrick Pedersen
'10
1-0
Lúkas Logi Heimisson
'59
2-0
Tryggvi Hrafn Haraldsson
'67
3-0
3-1
Sigurður Bjartur Hallsson
'71
27.07.2025 - 19:15
N1-völlurinn Hlíðarenda
Besta-deild karla
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
N1-völlurinn Hlíðarenda
Besta-deild karla
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Byrjunarlið:
18. Frederik Schram (m)

6. Bjarni Mark Duffield

8. Jónatan Ingi Jónsson
('80)

9. Patrick Pedersen
('53)


10. Kristinn Freyr Sigurðsson
('80)

11. Sigurður Egill Lárusson
('7)

15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
17. Lúkas Logi Heimisson


20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Jakob Franz Pálsson
23. Adam Ægir Pálsson
('80)
- Meðalaldur 29 ár

Varamenn:
25. Stefán Þór Ágústsson (m)
7. Aron Jóhannsson
('80)

12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
('53)


14. Albin Skoglund
('80)

16. Stefán Gísli Stefánsson
19. Orri Hrafn Kjartansson
('80)

30. Mattías Kjeld
33. Andi Hoti
('7)


97. Birkir Jakob Jónsson
- Meðalaldur 24 ár
Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)

Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Jóhann Emil Elíasson
Aron Óskar Þorleifsson
Örn Erlingsson
Chris Brazell
Gul spjöld:
Bjarni Mark Duffield ('17)
Srdjan Tufegdzic ('38)
Lúkas Logi Heimisson ('45)
Andi Hoti ('66)
Frederik Schram ('93)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Valur er þá með tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar! Alveg ótrúlegt að FH skildi ekki skora meira í þessum leik, en færanýtingin ekk nógu góð hjá þeim.
Skýrsla og viðtöl væntanleg seinna í kvöld.
Skýrsla og viðtöl væntanleg seinna í kvöld.
89. mín
Tryggvi hefði getað bætt við öðru!
Langur bolti fram og allt í einu er Tryggvi bara einn gegn markmanni. Hann reynir að vippa yfir Rosenörn en nær ekki nægilegri hæð á skotið og Rosenörn grípur.
84. mín
Gult spjald: Einar Karl Ingvarsson (FH)

Rétt fyrir þetta var FH með fjögur eða fimm skot eða fyrirgjafir og allt fór í varnarmenn.
79. mín
Úlfur með góðan bolta inn fyrir og Sigurður Bjartur í góðu færi en vörnin hjá Val gerir vel og nær að hreinsa í horn.
76. mín
Skemmtileg tilraun!
Úlfur með fastan bolta fyrir teig sem kemur aðeins fyrir aftan Sigurð Bjart. Hann reynir þá bara að setja hælinn í boltann en nær ekki að stýra boltanum í átt að marki.
71. mín
MARK!

Sigurður Bjartur Hallsson (FH)
Stoðsending: Kjartan Kári Halldórsson
Stoðsending: Kjartan Kári Halldórsson
Ná þeir að gera þetta spenanndi!?
Stórkostleg fyrirgjöf frá Kjartani á vinstri kantinum og Sigurður stekkur hátt til að ná þessum skalla. Stýrir þessu svo vel í hornið!
67. mín
MARK!

Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
Stoðsending: Adam Ægir Pálsson
Stoðsending: Adam Ægir Pálsson
Þvílík afgreiðsla!
Tómas Orri tapar boltanum á miðjum vellinum og þá er Adam Ægir bara sloppinn einn í gegn. Hann keyrir af stað og Tryggvi með honum, Adam gefur hann á Tryggva sem klárar þetta stórfenglega! Smyr boltann upp í samskeytin!!
62. mín
Bakfallspyrna!
Valur með horn og FH-ingar í veseni með að hreinsa. Bjarni Mark nær þá til boltans með bakið í markið, hann lyftir þá bara boltanum upp og tekur hjólhestinn en í varnarmann og Jakob Franz nær svo skalla sem Rosenörn tekur.
59. mín
MARK!

Lúkas Logi Heimisson (Valur)
Kemur gegn gangi leiksins!
Jakob Franz reynir fasta sendingu inn í teig en boltinn skýst af varnarmanni og lendir hjá Lúkasi. Hann tekur bara eina snertingu og smyr hann í hornið!
56. mín
ÓTRÚLEGT AÐ FH SKORI EKKI ÞARNA!
FH með horn og boltinn dettur fyrir Ísak Óla inn í teig, algjört dauðafæri en skotið hans er varið af Schram. Ísak fær boltann strax aftur og tekur skotið en aftur ver Schram. Þá fer boltinn út til Kjartans Kára sem á skot sem fer í varnarmann.
Svakaleg tvöföld markvarsla hjá Schram!
Svakaleg tvöföld markvarsla hjá Schram!
53. mín

Inn:Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
Út:Patrick Pedersen (Valur)
Hann slær ekki metið í dag þá.
52. mín
FH-ingar vinna boltann og fara í skyndisókn, Björn Daníel í mjög góðri stöðu og reynir að gefa hann á Sigurð sem hefði verið í dauðafæri en sendingin ratar bara afturfyrir.
49. mín
Þá er það komið að Patrick Pedersen að liggja og þurfa aðhlynningu. Vonandi að hann hristir þetta af sér.
45. mín
Hálfleikur
Valur 1-0 yfir eftir að Patrick Pedersen jafnaði markametið. FH-ingar tóku eiginlega bara yfir eftir það en Frederik Schram hefur átt stórleik í markinu og varið allt sem kemst nálægt honum!
45. mín
+6
Þarf að koma betra skot þarna! Góður bolti inn í teig á Björn Daníel sem er í fullt af plássi en hann skýtur beint á Schram.
45. mín
+2
Adam Ægir með geggjaða sendingu inn fyrir á Patrick sem er í virkilega góðu færi en í þetta skiptið er skotið hans ekki jafn gott og Rosenörn ver frá honum.
43. mín
Hólmar fór af velli fyrir svona tveim mínútum þar sem það heldur áfram að blæða úr skurðinum á hausnum hans. Valsmenn aftur einum færri og nú er verið að búa almennilega um hausinn á honum.
40. mín
Kjartan Kári tekur hornspyrnu fyrir FH og hann hittir beint á kollinn á Ísak á fjær, en skallinn hans rétt framhjá.
38. mín
Gult spjald: Srdjan Tufegdzic (Valur)

Veit ekki hvað Túfa er að hvarta undan, en hann fær gult.
35. mín
Aftur ver Schram!!
Kjartan Kári með geggjaðan sprett frá vinstri kantinum og inn á völlinn. Hann tekur svo fast skot sem fer af varnarmanni en er samt á leiðinni á markið. Schram ver þennan bolta stórkostlega! Ekki auðveldur bolti, sérstaklega þegar hann breytir svona um stefnu á miðri leið.

Er kominn tími á pizzu?
Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
33. mín
Vel varist hjá FH!
Valsmenn þjótast í skyndisókn og koma boltanum á Lúkas sem er í góðri stöðu inn í teig. Birkir Valur kemur hins vegar á fleygiferð og nær að tækla boltann undan honum.
28. mín
Frábær varsla!!
FH-ingar með aukaspyrnu á miðjum velli sem þeir lyfta inn í teig. Ísak nær virkilega góðum skalla í átt að marki en Schram með svakaleg viðbrögð og ver þetta!
27. mín
Skorar næstum með fyrirgjöf
Kjartan Kári með fyrirgjöfina frá vinstri og Schram þarf að nota alla sentimetrana sína til að blaka boltanum frá.
26. mín
Þá fær Hólmar að koma aftur inn á. Tók sinn tíma að þrífa blóðið af hausnum á honum.
24. mín
Þá fer Hólmar loksins af velli og leikurinn getur farið aftur af stað. Búið að binda utan um hausinn á honum, ég held að hann haldi áfram leik.
20. mín
FH núna með hornspyrnu og úr verður alvöru skallatennis. Jóhann stöðvar svo leikinn og kallar á sjúkraþjálfara hjá báðum liðum þar sem Böðvar og Hólmar hafa skullið saman.
Böðvar hristir þetta strax af sér en það þarf einhvern tíma til að hlúa að Hólmari.
Böðvar hristir þetta strax af sér en það þarf einhvern tíma til að hlúa að Hólmari.
19. mín
Hornspyrna hjá Val og Adam tekur aftur. Hólmar nær skallanum eftir spyrnuna en beint á Rosenörn.
17. mín
Gult spjald: Bjarni Mark Duffield (Valur)

Bjarni tekur niður Björn sem var á leiðinni í skyndisókn.
16. mín
Kjartan Kári með fína sendingu inn í teig og Sigurður Bjartur nær skotinu, virðist hafa skotið í varnarmann og aftur fyrir en Jóhann dæmir markspyrnu.
15. mín
Adam Ægir tekur hornspyrnu fyrir Val og boltinn dettur á miðjan teiginn. FH-ingar í basli við að hreinsa og Valsmenn biðja um eitthvað en ekkert dæmt.
Erfitt fyrir mig að sjá hvað á að hafa gerst þarna.
Erfitt fyrir mig að sjá hvað á að hafa gerst þarna.
13. mín
Fregnir af Sigga
Það er sjúkrabíll á leiðinni fyrir Sigurð Egil, leit út fyrir að það var eitthvað sem kom fyrir bakið á honum. Leiðinlegar fréttir.
10. mín
MARK!

Patrick Pedersen (Valur)
Hann jafnar markametið!!
Stórkostleg sending inn fyrir vörn FH hjá Lúkasi Loga og Patrick er kominn í dauðafæri. Það er akkúrat rétti maðurinn í svona færi, einfalt og fast framhjá Rosenörn í markinu.
131 mark, jafnar metið hjá Tryggva Guðmundssyni!
131 mark, jafnar metið hjá Tryggva Guðmundssyni!
7. mín

Inn:Andi Hoti (Valur)
Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Alveg svona þrjár mínútur sem voru spilaðar á meðan Valur var einum færri. Þetta lítur illa út fyrir Sigurð.
7. mín
Siggi búinn að liggja fyrir aftan markið og leikurinn kominn af stað. Valsmenn einum færri, og núna hlaupa gæslu menn með börur til hans.
3. mín
Leikurinn búinn að vera stopp í dágóða stund vegna þess að Sigurður Egill liggur í grasinu og þarf aðhlynningu. Vonandi að hann nær sér af þessu.
Fyrir leik
Valsmenn verið heitir upp á síðkastið og það er góður taktur í liðinu. FHingar hafa verið í basli á útivelli og því liggur beinast við að taka Vals sigur á stuðlinum 1.75 hjá Epic. Mark fra Patrick Pedersen gefur sömuleiðis 2.00 í stuðul.
Fyrir leik
Byrjunarliðin
Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals gerir þrjár breytingar á sínu liði frá Evrópuleiknum. Tómas Bent Magnússon er að verða seldur til Skotlands og því er hann ekki með. Þá fara Tyggvi Hrafn Haraldsson og Albin Skoglund á bekkinn. Inn fyrir þá koma Lúkas Logi Heimisson, Jakob Franz Pálsson og Adam Ægir Pálsson.
Heimir Guðjónsson þjálfari FH heldur sama liði og á móti KA fyrir tveimur vikum, enda allir búnir að fá nægan tíma til að hvíla.
Heimir Guðjónsson þjálfari FH heldur sama liði og á móti KA fyrir tveimur vikum, enda allir búnir að fá nægan tíma til að hvíla.

Fyrir leik
Spáin
Við fengum Leif Þorsteinsson, þáttastjórnanda hlaðvarpsins Chess After Dark, til að spá í leikina sem eru framundan í Bestu deildinni.
Valur 3 - 1 FH
Valur maður í hverju rúmi hjá toppliðinu gegn ástríðu-FH sem þurfa halda þéttar um budduna. Heimir öllum hnútum kunnugur á Hlíðarenda og líklegur til að veita Tufa skráveifu, sérstaklega ef spáin rætist og við fáum tíu gráður og rigningu. FH hafa þó ekki litið nógu vel út síðan þeir misstu Gyrði Hrafn og Ástbjörn til KR. Þeir skildu stórt skarð eftir sig sem mun taka tíma að fylla. Kjartan Kári skorar en það dugir ekki til því Jónatan Ingi verður á deginum sínum. 3-1 lokatölur.
Valur 3 - 1 FH
Valur maður í hverju rúmi hjá toppliðinu gegn ástríðu-FH sem þurfa halda þéttar um budduna. Heimir öllum hnútum kunnugur á Hlíðarenda og líklegur til að veita Tufa skráveifu, sérstaklega ef spáin rætist og við fáum tíu gráður og rigningu. FH hafa þó ekki litið nógu vel út síðan þeir misstu Gyrði Hrafn og Ástbjörn til KR. Þeir skildu stórt skarð eftir sig sem mun taka tíma að fylla. Kjartan Kári skorar en það dugir ekki til því Jónatan Ingi verður á deginum sínum. 3-1 lokatölur.
Fyrir leik
Dómarinn
Jóhann Ingi Jónsson verður með flautuna í þessum leik, en honum til aðstoðar verða Gylfi Már Sigurðsson og Guðmundur Ingi Bjarnason. Eftirlitsmaður KSÍ er Hjalti Þór Halldórsson og varadómari er Gunnar Freyr Róbertsson.

Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir
Í síðustu 10 leikjum í deild og bikar hafa þessi lið verið ansi jöfn. Valur hefur unnið þrjá leiki, FH hefur unnið tvo leiki en liðin hafa gert jafntefli fimm sinnum.
Í fyrri viðureign þessara liða í deildinn vann FH 3-0, þar sem Patrick Pedersen skoraði sjálfsmark auk þess sem Kristján Flóki Finnbogason og Dagur Trausason skoruðu.
Í fyrri viðureign þessara liða í deildinn vann FH 3-0, þar sem Patrick Pedersen skoraði sjálfsmark auk þess sem Kristján Flóki Finnbogason og Dagur Trausason skoruðu.

Fyrir leik
FH stigi frá fallsæti
Tímabil FH hefur verið mjög mikið upp og niður. Þeir unnu 5-0 gegn KA í síðustu umferð en eru jafnir þeim og ÍBV að stigum, einu stigi á undan KR sem er í 11. sæti. Orðrómar um þjálfarabreytingar eftir tímabil hafa einnig eitthvað farið að hvíslast út.

Fyrir leik
Verða Valsarar meistarar?
Valur er á gríðarlegri siglingu en þeir hafa náð að jafna toppliðin að stigum. Þeir hafa ekki tapað leik í rúmlega mánuð en það var 3-2 tap fyrir Stjörnunni þann 14. júní. Þá hafa þeir skorað flest mörk í deildinni eða 39 talsins, Patrick Pedersen hefur skorað 14 af þeim og er markahæstur í deildinni.

Byrjunarlið:
13. Mathias Rosenörn (m)
2. Birkir Valur Jónsson
6. Grétar Snær Gunnarsson
('73)

7. Kjartan Kári Halldórsson
('80)

9. Sigurður Bjartur Hallsson

10. Björn Daníel Sverrisson (f)
('73)

21. Böðvar Böðvarsson

22. Ísak Óli Ólafsson
23. Tómas Orri Róbertsson
33. Úlfur Ágúst Björnsson
('80)

37. Baldur Kári Helgason
('63)
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
4. Ahmad Faqa
('73)

11. Bragi Karl Bjarkason
('80)


17. Dagur Örn Fjeldsted
('80)

18. Einar Karl Ingvarsson
('63)


27. Jóhann Ægir Arnarsson
32. Aron Daði Svavarsson
34. Óttar Uni Steinbjörnsson
45. Kristján Flóki Finnbogason
('73)
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Emil Pálsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Guðmundur Jón Viggósson
Andres Nieto Palma
Kjartan Henry Finnbogason
Benjamin Gordon Mackenzie
Gul spjöld:
Böðvar Böðvarsson ('38)
Einar Karl Ingvarsson ('84)
Bragi Karl Bjarkason ('85)
Rauð spjöld: