Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Víkingur R.

106'
4
2
2

Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Valur

LL
1
2
2

Forkeppni Sambandsdeildarinnar
KA

LL
2
3
3

Mjólkurbikar kvenna
Breiðablik

LL
3
2
2


Breiðablik
0
1
Lech Poznan

0-1
Mikael Ishak
'28
30.07.2025 - 18:30
Kópavogsvöllur
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Dómari: Adam Ladebäck (Svíþjóð)
Maður leiksins: Ágúst Orri Þorsteinsson
Kópavogsvöllur
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Dómari: Adam Ladebäck (Svíþjóð)
Maður leiksins: Ágúst Orri Þorsteinsson
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Ásgeir Helgi Orrason
6. Arnór Gauti Jónsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
('71)

9. Óli Valur Ómarsson
('86)

10. Kristinn Steindórsson
('71)

11. Aron Bjarnason
('22)

23. Kristófer Ingi Kristinsson
('46)

29. Gabríel Snær Hallsson
44. Damir Muminovic
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
33. Gylfi Berg Snæhólm (m)
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
('46)

17. Valgeir Valgeirsson
('22)

18. Davíð Ingvarsson
19. Kristinn Jónsson
('71)

24. Viktor Elmar Gautason
('86)

28. Birkir Þorsteinsson
31. Gunnleifur Orri Gunnleifsson
32. Kristinn Narfi Björgvinsson
39. Breki Freyr Ágústsson
77. Tobias Thomsen
('71)
- Meðalaldur 22 ár

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Særún Jónsdóttir
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson
Brynjar Dagur Sighvatsson
Dagur Elís Gíslason
Jóhanna Björk Gylfadóttir
Gul spjöld:
Damir Muminovic ('10)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Breiðablik er á leiðinni í forkeppni Evrópudeildarinnar
Adam Ladeback flautar til leiksloka. Breiðablik tapar þessu einvígi 8-1 samtals.
Takk fyrir mig í kvöld.
Takk fyrir mig í kvöld.
88. mín
TOBIAS NÁLÆGT ÞVÍ AÐ SKORA
Ágúst Orri með frábæran sprett upp hægra megin og setur boltann á hættusvæðið og Thomsen rétt missir af þessum, hefði þurft skópar númeri stærra og þessi hefði endað í netinu.
85. mín
Höksuldur tapar boltanum og boltinn berst á Joel Pereira sem á skot sem fer beint á Anton Ara.
Blikar undirbúa skiptingu.
Blikar undirbúa skiptingu.
82. mín
Luis Palma fær boltann hægra megin inn á teig Breiðablik og setur boltann framhjá markinu.
75. mín

Inn:Mateusz Skrzypczak (Lech Poznan)
Út:Gísli Gottskálk Þórðarson (Lech Poznan)
Gísli Gottskálk er tekin hér af velli og áhorfendur á Kópavogsvelli klappa fyrir honum.
Gaman að sjá.
Gaman að sjá.
74. mín
Lítið að frétta í þessu
Breiðablik reynir en Poznan menn virðast bara vera bíða eftir að flautað verði til leiksloka.
66. mín
Gísli Gottskálk gerir vel með boltann og kemur honum inn á Palma sem nær ekki skoti á markið.
61. mín
Lech Poznan fær hornspoyrnu
Moutinho með frábæran bolta í gegnum vörn Blika á Palma sem á fyrirgjöf sem fer af Blika og afturfyrir.
58. mín
Valgeir á hættulegan bolta fyrir frá hægri en Poznan koma boltanum í burtu.
Blikarnir eru alveg að hóta hérna í byrjun síðari hálfleiks.
Blikarnir eru alveg að hóta hérna í byrjun síðari hálfleiks.
55. mín
Gabríel Snær fær boltann vinstra megin og lætur vaða af 20 metrunum en skotið beint á Bartosz.
54. mín
Blikar fá hornspyrnu
Ágúst Orri gerir vel með að ná að koma boltanum inn á teiginn og gestirnir skalla boltann afturfyrir.
52. mín
Valgeir Valgeirs!!
Viktor Karl gerir vel fyrir fram teig Poznan og leggur boltann út á Gabríel sem á fyrirgjöf sem endar á fjær hjá valgeiri. Valgeir tekur við honum og nær skoti en Bartosz ver.
51. mín
Luis Palms fær boltann út til vinstri og á skot/fyrirgjöf sem endar í stönginni.
Blikar heppnir þarna.
Blikar heppnir þarna.
48. mín
Ágúst Orri að gefa Blikum kraft í byrjun síðari hálfleiks
Breiðablik vinna boltann við miðjuna og koma boltanum upp á Ágúst Orra sem keyrir af stað í átt að marki, leggur boltann til hliðar á Höskuld sem á skot sem fer yfir markið.
46. mín
Breiðablik fær hornspyrnu
Ágúst Orri fær boltann við teiginn og á skot sem fer af Douglas og í hornspyrnu.
46. mín

Inn:Ágúst Orri Þorsteinsson (Breiðablik)
Út:Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik)
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur í Kópavogi
Adam Ladeback flautar til hálfleiks. Gestinrir í Lech Poznan leiða inn í hálfleik með einu marki gegn engu Blika.
Tökum okkur korter.
Tökum okkur korter.
45. mín
Kiddi sér að Bartosz stendur framarlega og reynir skot frá miðju en Bartosz ekki í neinu veseni.
45. mín
Breiðablik fær hornspyrnu
Spyrnan er tekin stutt, Höskuldur fær boltann og reynir fyrirgjöf en gestirnir koma boltanum í burtu.
41. mín
Blikar fá hornspyrnu
Gabríel Snær kemur boltanum út í breiddina á Valgeir sem tekur boltann í fyrsta inn á teiginn en leikmaður Lech tæklar þennan afturfyrir.
39. mín
Filip brýtur á Óla Val og Blikar fá aukaspyrnu á fínum stað.
Höskuldur ætlar að spyrna þessari inn á teiginn.
Spyrnan er flott frá Höskuldi inn á teiginn þar sem Blikar ná skallanum á Kidda Steindórs sem skóflar boltanum yfir markið.
Höskuldur ætlar að spyrna þessari inn á teiginn.
Spyrnan er flott frá Höskuldi inn á teiginn þar sem Blikar ná skallanum á Kidda Steindórs sem skóflar boltanum yfir markið.

Er kominn tími á pizzu?
Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
33. mín
Lech Poznan fær hornspyrnu
Moutinho tekur hana og Anton Ari kýlir boltann í aðra hornspyrnu. Moutinho skokkar yfir og undirbýr sig til að spyrna annari inn á teiginn frá vinstri í þetta skipti.
28. mín
MARK!

Mikael Ishak (Lech Poznan)
Mikael Ishak elskar að spila á móti Breiðablik
Lech Poznan kemur boltanum inn á teig Breiðablik og eftir misheppnaða hreinsu frá Viktori Karl dettur boltinn fyrir fætur Ishak sem klárar færið sitt framhjá Antoni Ara.
Gestirnir frá Póllandi leiða.
Gestirnir frá Póllandi leiða.
22. mín

Inn:Valgeir Valgeirsson (Breiðablik)
Út:Aron Bjarnason (Breiðablik)
Þessu er lokið hjá Aroni og Valgeir kemur inn í hans stað.
Vonandi ekki alvarlegt hjá Aroni.
Vonandi ekki alvarlegt hjá Aroni.
21. mín
Breiðablik fær hornspyrnu
Höskulur tekur hornspyrnu stutt, fær boltann aftur og á góða fyrirgjöf á hausinn á Kristóferi sem nær skalla en hann er beint á Bartosz.
20. mín
Aron Bjarnason lág hér í svona tvær mnínútur og fékk aðhlyningu en það er í lagi með Aron og leikurinn er komin í gang aftur.
16. mín
ARON BJARNASON MEÐ FRÁBÆRAN SPRETT!
Fær boltann á miðjum vallarhelmingi Lech og keyrir af stað inn á teiginn, tekur snertingu inn á völlinn og á skot sem fer í stöngina.
Blikar óheppnir að taka ekki forystuna þarna.
Blikar óheppnir að taka ekki forystuna þarna.
15. mín
Gabríel Snær kemur á ferðinnu og fær boltann við D-bogan og nær skoti sem Bartosz.
14. mín
Vallarþulur Blika biður vallargesti um að þjappa, það er meira en réttrúmlega uppselt hér í kvöld.
10. mín
Gult spjald: Damir Muminovic (Breiðablik)

Damir Muminovic er fyrstur í svörtubókina hér í kvöld, dæmdur brotlegur úti við hliðarlínu.
6. mín
Fyrsta alvöru tækifæri leiksins
Blikar vinna boltann og Viktor Karl fær boltann, heldur vel í hann, kemur boltanum á Óla Val sem keyrir inn á völlinn, Óli Valur kemur boltanum út á Aron Bjarna sem á hættulegan bolta inn á hættusvæðið en Bartosz Mrozek grípur boltann.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað á Kópavogsvelli
Adam Ladeback flautar til leiks og það er Mikael Ishak sem sparkar þessum leik í gang.
Góða skemmtun.
Góða skemmtun.
Fyrir leik
Styttist
Adam Ladeback frá Svíþjóð leiðir liðin til leiks, mér sýnist bara vera svo gott sem uppselt hér á Kópavogsvöll í kvöld, einhver örfá sæti laus sem eiga eftir að fyllast.
Við byrjum þetta eftir nokkrar mínútur. Áfram Breiðablik!
Við byrjum þetta eftir nokkrar mínútur. Áfram Breiðablik!
Fyrir leik
Gísli Gottkálk og Mikael Ishak í byrjunarliði Lech Poznan
Gísli Gottskálk Þórðarson kemur inn í byrjunarlið Lech frá fyrri leiknum, en hann er uppalinn Bliki sem keyptur var frá Víkingi til Lech í vetur.
Mikael Ishak er með fyrirliðaband gestanna í kvöld, en hann skoraði einmitt þrennu úr vítaspyrnum í fyrri leik liðanna.
Mikael Ishak er með fyrirliðaband gestanna í kvöld, en hann skoraði einmitt þrennu úr vítaspyrnum í fyrri leik liðanna.


Fyrir leik
Byrjunarlið Breiðabliks
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, gerir fimm breytingar á sínu liði frá fyrri leiknum. Viktor Örn Margeirsson fékk rautt í Póllandi, er því í banni og Damir Muminovic kemur inn fyrir hann. Gabríel Snær Hallsson kemur inn fyrir Kristin Jónsson, Kristófer Ingi Kristinsson kemur inn fyrir Thobias Thomsen og Aron Bjarnason kemur inn fyrir Ágúst Orra Þorsteinsson. Þá kemur Óli Valur Ómarsson inn fyrir Valgeir Valgeirsson. Gabríel Snær er átján ára vinstri bakvörður.

Fyrir leik
Blikarnir mæta með sóknarsinnað lið hér í dag og það er marka fnykur af þessum leik. Lítil pressa á liðunum og stórefa að Lech fari að pakka í vörn. Bæði lið skora 2 mörk eða fleiri er á stuðlinum 4 á Epic. Svo má vissulega taka mark frá Hoskuldi Gunnlaugs á stuðlinum 5.
Fyrir leik
Lukkugeitin á Kópavogsvöll
Meðfylgjandi mynd er tekin af pólskum samfélagsmiðlum en þar má sjá að búið er að setja mynd af lukkudýri Lech Poznan á stúkuna á Kópavogsvelli. Í skjóli nætur mættu einhverjir stuðningsmenn Lech Poznan og settu mynd af geitinni, sem er lukkudýr félagsins, í víkingaklæðum á stúkuna.

Meðfylgjandi mynd er tekin af pólskum samfélagsmiðlum en þar má sjá að búið er að setja mynd af lukkudýri Lech Poznan á stúkuna á Kópavogsvelli. Í skjóli nætur mættu einhverjir stuðningsmenn Lech Poznan og settu mynd af geitinni, sem er lukkudýr félagsins, í víkingaklæðum á stúkuna.
Fyrir leik
Þetta segir þjálfarinn
„Það sem er búið er búið. Það eru forréttindi að taka þátt í leik í forkeppni Meistaradeildarinnar gegn evrópsku stórliði hérna á Kópavogsvelli. Það eru mikil tækifæri fyrir okkur að nota leikinn til að æfa okkur og verða betri, að æfa okkur að spila á móti liðum í þessum gæðaflokki. Við tökum þessum leik mjög alvarlega," segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, fyrir seinni leikinn.
29.07.2025 19:30
Dóri Árna: Tökum þessum leik mjög alvarlega
„Það sem er búið er búið. Það eru forréttindi að taka þátt í leik í forkeppni Meistaradeildarinnar gegn evrópsku stórliði hérna á Kópavogsvelli. Það eru mikil tækifæri fyrir okkur að nota leikinn til að æfa okkur og verða betri, að æfa okkur að spila á móti liðum í þessum gæðaflokki. Við tökum þessum leik mjög alvarlega," segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, fyrir seinni leikinn.
Fyrir leik
Þetta segir fyrirliðinn
„Við þurfum fyrst og síðast að bera virðingu fyrir því að við erum að mæta frábæru liði og það er hellings lærdómur fólginn í því að fá að máta sig við svona gæðamikið lið. Við getum nýtt okkur þann lærdóm áfram í komandi Evrópuleikjum og tekið með okkur inn í restina af sumrinu," segir Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks.
29.07.2025 20:00
Höskuldur: Ætlum ekki að bregðast við eins og krakki á N1 mótinu
„Við þurfum fyrst og síðast að bera virðingu fyrir því að við erum að mæta frábæru liði og það er hellings lærdómur fólginn í því að fá að máta sig við svona gæðamikið lið. Við getum nýtt okkur þann lærdóm áfram í komandi Evrópuleikjum og tekið með okkur inn í restina af sumrinu," segir Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks.
Fyrir leik
Sænsk og hollensk dómarasamvinna
Adam Ladebäck frá Svíþjóð verður dómari leiksins. Ladebäck er kunnugur staðháttum en hann dæmdi leik Breiðabliks og Shamrock Rovers fyrir tveimur árum, leik sem Blikar unnu 2-1. Ladebäck fékk 8 í einkunn frá Arnari Laufdal, fréttamanni Fótbolta.net.
„Virkilega vel dæmdur leikur hjá Svíanum, ekkert út á hann að setja," skrifaði Dalurinn í skýrslu leiksins.
Aðstoðardómararnir á miðvikudag, og fjórði dómarinn, koma einnig frá Svíþjóð en hinsvegar eru VAR dómarar leiksins frá Hollandi. Jeroen Manschot verður aðal VAR dómari leiksins.
„Virkilega vel dæmdur leikur hjá Svíanum, ekkert út á hann að setja," skrifaði Dalurinn í skýrslu leiksins.
Aðstoðardómararnir á miðvikudag, og fjórði dómarinn, koma einnig frá Svíþjóð en hinsvegar eru VAR dómarar leiksins frá Hollandi. Jeroen Manschot verður aðal VAR dómari leiksins.
28.07.2025 12:30
Sænsk og hollensk dómarasamvinna í Kópavogi

Fyrir leik
Breiðablik á leið til Bosníu
Zrinjski Mostar frá Bosníu og Hersegóvínu verður svo næsti Evrópuandstæðingur Breiðabliks en liðin færast niður í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Fyrir tveimur árum vann Zrinjski Mostar 6-2 sigur á heimavelli gegn Breiðabliki í forkeppni Evrópudeildarinnar. 1-0 sigur Blika í seinni leiknum dugði skammt. Kópavogsliðið á því harma að hefna frá því einvígi.
Fyrir tveimur árum vann Zrinjski Mostar 6-2 sigur á heimavelli gegn Breiðabliki í forkeppni Evrópudeildarinnar. 1-0 sigur Blika í seinni leiknum dugði skammt. Kópavogsliðið á því harma að hefna frá því einvígi.
Fyrir leik
Síðasta Meistaradeildarkvöldið á Íslandi í bili
Jú, komiði sæl og verið hjartanlega velkomin með okkur í beina textalýsingu frá leik Breiðablik og Lech Poznan í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og er þetta í rauninni bara formsatriði hjá pólsku meisturunum sem unnu fyrri leikinn 7-1.
Flautað til leiks klukkan 18:30 á Kópavogsvelli.:
Flautað til leiks klukkan 18:30 á Kópavogsvelli.:

Byrjunarlið:
41. Bartosz Mrozek (m)
3. Alex Douglas
4. João Moutinho
('62)

6. Timothy Ouma
9. Mikael Ishak
('46)


17. Filip Szymczak
('62)

19. Bryan Fiabema
20. Robert Gumny

23. Gísli Gottskálk Þórðarson
('75)

27. Wojciech Monka
43. Antoni Kozubal
('62)

Varamenn:
31. Krzysztof Bakowski (m)
33. Mateusz Pruchniewski (m)
2. Joel Pereira
('62)

8. Ali Gholizadeh
15. Michal Gurgul
('62)

16. Antonio Milic
24. Filip Jagiello
56. Kornel Lisman
('62)

72. Mateusz Skrzypczak
('75)

77. Luis Palma
('46)

Liðsstjórn:
Niels Frederiksen (Þ)
Gul spjöld:
Robert Gumny ('39)
Rauð spjöld: