Newcastle reynir við Guehi og Sesko - Sesko tilbúinn að fara til Newcastle - Liverpool skoðar Íra
Í BEINNI
Besta-deild karla
ÍA
LL 2
2
Valur
ÍA
2
2
Valur
0-1 Patrick Pedersen '16
0-2 Patrick Pedersen '40 , víti
Bjarni Mark Duffield '50 , sjálfsmark 1-2
Ómar Björn Stefánsson '93 2-2
05.08.2025  -  19:15
ELKEM völlurinn
Besta-deild karla
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson
8. Albert Hafsteinsson ('59)
9. Viktor Jónsson
13. Erik Tobias Sandberg
14. Jonas Gemmer ('45)
15. Gabríel Snær Gunnarsson ('80)
16. Rúnar Már S Sigurjónsson (f)
19. Marko Vardic ('80)
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
12. Jón Sölvi Símonarson (m)
5. Baldvin Þór Berndsen ('80)
7. Haukur Andri Haraldsson ('45)
11. Birnir Breki Burknason
17. Gísli Laxdal Unnarsson ('80)
18. Guðfinnur Þór Leósson
20. Ísak Máni Guðjónsson
22. Ómar Björn Stefánsson ('59)
33. Arnór Valur Ágústsson
- Meðalaldur 21 ár

Liðsstjórn:
Lárus Orri Sigurðsson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Stefán Þór Þórðarson
Teitur Pétursson
Dean Martin
Dino Hodzic
Mario Majic

Gul spjöld:
Rúnar Már S Sigurjónsson ('37)
Jón Gísli Eyland Gíslason ('42)
Jonas Gemmer ('42)
Hlynur Sævar Jónsson ('45)
Viktor Jónsson ('48)

Rauð spjöld:
@ Alexander Tonini
Skýrslan: Tveir ólíkir hálfleikir og dramatískar lokamínútur á Skaganum
Hvað réði úrslitum?
Sitt hvor hálfleikurinn réði úrslitum hér í kvöld. Ég man ekki eftir öðru eins í fótboltaleik en fyrri hálfleikur var 100% eign Vals en sá síðari 100% eign Skagamanna. Báðir eignirnar voru skuldlausar þar að auki. Að lokum eru úrslitin 2-2 bara nokkuð sanngjörn.
Bestu leikmenn
1. Haukur Andri Haraldsson
Ég skal glaður viðurkenna að ég hef gagnrýnt Hauk Andra í sumar – og það með réttu, því hann hefur sjálfur viðurkennt að frammistöðurnar hafi verið undir getu. En í dag sýndi hann sitt rétta andlit. Spilaði aðeins seinni hálfleikinn en á því 45 mínútna tímabili gjörbreytti hann leiknum. Var út um allt í seinni og steig ekki feilspor. Ef þessi útgáfa af Hauki heldur áfram, þá getur Skaginn farið að brosa – því þeir þurfa á honum að halda.
2. Jónatan Ingi Jónsson
Var langbesti maðurinn í fyrri hálfleik og bjó til bæði færin. Lagði upp sögulegt mark á Patrick Pedersen og fiskaði vítið. Mér finnst erfitt að ekki setja Pedersen á blað hér í kvöld en hinir tveir voru einfaldlega betri.
Atvikið
Það hlýtur að vera jöfnunarmarkið sem stendur upp úr – og óhætt er að segja að heppnin hafi verið með Ómari og Skaganum. Á 93. mínútu kemur hár bolti inn í teiginn og hvort sem Ómar ætlaði sér að nota öxlina eða ekki, þá gerði hann það 15 metrum frá markinu – og vippaði boltanum lygilega yfir Schram og jafnar. Ótrúlegt mark á ótrúlegum tíma.
Hvað þýða úrslitin?
Valsmenn ná að auka forskotið á toppnum – en aðeins um eitt stig. Þeir eru nú með tveggja stiga forystu á Breiðablik og Víking, en gætu tapað toppsætinu ef þeir falla gegn Blikum í næstu umferð. Fyrir ÍA er þetta jafntefli þó merki um sterkan karakter – að koma til baka úr 0–2 undir gegn toppliði er virkilega öflugt. Því miður skilar þetta eina stig þó líklega litlu fyrir Skagamenn sem sitja ennþá í neðsta sæti.
Vondur dagur
Jonas Gemmer fær þetta skuldlaust í dag. Miðað við spilamennskuna hans í kvöld þá finnst mér hann varla eiga heima í Lengjudeildinni. Hann var ekki lélegur heldur ógeðslega lélegur. Ekki taka mig bara á orðinu heldur sjáið hvað Lárus Orri gerir í hlénu, tekur hann út af og leikurinn gjörbreytist. Ég ætla að vona að Jonas Gemmer hafi átti einstaklega vondan dag því ef svo er ekki þá þarf Skaginn einfaldlega að segja "Gemmer ekki meira"
Dómarinn - 7
Það má finna einstaka atvik sem hægt er að setja spurningarmerki við, en heilt yfir var Gunnar Freyr og hans teymi með góð tök á leiknum. Hann notaði gula spjaldið af skynsemi til að halda stjórn á leiknum – sem er einmitt tilgangurinn með því
Byrjunarlið:
18. Frederik Schram (m)
6. Bjarni Mark Duffield
8. Jónatan Ingi Jónsson
9. Patrick Pedersen ('72)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('89)
14. Albin Skoglund ('72)
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Jakob Franz Pálsson
33. Andi Hoti ('72)
- Meðalaldur 29 ár

Varamenn:
25. Stefán Þór Ágústsson (m)
95. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
7. Aron Jóhannsson ('72)
13. Kristján Oddur Kristjánsson
16. Stefán Gísli Stefánsson
22. Marius Lundemo ('72)
23. Adam Ægir Pálsson ('72)
30. Mattías Kjeld
97. Birkir Jakob Jónsson ('89)
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Jóhann Emil Elíasson
Aron Óskar Þorleifsson
Örn Erlingsson
Baldvin Orri Friðriksson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: