Tilboðum í Maguire hafnað - Sesko velur Old Trafford - Villa búið að ná samkomulagi um Guessand
Í BEINNI
Besta-deild karla
Afturelding
18:00 0
0
Vestri
Kormákur/Hvöt
3
1
Ýmir
Kristinn Bjarni Andrason '45 1-0
Bocar Djumo '48 2-0
Sigurður Bjarni Aadnegard '63 3-0
3-1 Björn Ingi Sigurðsson '90
05.08.2025  -  18:00
Blönduósvöllur
Fótbolti.net bikarinn
Aðstæður: 16° og léttskýjað
Dómari: Patryk Emanuel Jurczak
Maður leiksins: Goran Potkozarac
Byrjunarlið:
1. Simon Zupancic (m)
3. Dominic Louis Furness ('57)
4. Papa Diounkou Tecagne
5. Federico Ignacio Russo Anzola
9. Kristinn Bjarni Andrason
10. Matheus Bettio Gotler
13. Sigurður Bjarni Aadnegard
16. Bocar Djumo ('81)
17. Goran Potkozarac ('72)
22. Abdelhadi Khalok ('81)
23. Juan Carlos Dominguez Requena
- Meðalaldur 29 ár

Varamenn:
6. Eyjólfur Örn Þorgilsson
14. Hlib Horan ('72)
20. Finnur Karl Jónsson
26. Haukur Ingi Ólafsson
32. Arnór Ágúst Sindrason ('81)
44. Indriði Ketilsson ('57)
66. Stefán Freyr Jónsson ('81)
- Meðalaldur 19 ár

Liðsstjórn:
Arnar Freyr Ómarsson (Þ)
Aron Örn Ólafsson
Trausti Þór Þorgilsson
Björn Vignir Björnsson
Sigurjón Bjarni Guðmundsson
Helistano Ciro Manga

Gul spjöld:
Stefán Freyr Jónsson ('84)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þvílíkkur leikur hjá heimamönnum sem tryggja sér öruggan sigur í undanúrslit. Ef mig minnir rétt er dregið á morgun!.
Skýrsla og viðtöl koma í kvöld
90. mín MARK!
Björn Ingi Sigurðsson (Ýmir)
Frábært mark í lokin hjá Ými! Skýtur í þverslánna og inn!
90. mín
Arnór með dauðafæri, sólar einn en skýtur svo á markmann
86. mín
Gestirnir tækla hvorn annan þarna, báðir liggja niðri.
84. mín Gult spjald: Stefán Freyr Jónsson (Kormákur/Hvöt)
Tók ekki langan tíma fyrir Stefán að fá gult. Hrindir Breka eitthvað
83. mín Gult spjald: Gunnar Baltasar Guðmundsson (Ýmir)
Sýnist það vera Gunnar sem fær gula spjaldið fyrir tæklingu á Stefán
82. mín Gult spjald: Steinn Logi Gunnarsson (Ýmir)
Steinn fær gult fyrir grófa tæklingu á Federico
81. mín
Inn:Arnór Ágúst Sindrason (Kormákur/Hvöt) Út:Abdelhadi Khalok (Kormákur/Hvöt)
81. mín
Inn:Stefán Freyr Jónsson (Kormákur/Hvöt) Út:Bocar Djumo (Kormákur/Hvöt)
77. mín
Khalok sleppur í gegn, sendir yfir á Bocar sem skýtur í leikmann Ýmis og boltinn fer í horn
72. mín
Ýmismenn búnir með skiptingar, sá ekki hver hinn var sem fór útaf
72. mín
Inn:Björn Ingi Sigurðsson (Ýmir) Út:Dagur Eiríksson (Ýmir)
72. mín
Inn:Hlib Horan (Kormákur/Hvöt) Út:Goran Potkozarac (Kormákur/Hvöt)
63. mín MARK!
Sigurður Bjarni Aadnegard (Kormákur/Hvöt)
Stoðsending: Goran Potkozarac
SIGGI AADNEGAARD NÆR EINHVERJUM RUGLSKALLA SEM MARKMAÐUR MISSIR FRÁ SÉR INN Í MARKIÐ!!!
62. mín
Inn:Breki Ottósson (Ýmir) Út:Andri Már Harðarson (Ýmir)
2 aðrir komu inná fyrir einhverja en ég því miður sá ekki hverjir það voru
58. mín
Alexander Örn nær sendingu inn en Baldvin nær ekki að nýta þetta og heimamenn fá boltann.
57. mín
Inn:Indriði Ketilsson (Kormákur/Hvöt) Út:Dominic Louis Furness (Kormákur/Hvöt)
Indriði kemur inn fyrir Dom sem mun ábyggilega klára leikinn á hliðarleikinn.
56. mín
Dom liggur niðri og sjúkraþjálfari kominn inná.
54. mín
Khalok kominn aftur inn, og heimamenn orðnir 11 aftur
52. mín
Ýmismenn senda enn og aftur á Baldvin á vængnum, sem sendir hann inn, en sóknarmaður þeirra stígur eitthvað vitlaust og skýtur beint á Simon
51. mín
Af einhverri ástæðu eru 10 menn inná hjá heimamönnum þar sem Khalok hleypur inní klefa virðist vera, hvort þetta sé Gary Linker móment?
48. mín MARK!
Bocar Djumo (Kormákur/Hvöt)
2-0!!!!! Bocar með algjört ruglumark! Markmaðurinn ver skot sem skoppar af slánni og smellir á kollinn hans Bocars!!
46. mín
Leikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikurinn endar 1-0!
45. mín MARK!
Kristinn Bjarni Andrason (Kormákur/Hvöt)
Stoðsending: Goran Potkozarac
Kristinn Bjarni skorar fínasta mark í lok fyrri hálfleiks. Bocar og Goran með eitthvað spil sem endar á Kristni sem skýtur honum í neðra hornið!
45. mín
Gestirnir ná góðu færi en skjóta lausu skoti sem fer rétt framhjá
44. mín
Bocar á skot fyrir utan teig sem fer rétt yfir eftir gott spil frá Dom og Goran
34. mín
Enn og aftur eru heimamenn hættulegir en ná ekki að nýta. Vörnin sterk hjá gestunum
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
31. mín
DAUÐAFÆRI Heimamenn fá hornspyrnu, Goran sendir hann inn á Bocar en boltinn skoppar leiðinlega og skýtur yfir
28. mín
Heimamenn komast í gegn en dómarinn dæmir rangstöðu
24. mín
Dom liggur eftir að það er dúndrað aftan í bakið á honum í skallabolta
18. mín
Khalok fær frábæran bolta á vinstri væng, sendir út á Matheus sem tekur skotið utan úr teig sem Indrit ver léttilega
13. mín
Rangstæðumark frá Ými! Baldvin Dagur reynir skotið en Simon ver þetta, reboundið fer á Ýmismann sem skorar, en réttilega dæmt rangt
9. mín
Ýmismenn koma í gegn og Dagur reynir sendingu innfyrir en nær ekki
5. mín
Khalok sleppur í gegn og reynir að senda hann fyrir en úr því kemur hornspyrna
1. mín
Leikur hafinn
Það eru Ýmismenn sem byrja þessu
Fyrir leik
Kormákur/Hvöt mun bullya ungu strákana í Ými, yfir 2,5 mörk á Epic á K/H er á stuðli 2,02.
Fyrir leik
Bongó á Blö Það eru svona 16° stiga hiti hérna í Húnavatnssýslu og léttskýjað!
Fyrir leik
Gestirnir úr Kópavogi breyta líka soldið liðinu síðan úr seinasta leik. Emil Skorri kemur inn í liðið, einnig Andri Már, Gunnar Baltasar, Jón Arnór og Dagur Eiríksson.
Fyrir leik
Það er smá rótering hjá heimamönnum. Ismael Sidibe, Sigurður Pétur og Jón Gísli Stefánssynir eru ekki með í hóp þar sem þeir eru utanlands og Sergio er í banni. Þjáfarinn Dom Furness byrjar sem og Siggi Adnegaard. Matheus er svo kominn aftur í byrjunarliðið eftir að hafa verið frá í einhvern tíma
Fyrir leik
Seinustu deildarleikir liðanna Í seinasta deildarleik heimamanna unnu þeir 2-3 útisigur á Skaganum gegn Káramönnum.

Í seinasta deildarleik gestanna töpuðu þeir í Mosfellsbæ gegn Hvíta riddaranum 5-2.
Fyrir leik
Leikir Kormáks/Hvatar í Fótbolti.net-bikarnum í ár Í 32-liða úrslitum unnu Kormáks/Hvatarmenn 1-3 útisigur gegn mögnuðum Magnamönnum, þar sem var skorað algjört undramark.

Í 16-liða úrslitum mættu Húnvetningar ólseigum Árbæingum, en sá leikur fór gestunum í vil, 3-4 eftir æsispennandi leik.
Lestu um leikinn
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson

Fyrir leik
Leikir Ýmis í Fótbolti.net-bikarnum í ár Ýmir vann sterkan sigur í 32-liða úrslitum, 8-0 gegn KH, þar sem Baldvin Dagur Vigfússon skoraði þrennu.

Ýmismenn unnu frækinn 4-7 sigur gegn Álftnesingum í seinustu umferð Fótbolta.net-bikarsins, en í þeim leik komu 5 mörk Ýmis í framlengingu, sem hlýtur að teljast met í íslenskum fótbolta yfir flest mörk skoruð í framlengingu, en þau voru 7 talsins þar sem Álftnesingar skoruðu 2 gegn þeim í framlengingu.
Lestu um leikinn

Mynd: Ýmir

Fyrir leik
Dómari leiksins er Patryk Emanuel Jurczak og honum til aðstoðar verða Guðmundur Valgeirsson og Hugo Miguel Borges Esteves
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

8-liða úrslit Fótbolti.net bikarsins í dag
17:00 KFA-Víkingur Ó. (SÚN-völlurinn)
17:00 Höttur/Huginn-Grótta (Fellavöllur)
18:00 Tindastóll-KFG (Sauðárkróksvöllur)
18:00 Kormákur/Hvöt-Ýmir (Blönduósvöllur)

Barist er um sæti í undanúrslitum sem verða 20. september og úrslitaleikurinn sjálfur verður á hybrid grasi Laugardalsvallar föstudagskvöldið 26. september.
Byrjunarlið:
30. Indrit Hoti (m)
7. Alexander Örn Guðmundsson
10. Emil Skorri Þ. Brynjólfsson
11. Andri Már Harðarson ('62)
15. Óliver Úlfar Helgason (f)
18. Steinn Logi Gunnarsson
23. Gunnar Baltasar Guðmundsson
24. Hrannar Þór Eðvarðsson
47. Jón Arnór Guðmundsson
66. Baldvin Dagur Vigfússon
80. Dagur Eiríksson ('72)
- Meðalaldur 20 ár

Varamenn:
4. Patrik Hermannsson
9. Reynir Leó Egilsson
14. Steingrímur Dagur Stefánsson
17. Breki Ottósson ('62)
20. Theodór Unnar Ragnarsson
22. Björn Ingi Sigurðsson ('72)
- Meðalaldur 21 ár

Liðsstjórn:
Guðjón Geir Geirsson (Þ)
Þórarinn Jónas Ásgeirsson (Þ)
Guðmundur Axel Blöndal

Gul spjöld:
Steinn Logi Gunnarsson ('82)
Gunnar Baltasar Guðmundsson ('83)

Rauð spjöld: