Bayern hefur áhuga á Jackson - Isak ekki að fara að spila æfingaleiki - Höjlund á blaði Milan
Njarðvík
2
1
Selfoss
0-1 Raúl Tanque '19 , víti
Dominik Radic '28 1-1
Dominik Radic '51 , misnotað víti 1-1
Dominik Radic '79 2-1
08.08.2025  -  19:15
JBÓ völlurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Sú gula lætur sjá sig en hliðarvindur sem heftir aðeins
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Maður leiksins: Dominik Radic
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
2. Davíð Helgi Aronsson
3. Sigurjón Már Markússon
6. Arnleifur Hjörleifsson
7. Joao Ananias
8. Kenneth Hogg (f)
11. Freysteinn Ingi Guðnason ('68)
13. Dominik Radic
18. Björn Aron Björnsson ('85)
21. Viggó Valgeirsson
29. Ali Basem Almosawe ('85)
- Meðalaldur 25 ár

Varamenn:
12. Daði Fannar Reinhardsson (m)
5. Arnar Helgi Magnússon ('85)
10. Valdimar Jóhannsson ('68)
16. Svavar Örn Þórðarson
23. Thomas Boakye ('85)
24. Jayden Mikael Rosento
25. Ýmir Hjálmsson
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (Þ)
Arnar Freyr Smárason
Sigurður Már Birnisson
Viktor Þórir Einarsson
Jaizkibel Roa Argote
Gabríel Sindri Möller

Gul spjöld:
Kenneth Hogg ('50)
Björn Aron Björnsson ('77)
Arnleifur Hjörleifsson ('87)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Njarðvík hefur betur! Það eru Njarðvíkingar sem bera sigur hér í kvöld!

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
94. mín
Spurning hvað það er miklu bætt við.
92. mín
Arnleifur Hjörleifs með hörku skot framhjá markinu.
91. mín
Við erum komin í uppbótartíma.
89. mín
Davíð Helgi liggur eftir í teignum haldandi um andlitið og leikurinn stopp.
87. mín Gult spjald: Arnleifur Hjörleifsson (Njarðvík)
Tafir.
85. mín
Inn:Elías Karl Heiðarsson (Selfoss) Út:Aron Fannar Birgisson (Selfoss)
85. mín
Inn:Alfredo Ivan Sanabria (Selfoss) Út:Daði Kolviður Einarsson (Selfoss)
85. mín
Inn:Thomas Boakye (Njarðvík) Út:Ali Basem Almosawe (Njarðvík)
85. mín
Inn:Arnar Helgi Magnússon (Njarðvík) Út:Björn Aron Björnsson (Njarðvík)
82. mín Gult spjald: Daði Kolviður Einarsson (Selfoss)
Rífur Dominik Radic niður við hliðarlínuna fyrir miðju.
81. mín
Valdimar Jóhannsson stendur af sér tæklingu og kemur boltanum út á Arnleif Hjörleifsson sem á slakt skot framhjá markinu.
79. mín MARK!
Dominik Radic (Njarðvík)
Stoðsending: Ali Basem Almosawe
Stíflan brast!! Boltinn berst út á Almo sem hleður upp í skot en hann þrumar í Dominik Radic og hann lyftist yfir Robert Blakala í marki Selfoss!

NJARÐVÍK LEIÐIR!
77. mín Gult spjald: Björn Aron Björnsson (Njarðvík)
Stöðvar skyndisókn.
76. mín
Varsla! Davíð Helgi með bættur upp í horn og á fyrirgjöf fyrir markið og Almo á gott skot sem Blakala ver vel.

Þetta var færi!
72. mín
Inn:Jón Daði Böðvarsson (Selfoss) Út:Brynjar Bergsson (Selfoss)
Hann er mættur á völlinn!
72. mín
Inn:Frosti Brynjólfsson (Selfoss) Út:Einar Bjarki Einarsson (Selfoss)
71. mín
DOMINIK RADIC! Viggó Valgeirsson með hornspyrnu beint í hættusvæðið þar sem Dominik Radic hné-ar hann yfir markið!
70. mín
Get ekki séð betur en Jón Daði Böðvarsson sé kallaður til á varamannabekk Selfoss og er að undirbúa sig undir að koma inn á.
68. mín
FÆRI! Dominik Radic fær boltann inn á teig og á skot sem fer af varnarmanni og rétt framhjá! Viggó Valgeirs ekki langt frá því að koma tánnum í boltann og Njarðvíkingar fá horn sem kom ekkert úr.
68. mín
Inn:Valdimar Jóhannsson (Njarðvík) Út:Freysteinn Ingi Guðnason (Njarðvík)
65. mín
Njarðvíkingar svolítið stýrt ferðinni hérna í seinni þó án þess að ná að skapa sér alvöru marktækifæri.
62. mín
Njarðvíkingar sakna svolítið Oumar Diouck í sóknarleiknum. Vantar örlítið bit fremst hjá Njarðvíkingum.
60. mín
Ívan Breki með langt innkast sem Selfyssingar flikka áfram sem skapar smá ursla en Njarðíkingar koma þessu frá.
58. mín
Inn:Harley Willard (Selfoss) Út:Aron Lucas Vokes (Selfoss)
55. mín
Njarðvíkingar að komast í hörku stöðu en svona þrjár af fjórum sendingum þeirra í átt að teignum þurfa Njarðvíkingar að teygja sig aftur að sækja og á endanum fjarar þetta undan.
51. mín Misnotað víti!
Dominik Radic (Njarðvík)
FRAMHJÁ!!! Jaaaahérnahér!!

Vítabölvun Njarðvíkignar heldur áfram!
50. mín Gult spjald: Kenneth Hogg (Njarðvík)
Kítingur milli gömlu liðsfélagana endar með Salomonsdómi
50. mín Gult spjald: Robert Blakala (Selfoss)
49. mín
Njarðvíkingar fá víti! Vandræðagangur í teignum og Gunnar Oddur bendir á punktin!
49. mín
Dominik Radic gerir frábærlega og kemst inn á teiginn og reynir að lyfta boltanum fyrir markið og Alexander Berntsson nálægt því að skalla í eigið net.
47. mín
Hörkufæri! Almo með frábæra sendingu á Björn Aron og hann á flotta fyrirgjöf fyrir markið og Sigurjón Már í dauðafæri en nær ekki að stýra skallanum að marki!
46. mín
Njarðvíkingar sparka þessu af stað aftur Dominik Radic tekur miðjuna.
45. mín
Hálfleikur
Allt jafnt í hlé! Liðin fara með sitthvort markið inn til búningsklefa. Njarðvíkingar meira með boltann en aðeins lent í veseni með að finna leiðir í gegnum þétta vörn Selfyssinga. Selfoss sömuleiðis hættulegir í skyndisóknum.

Tökum okkur stutta pásu og snúum svo aftur með síðari.
44. mín
Freysteinn Ingi finnur Viggó Valgeirs inn á teig og hann reynir fyrirgjöf niðri fyrir markið sem er afleit og beint í fangið á Robert Blakala.
41. mín
Hörku skot! Njarðvík tekur hornið stutt og boltinn út á Joao Ananias sem á frábært skot sem Robert Blakala ver virkilega vel.

Hefði verið screamer ef ekki hefði verið fyrir Blakala.
40. mín
Freysteinn Ingi verið líflegur úti vinsti og vinnur enn eitt hornið.
38. mín
Kenneth Hogg er laumað í góða stöðu og hann kemur með boltann fyrir markið en Freysteinn Ingi fær hann í óþægilegri hæð og kemur engum krafti í tilraunina sem Robert Blakala grípur inn í.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
33. mín
Njarðvíkingar mun meira með boltann en gengur erfiðlega að finna leiðir í gegn.
28. mín MARK!
Dominik Radic (Njarðvík)
Stoðsending: Freysteinn Ingi Guðnason
Njarðvíkingar jafna! Njarðvíkingar fá hornspyrnu sem Selfoss nær ekki að koma frá. Freysteinn Ingi kemur boltanum á Dominik Radic sem nær að snúa frábærlega og skilar boltanum svo í fjærhornið!

ALLT JAFNT!
25. mín
Slæm sending úr vörn Njarðvíkur og Aron Lucas Vokes kemst á ferðina og reynir að koma boltanum fyrir markið en Njarðvíkingar verjast því.
24. mín
Stöngin! Almo með hörku fyrirgjöf og Joao Ananias og Dominik Radic hoppa báðir upp og Joao Ananias nær skallanum sem fer í stöngina!
23. mín Gult spjald: Alexander Berntsson (Selfoss)
Sýndist það vera Alexander sem fékk að líta gula.
22. mín
Njarðvíkingar vilja víti Freysteinn Ingi fer niður í teignum og Njarðvíkignar vilja víti sem þeir fá ekki.
22. mín
Njarðvíkingar halda ágætlega í boltann en Selfyssingar eru stórhættulegir á breikinu.
20. mín
Viggó Valgeirs með skot fyrir utan teig sem fer vel framhjá.
19. mín Mark úr víti!
Raúl Tanque (Selfoss)
Selfoss tekur forystu! Sendir Aron Snær í rangt horn og kemur Selfoss yfir! Leggur hann snyrtilega í hægra hornið.

SELFOSS LEIÐIR!
17. mín
Selfoss fær víti!! Freysteinn Ingi óheppinn með þunga snertingu og sparkar svo Selfyssing niður í teignum í kjölfarið.
14. mín
Hörku staða! Freysteinn Ingi með fallegan snúning og er einn á móti Robert Blakala í þröngu færi og reynir að renna honum fyrir markið fyrir liðsfélaga en Selfyssingar bjarga.
13. mín
Einar Bjarki með flotta fyrirgjöf fyrir markið en vantaði einhvern á endan á þessari sendingu. Sending sem kom í hættusvæðið.
10. mín
Njarðvíkingar fá horn Viggó Valgeirs skýlir boltanum og vinnur hornspyrnu fyrir Njarðvíkinga.

Spyrna sem fer yfir allan pakkann.
9. mín Gult spjald: Ívan Breki Sigurðsson (Selfoss)
Viggó Valgeirs að komast á ferðina í skyndisókn en er rifinn niður og gult réttilega niðurstaðan.
7. mín
Selfyssingar fá fyrsta horn leiksins Davíð Helgi með flottan varnarleik.
6. mín
Dominik Radic með gott hlaup á bakvið vörina og kemur með fyrirjgjöf ætlaða Almo en vindurinn tekur hana og þetta rennur út í sandinn.
5. mín
Aron Lucas Vokes með flotta pressu og vinnur boltann nær hinsvegar ekki að koma með góða fyrirgjöf fyrir markið en hann fellur þó fyrir Raúl Tanque fyrir utan teig sem á skot en auðvelt fyrir Aron Snær.
3. mín
Njarðvíkingar að halda ágætlega í boltann en í smá erfiðleikum að ýta upp völlinn.
1. mín
Leikur hafinn
Selfoss sparkar þessu af stað
Fyrir leik
Allt að verða klárt Liðin mætt út á völl og búið að kynna liðin.

Jón Daði Böðvarsson er á varamannabekk Selfoss í kvöld og fær vonandi einhverjar mínútur.
Fyrir leik
Leikurinn er í beinni á Livey


Fyrir leik
Spámaðurinn Amin Cosic, nýr leikmaður KR, spáir í 16. umferðina sem fer að mestu fram í kvöld.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Amin lék fyrri hluta tímabilsins með Njarðvík í Lengjudeildinni og var þá með betri leikmönnum deildarinnar.

Njarðvík 3 - 1 Selfoss
Mínir menn í Njarðvík taka þetta öruggt 3-1. Fá eitt klaufamark á sig, Dominik með tvö og Tómas Bjarki með eitt.

Fyrir leik
Spilar Jón Daði sinn fyrsta leik í kvöld? Sóknarmaðurinn Jón Daði Böðvarsson er í leikmannahópi Selfyssinga fyrir leik kvöldsins gegn Njarðvík í Lengjudeildinni.

Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon


Jón Daði hefur ekkert spilað vegna meiðsla síðan hann kom heim en hefur getað æft í aðdraganda leiksins og er í hópnum.


Fyrir leik
Boð og bönn Njarðvíkingar verða án þriggja leikmanna í kvöld sem taka út leikbönn.

Oumar Diocuk tekur út leikbann fyrir uppsöfnuð gul spjöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Tómas Bjarki Jónsson tekur út leikbann fyrir uppsöfnuð gul spjöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Símon Logi Thasaphong tekur út leikbann eftir brottvísun í síðasta leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Njarðvík Njarðvíkingar hafa ekki náð að tengja saman tvo sigra síðan í byrjun júlí og vonast til þess að ná því hér í kvöld. Njarðvíkingar unnu sannfærandi 3-0 sigur á HK í síðstu umferð fyrir verslunarmannahelgi.

Njarðvíkingar eru í hörku toppbaráttu og nú fara hver þrjú stig að þýða aðeins meira fyrir liðin. Njarðvíkingar sitja í 2. sæti deildarinnar með 31 stig, stigi á eftir toppliði ÍR.

Njarðvíkingar hafa verið duglegir fyrir framan mark andstæðingana í sumar en þeir hafa skorað flest mörkin í deildinni eða 36 talsins.

Mörkin hafa raðast niður á:

Oumar Diocuk - 10 mörk
Dominik Radic - 7 mörk
Valdimar Jóhannsson - 3 mörk
Tómas Bjarki Jónsson - 3 mörk
*Aðrir minna

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Selfoss Selfyssingar hafa tapað síðustu tveimur leikjum sínum gegn ÍR og Völsungi. Fyrir það hafði liðið tengt saman tvo góða sigurleiki gegn Fylki og Grindavík.

Selfoss eru sem stendur tveimur stigum frá fallsæti í deildinni en þeir sitja í 9.sætinu með 13 stig.

Selfoss hafa átt erfitt uppdráttar fyrir framan mark andstæðingana en aðeins Leiknir hafa skorað færri mörk en þeir. Selfoss hafa skorað 15 mörk og hafa þessi mörk raðast á:

Aron Fannar Birgisson - 4 mörk
Frosti Brynjólfsson - 3 mörk
Aron Lucas Vokes - 3 mörk
Raul Martorell - 2 mörk
*Aðrir minna

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Dómarateymið Gunnar Oddur Hafliðason fær það verkefni að halda utan um flautuna hér í kvöld og honum til aðstoðar verða Bryngeir Valdimarsson og Tomasz Piotr Zietal.
Eftirlitsmaður KSÍ er Halldór Breiðfjörð Jóhannsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Velkomin á JBÓ Verið hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá JBÓ vellinum í Njarðvík þar sem heimamenn í Njarðvík fá Selfoss í heimsókn í sextándu umferð Lengjudeildarinnar.

Mynd: KSÍ



Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Robert Blakala (m)
2. Ívan Breki Sigurðsson
4. Alexander Berntsson
6. Daði Kolviður Einarsson ('85)
8. Raúl Tanque
9. Aron Fannar Birgisson (f) ('85)
10. Nacho Gil
17. Brynjar Bergsson ('72)
28. Eysteinn Ernir Sverrisson
32. Aron Lucas Vokes ('58)
77. Einar Bjarki Einarsson ('72)
- Meðalaldur 23 ár

Varamenn:
12. Arnór Elí Kjartansson (m)
7. Harley Willard ('58)
11. Alfredo Ivan Sanabria ('85)
21. Frosti Brynjólfsson ('72)
22. Jón Daði Böðvarsson ('72)
23. Elías Karl Heiðarsson ('85)
25. Sesar Örn Harðarson
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Bjarni Jóhannsson (Þ)
Ingi Rafn Ingibergsson
Þorkell Ingi Sigurðsson
Arnar Helgi Magnússon
Heiðar Helguson
Helgi Bárðarson
Halldór Rafn Halldórsson

Gul spjöld:
Ívan Breki Sigurðsson ('9)
Alexander Berntsson ('23)
Robert Blakala ('50)
Daði Kolviður Einarsson ('82)

Rauð spjöld: