
Leikurinn um Samfélagsskjöldinn er um helgina og svo fer enska úrvalsdeildin af stað eftir viku! Hvað eru félögin að fara að gera á markaðnum núna þegar mótið er handan við hornið?
Bayern München hefur sýnt áhuga á senegalska framherjanum Nicolas Jackson (24), sem Chelsea metur á 48 milljónir punda. Jackson er einnig skotmark Newcastle United. (Sky Sports Þýskalandi)
Framherji Newcastle, Alexander Isak (25), mun ekki spila í æfingaleikjum gegn Espanyol og Atletico Madrid um helgina vegna óvissu um framtíð sína. Liverpool vill fá hann. (Mail)
AC Milan hefur áhuga á Rasmus Höjlund (22), framherja Manchester United. Leikmaðurinn er til sölu fyrir um 30 milljónir punda, en Milan vill frekar fá hann á lánssamning. (Gazzetta dello Sport)
Como hefur hafnað 30 milljóna punda tilboði Tottenham í Nico Paz (20), sóknarmiðjumann frá Argentínu. Félagið metur Paz á 52 milljónir punda. (Sky Sports Italia)
Aston Villa hefur hafnað 18 milljóna punda tilboði frá Everton í skoska miðjumanninn John McGinn (30) sem er einnig á blaði Newcastle. (Sky Sports News)
Al-Nassr frá Sádi-Arabíu er reiðubúið að uppfylla verðkröfur Brentford fyrir miðherjann Yoane Wissa (28). Newcastle og Tottenham hafa einnig sýnt áhuga á leikmanninum. (L'Equipe)
Spænski varnarmaðurinn Inigo Martínez (34) er tilbúinn að segja upp samningi sínum við Barcelona og ganga til liðs við Al-Nassr á frjálsri sölu. (Mundo Deportivo)
Manchester City hefur hafnað tilboði Roma í argentínska miðjumanninn Claudio Echeverri (19), þar sem félagið vill frekar lána hann til Girona, sem er hluti af City Football Group. (Calciomercato)
Preston North End er við það að ljúka lánssamniningi við sóknarsinnaðan miðjumann Tottenham, Alfie Devine (21). (Lancashire Post)
Coventry City krefst þess að fá 15 milljónir punda fyrir hollenska hægri bakvörðinn Milan van Ewijk (24). Wolves og Wolfsburg eru meðal félaga sem hafa áhuga á að tryggja sér hann. (Coventry Telegraph)
Juventus hefur áhuga á að fá Sandro Tonali (25), miðjumann Newcastle, en ólíklegt er að hann færi sig um set. (Goal)
Athugasemdir