Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
FH
5
3
Þór/KA
Thelma Lóa Hermannsdóttir '11 1-0
1-1 Sonja Björg Sigurðardóttir '13
1-2 Sandra María Jessen '25
Maya Lauren Hansen '26 2-2
Thelma Lóa Hermannsdóttir '31 3-2
3-3 Margrét Árnadóttir '33
Thelma Lóa Hermannsdóttir '58 4-3
Ingibjörg Magnúsdóttir '90 5-3
12.08.2025  -  18:00
Kaplakrikavöllur
Besta-deild kvenna
Dómari: Guðmundur Páll Friðbertsson
Maður leiksins: Thelma Lóa Hermannsdóttir
Byrjunarlið:
73. Macy Elizabeth Enneking (m)
2. Birna Kristín Björnsdóttir
6. Katla María Þórðardóttir (f)
7. Thelma Karen Pálmadóttir ('65)
11. Thelma Lóa Hermannsdóttir ('85)
13. Maya Lauren Hansen
17. Elísa Lana Sigurjónsdóttir ('65)
23. Deja Jaylyn Sandoval
29. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
36. Harpa Helgadóttir ('56)
37. Jónína Linnet
- Meðalaldur 22 ár

Varamenn:
5. Arna Eiríksdóttir
8. Valgerður Ósk Valsdóttir ('65)
16. Margrét Brynja Kristinsdóttir ('56)
33. Anna Heiða Óskarsdóttir
41. Ingibjörg Magnúsdóttir ('65)
42. Hafrún Birna Helgadóttir ('85)
- Meðalaldur 19 ár

Liðsstjórn:
Guðni Eiríksson (Þ)
Hlynur Svan Eiríksson (Þ)
Hjörtur Hinriksson
Dagur Óli Davíðsson
Guðmundur Jón Viggósson
Vigdís Edda Friðriksdóttir
Brynjar Sigþórsson
Harpa Finnsdóttir

Gul spjöld:
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir ('23)
Thelma Lóa Hermannsdóttir ('78)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sanngjarn sigur FH hér í kvöld

Náðu að þétta vörnina í seinni en voru samt hættulega fram á við

Skýrsla og viðtöl á leiðinni
92. mín
355 áhorfendur hér í dag Vel mætt hér í kvöld
90. mín
4 í uppbót
90. mín MARK!
Ingibjörg Magnúsdóttir (FH)
Stoðsending: Valgerður Ósk Valsdóttir
Virkilega vel gert hjá Valgerði þetta með fullorðins bolta á Ingibjörgu sem á samt nóg eftir

Platar Bríeti upp úr skónum og klára svo snyrtilega með vinstri

Þetta var leikurinn
89. mín
Inn:Emelía Ósk Kruger (Þór/KA) Út:Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA)
86. mín
Maya með frían skalla Flott sending frá hægri frá Margréti Brynju og beint á Mayu.

Sú er ein inni í teig en skallar beint á Jessicu
85. mín
Inn:Hafrún Birna Helgadóttir (FH) Út:Thelma Lóa Hermannsdóttir (FH)
Það er klappað fyrir Thelmu og það skiljanlegt
83. mín
Ingibjörg með fína takta Flott tilþrif hjá ungu stelpunni inni í teig, snýr af sér nokkra varnarmenn gestanna.

En skotið fyrir rest er laust og auðvelt fyrir Jessicu í markinu
79. mín
Birna með hörkuskot Alls ekki galið færi, skýtur af 20 metra færi og rétt framhjá.

Efast um að Jessica hafi varið þennan
78. mín Gult spjald: Thelma Lóa Hermannsdóttir (FH)
77. mín
Hlutirnir gerast hratt í fótbolta Allt í einu er það Þór/KA sem er að sækja síðustu mínútur
75. mín
Inn:Bríet Fjóla Bjarnadóttir (Þór/KA) Út:Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
74. mín
Heimakonur með öll völd á vellinum Leikurinn er nánast bara spilaður á vallarhelmingi gestanna

FH vill gulltryggja sigurinn með varamarki
65. mín
Inn:Ingibjörg Magnúsdóttir (FH) Út:Thelma Karen Pálmadóttir (FH)
65. mín
Inn:Valgerður Ósk Valsdóttir (FH) Út:Elísa Lana Sigurjónsdóttir (FH)
58. mín MARK!
Thelma Lóa Hermannsdóttir (FH)
Stoðsending: Elísa Lana Sigurjónsdóttir
Þrenna Aftur er það Elísa og Thelma á ferðinni

Geggjuð sending frá Elísu sem sendir Thelma eina í gegn.

Færið er þröngt en afgreiðslan frábær, með vinstri stöngin inn

Þetta var afgreiðsla í lagi
58. mín
Skalli frá Söndru Aukaspyrna frá hægri sem Kimberley tekur og aftur er það Sandra sem nær fyrst til boltans.

En nær ekki að stýra honum í markið og boltinn yfir
56. mín
Inn:Margrét Brynja Kristinsdóttir (FH) Út:Harpa Helgadóttir (FH)
53. mín
Deja í fínu færi Aukaspyrna frá Andreu og boltinn beint á Deju sem rétt svo kemur við hann.

En skallinn þægilega framhjá
49. mín
Skemmtileg útfærsla hjá FH Aukaspyrna 40 metrum frá marki og Andrea gefur bara stutt á Elísu og leyfir henni að sýna takta inn í teig

En það endar með skoti í hliðarnetið
46. mín
Seinni hafinn Það eru norðankonur sem byrja með boltann

Endar þessi leikur 6-6?
45. mín
Inn:Amalía Árnadóttir (Þór/KA) Út:Sonja Björg Sigurðardóttir (Þór/KA)
45. mín
Inn:Ellie Rose Moreno (Þór/KA) Út:Angela Mary Helgadóttir (Þór/KA)
45. mín
Hálfleikur
Rosalegur fyrri hálfleikur að baki

Báðir þjálfarar þurfa að teikna upp varnarleik svo að stelpurnar sjái hvernig hann lítur út

Tökum okkur 15
45. mín
Langt skot frá Elísu Lönu Alveg 25 metra færi en þægilega framhjá

Alltaf hætta þegar Elísa Lana er með boltann
40. mín
Sandra í dauðafæri Aftur klaufaleg vörn í þetta skipti er það Birna sem nær ekki að hreins og Sandra kemst í boltann

Hörkuskot rétt fyrir utan teig og naumlega framhjá, þessi hefði steinlegið inni
37. mín
Inn:Bríet Jóhannsdóttir (Þór/KA) Út:Henríetta Ágústsdóttir (Þór/KA)
33. mín MARK!
Margrét Árnadóttir (Þór/KA)
Stoðsending: Hulda Ósk Jónsdóttir
Hvað er að gerast Aftur er það hörmulegur varnaleikur og ekki í fyrsta sinn í dag

Aftur er það aukaspyrnu frá miðjunni sem Hulda Björg neglir fram og ég veit ekki hvað Harpa Helga er að gera og boltinn fer svo af Huldu Ósk óvart.

Beint á Margréti sem á ekki í neinum vandræðum með að klára
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
31. mín MARK!
Thelma Lóa Hermannsdóttir (FH)
Stoðsending: Elísa Lana Sigurjónsdóttir
Þetta mark skrifast á Henríettu sem hættir að elta slaka sendingu frá Deju ætluð Thelmu Karen

Sú unga gefst ekki upp og nær boltanum á einhvern ótrúlega hátt.

Sending á Elísu Lönu sem á hörkuskot sem er jafnvel á leiðinni inn en Thelma Lóa tryggir markið 100%
26. mín MARK!
Maya Lauren Hansen (FH)
Stoðsending: Thelma Lóa Hermannsdóttir
Gestirnir sofandi Löng sending fyrir aftan miðju meðfram jörðinni og boltinn lekur í gegnum vörnina´

Maya Hansen er vel á verði og er sloppin ein í gegn og á ekki í neinum vandræðum með að setja boltann framhjá Jessicu í markin

Þetta er Rosalegur Leikur!!
25. mín MARK!
Sandra María Jessen (Þór/KA)
Stoðsending: Hulda Björg Hannesdóttir
Aukaspyrna frá miðjunni frá Huldu Björg sem sendir góðan bolta inn í teig

Þar stekkur Sandra María hæst og skallar yfir Macy, sláin inn

FH saknar greinilega Örnu, hún hefði komið í veg fyrir þetta mark
23. mín Gult spjald: Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (FH)
Fyrir mest lítið, hitt gula var miklu grófara
21. mín Gult spjald: Henríetta Ágústsdóttir (Þór/KA)
Glórulaus tækling aftan frá á Deju sem tekur nokkrar veltur.

Einhver tímann hefur maður séð rautt fyrir svona
21. mín
Fjórða hornspyrnan hjá Þór/KA í kvöld Dauðfæri hjá Sonju en boltinn ratar beint á kollinn á henni, fer af varnarmanni og aftur horn

FH nær að hreinsa frá

Greinilega lagt upp með að gefa hátt á Sonju sem er langhæsta konan að spila hér á vellinum
18. mín
Lið Þórs/KA Jessica
Angela - Hulda B - Agnes - Henríetta
Hulda Ó - Kimberley - Margrét - Karen
Sonja - Sandra
16. mín
Thelma Lóa í færi Nafna hennar Thelma Karen með flottan undirbúning frá hægri og gefur fyrir.

Boltinn fullkominn í skotfæri fyrir Thelma Lóu en skotið þægilega framhjá
13. mín MARK!
Sonja Björg Sigurðardóttir (Þór/KA)
Stoðsending: Hulda Ósk Jónsdóttir
Þetta var furðulegt mark

Hornspyrnan kemur og boltinn berst á Huldu fyrir rest sem á skalla að marki.

Macy ver hann og ég sá ekki betur að hún væri með 10 fingur á boltanum en Sonja fær að sparka boltanum úr höndunum á henni og í markið
11. mín MARK!
Thelma Lóa Hermannsdóttir (FH)
Stoðsending: Elísa Lana Sigurjónsdóttir
Virkilega vel gert hjá Elísu sem geysist upp hægra megin og fer framhjá vörn Þórs/KA

Lætur svo bara vaða fast niðri í vinstra hornið, Jessica ver en beint í fæturna á Thelmu Lóu sem rennir honum í netið
7. mín
Andrea Rán í fínu færi Góð fyrirgjöf þarna frá vinstri frá Elísu Lönu og beint á Andreu inni í teig

Sú nær skoti en það fer þægilega framhjá

Fyrsta færið í leiknum
4. mín
FH liðið Macey
Birna - Jónína - Katla - Harpa
Deja - Andrea
Thelma Karen - Thelma Lóa
Elísa Lana
Maya

Ég sé ekki betur en að Elísa Lana er í holunni fyrir aftan Mayu
2. mín
Kraftur í heimakonum Þær eru mættar til að sigra það sést, hátt tempó hér í byrjun og stýra leiknum
1. mín
Leikur hafinn
Það eru heimakonur sem sparka þessu af stað
Fyrir leik
Liðin eru að labba inná Það er hvasst í dag og rigningalegt að sjá

Stutt í fjörið
Fyrir leik
Breytingar Þór/KA Jóhann ákveður að gera engar breytingar á sínu liði og óbreytt lið frá tapleiknum á móti Val í síðustu umferð
Fyrir leik
Breytingar FH Guðni gerir eina breytingu frá sigurleiknum á móti FHL um helgina.

Inn í liðið keumur Harpa Helgadóttir og Valgerður Ósk Valsdóttir fer á bekkinn.
Fyrir leik
Spákona vikunnar Fótbolti.net leitaði til Guðnýjar Geirsdóttur markvarðar ÍBV sem troppir á toppi Lengjudeildar kvenna.
Hún spáir FH heimasigri og að sigurganga FH á Þór/KA haldi áfram.

FH 2 - 1 Þór/KA
Þetta verður leikur varnalínanna, verða þær on eða off? Þetta gæti orðið markaleikur en gæti líka dottið öðru hvoru megin undir lok leiks. Ég spái því að það verði jafntefli lengst af en að Risarnir taki þetta undir lokin.

Fyrir leik
Efnilegasti leikmaðurinn í deildinni Thelma Karen Pálmadóttir aðeins 17 ára gömul hefur farið á kostum í sumar og er gífurlega efnileg. Hún er búin að skora 4 mörk í sumar og þar að auki komið að mörgum öðrum mörkum frá sínum hægri kanti þar sem hún er illviðráðanleg.

Það eru flestir spekingar sammála um að Thelma er framtíðarlandsliðskona Íslands, ekki spurning um hvort heldur hvenær?

Fyrir leik
Fyrri viðureignir liðanna Þessi tvö lið hafa tvisvar sinnum mæst í sumar, einu sinni í Bestu deildinni og einu sinni í Mjólkurbikarnum.

Báðir leikirnar fóru fram í Boganum á Akureyri og FH vann báða þessa leiki nokkuð sannfærandi.

Leikurinn í 4. umferð Bestu deildarinnar endaði 0-3 fyrir FH þar sem Elísa Lana skoraði þriðja markið í leiknum.

Leikurinn í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins enda 1-3 fyrir FH og Elísa Lana skoraði aftur þriðja mark FH í leiknum.

Stelpurnar í Þór/KA hugsa eflaust með sér að þær þurfi að sýna það hér í kvöld að þær geta keppt við FH.

Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arna Eiríksdóttir fyrirliði FH og einn allra besti varnarmaðurinn í deildinni
Fyrir leik
Þór/KA Stelpurnar að norðan hafa verið í smá lægð undanfarna leiki og tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum.

Þær hafa lengst af verið mjög öruggar í 4. sæti deildarinnar en eru nú allt í einu komnar í hættu á að enda í neðstu fjórum sætunum.

Í síðustu umferð tapaði liðið 1-2 fyrir Val og hleypti Valskonum þar af leiðandi upp í jafnmörg stig en með betri markatölu.

Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Landsliðskonan Sandra María Jessen er markahæst í liðinu með 8 mörk í sumar
Fyrir leik
FH Stelpurnar í FH hafa komið skemmtilega á óvart í sumar og eru sem stendur í 2. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Þróttur en betri markatölu.

Í síðustu umferð fór liðið austur og sigraði botnlið FHL 2-0 en lengst af virtist stefna í jafntefli.

En þá tók Elísa Lana Sigurjónsdóttir málin í sínar hendur og setti tvö mörk á 78. og 82. mínútu leiks

En Elísa Lana er að sýna það og sanna í sumar að hún er einn allra besti miðjumaður landsins og leikmaður í Bestu ef út í það er farið.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísa Lana hefur skorað 5 mörk í Bestu deildinni í sumar
Fyrir leik
Dómarar í kvöld Guðmundur Páll Friðbertsson Dómari
Ásgeir Viktorsson Aðstoðardómari 1
Ingólfur Kristinn Magnússon Aðstoðardómari 2
Einar Örn Daníelsson Eftirlitsmaður
Óli Njáll Ingólfsson Varadómari

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Besta deildin heilsar Góðan dag kæru áhorfendur

Verið velkomin í beina textalýsingu þegar FH fær Þór/KA í heimsókn í 13. umferð Bestu deildar.

Leikurinn fer fram í Kaplakrika og hefst á slaginu 18

Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Byrjunarlið:
20. Jessica Grace Berlin (m)
2. Angela Mary Helgadóttir ('45)
8. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir
9. Karen María Sigurgeirsdóttir ('89)
10. Sandra María Jessen (f)
13. Sonja Björg Sigurðardóttir ('45)
14. Margrét Árnadóttir
19. Agnes Birta Stefánsdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir ('75)
24. Hulda Björg Hannesdóttir
27. Henríetta Ágústsdóttir ('37)
- Meðalaldur 24 ár

Varamenn:
4. Ellie Rose Moreno ('45)
7. Amalía Árnadóttir ('45)
17. Emelía Ósk Kruger ('89)
18. Bríet Jóhannsdóttir ('37)
21. Ísey Ragnarsdóttir
23. Bríet Fjóla Bjarnadóttir ('75)
- Meðalaldur 19 ár

Liðsstjórn:
Jóhann Kristinn Gunnarsson (Þ)
Lára Einarsdóttir
Harpa Jóhannsdóttir
Haraldur Ingólfsson
Krista Dís Kristinsdóttir
Kolfinna Eik Elínardóttir
Jóhann Hilmar Hreiðarsson
Eva Rut Ásþórsdóttir

Gul spjöld:
Henríetta Ágústsdóttir ('21)

Rauð spjöld: