Bayern hefur áhuga á Jackson - Isak ekki að fara að spila æfingaleiki - Höjlund á blaði Milan
   fös 08. ágúst 2025 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hlýtur að vera efnilegasti leikmaður Íslands um þessar mundir"
Kvenaboltinn
Thelma Karen í leik með FH í sumar.
Thelma Karen í leik með FH í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Thelma Karen Pálmadóttir hefur stórkostleg með FH í sumar. Hún hefur fimm sinnum í sumar verið í liði umferðarinnar hér á Fótbolta.net og er að blómstra í Kaplakrika.

Thelma Karen er aðeins 17 ára gömul og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér.

„Það hafa verið að koma ótrúlega góðir leikmenn upp (hjá FH)," sagði Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, við Fótbolta.net á dögunum og var svo spurð frekar út í Thelmu.

„Hún er að eiga svakalegt tímabil og hlýtur að vera efnilegasti leikmaður Íslands um þessar mundir."

„Að fylgjast með hennar þróun, hún spilaði fyrstu leikina fyrir tveimur og var pínulítil og frekar hrædd. Hún tekur núna leikinn til sín og tekur ábyrgð, það er frábært."

„Hún er orðin allt öðruvísi leikmaður en í fyrra. Hún er ótrúlega fljót en er komin með miklu fleiri vopn í sitt vopnabúr," sagði Arna.
Best í Mjólkurbikarnum: Með montréttinn heima fyrir
Athugasemdir
banner