
Fjölnir
0
0
Njarðvík

13.08.2025 - 18:30
Fjölnisvöllur
Lengjudeild karla
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Fjölnisvöllur
Lengjudeild karla
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Byrjunarlið:
Varamenn:
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Spámaðurinn
Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands tók að sér það verkefni að spá í leikina. Magnús er mikill fótboltaaðdáandi, stuðningsmaður ÍR og Liverpool.
Fjölnir 2 - 2 Njarðvík
Njarðvík hafa einfaldlega verið frábærir í sumar, vel þjálfað lið sem er rútínerað og ólseigt. Það er alvöru árangur að vera kominn til 13.ágúst inn í deildina án þess að hafa tapað leik, fengið á sig fæst mörk og skorað flest. Þeir eru þó jafnteflispésar og þegar við skoðum það að Grafarvogspiltar hafa gert jafntefli í þremur síðustu leikjum er þetta nokkuð skýrt. Njarðvík er núna á þeim stað að önnur lið elta þá en þeir ekki í því hlutverki. Það er annað dýr að eiga við og Fjölnismenn sýndu það í Breiðholtinu síðast að þar á bæ eru menn ákveðnir í að halda sætinu. Þarf ekki að koma neinum á óvart að Árni Steinn setur eitt fyrir þá og leggur annað upp. Svo munu St.Mirren klára kaupin á honum að tímabili loknu!

Fjölnir 2 - 2 Njarðvík
Njarðvík hafa einfaldlega verið frábærir í sumar, vel þjálfað lið sem er rútínerað og ólseigt. Það er alvöru árangur að vera kominn til 13.ágúst inn í deildina án þess að hafa tapað leik, fengið á sig fæst mörk og skorað flest. Þeir eru þó jafnteflispésar og þegar við skoðum það að Grafarvogspiltar hafa gert jafntefli í þremur síðustu leikjum er þetta nokkuð skýrt. Njarðvík er núna á þeim stað að önnur lið elta þá en þeir ekki í því hlutverki. Það er annað dýr að eiga við og Fjölnismenn sýndu það í Breiðholtinu síðast að þar á bæ eru menn ákveðnir í að halda sætinu. Þarf ekki að koma neinum á óvart að Árni Steinn setur eitt fyrir þá og leggur annað upp. Svo munu St.Mirren klára kaupin á honum að tímabili loknu!
Fyrir leik
Boð og bönn
Hjá Fjölni tekur Sölvi Sigmarsson út leikbann vegna 4 áminninga.
Hjá Njarðvíkingum tekur Arnleifur Hjörleifsson út leikbann vegna 4 áminninga.

Hjá Njarðvíkingum tekur Arnleifur Hjörleifsson út leikbann vegna 4 áminninga.

Fyrir leik
Fjölnir
Fjölnismenn hafa aðeins verið að kroppa í stig og eru taplausir í síðustu þremur leikjum sínum og hafa gert þrjú jafntefli. Í síðustu umferð gerðu þeir 3-3 jafntefli við ÍR sem hleypti Njarðvíkingum á toppinn.
Fjölnismenn hafa skorað 25 mörk í sumar og hafa þessi mörk raðast niður á:
Kristófer Dagur Arnarsson - 5 mörk
Bjarni Þór Hafstein - 5 mörk
Árni Steinn Sigurgeirsson - 4 mörk
Rafael Máni Þrastarson - 4 mörk
*Aðrir minna
Fjölnismenn hafa skorað 25 mörk í sumar og hafa þessi mörk raðast niður á:
Kristófer Dagur Arnarsson - 5 mörk
Bjarni Þór Hafstein - 5 mörk
Árni Steinn Sigurgeirsson - 4 mörk
Rafael Máni Þrastarson - 4 mörk
*Aðrir minna

Fyrir leik
Njarðvík
Njarðvíkingar náðu toppsætinu í síðustu umferð þegar þeir höfðu sigur gegn Selfyssingum suður með sjó og önnur úrslit féllu með þeim.
Njarðvíkingar hafa átt frábært sumar og hafa skorað mest allra liða og eru með bestu markatöluna. Njarðvíkingar hafa skorað 38 mörk og hafa þessi mörk raðast niður á:
Oumar Diouck - 10 mörk
Dominik Radic - 9 mörk
Valdimar Jóhannsson - 3 mörk
Tómas Bjarki Jónsson - 3 mörk
Arnleifur Hjörleifsson - 2 mörk
*Aðrir minna
Njarðvíkingar hafa átt frábært sumar og hafa skorað mest allra liða og eru með bestu markatöluna. Njarðvíkingar hafa skorað 38 mörk og hafa þessi mörk raðast niður á:
Oumar Diouck - 10 mörk
Dominik Radic - 9 mörk
Valdimar Jóhannsson - 3 mörk
Tómas Bjarki Jónsson - 3 mörk
Arnleifur Hjörleifsson - 2 mörk
*Aðrir minna

Fyrir leik
Twana verður á flautunni
Twana Khalid Ahmed fær það verkefni að halda utan um flatuna hér í kvöld og honum til aðstoðar verða Guðni Freyr Ingvason og Magnús Garðarsson.
Eftirlitsmaður KSÍ er Ásgrímur Helgi Einarsson.
Eftirlitsmaður KSÍ er Ásgrímur Helgi Einarsson.

Byrjunarlið:
Varamenn:
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld: