Maignan orðaður við Chelsea á ný - West Ham lítur í kringum sig eftir nýjum stjóra - Ensk stórlið vilja Bremer
Í BEINNI
Besta-deild karla - Efri hluti
Valur
LL 1
1
Breiðablik
Valur
1
1
Breiðablik
0-1 Höskuldur Gunnlaugsson '58 , víti
Tryggvi Hrafn Haraldsson '98 , víti 1-1
22.09.2025  -  19:15
N1-völlurinn Hlíðarenda
Besta-deild karla - Efri hluti
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Kristinn Jónsson
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
4. Markus Lund Nakkim
5. Birkir Heimisson
6. Bjarni Mark Duffield ('66)
8. Jónatan Ingi Jónsson
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('66)
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Albin Skoglund ('78)
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
17. Lúkas Logi Heimisson ('78)
20. Orri Sigurður Ómarsson
- Meðalaldur 29 ár

Varamenn:
25. Stefán Þór Ágústsson (m)
7. Aron Jóhannsson ('66)
11. Sigurður Egill Lárusson ('66)
13. Kristján Oddur Kristjánsson
16. Stefán Gísli Stefánsson
21. Jakob Franz Pálsson
22. Marius Lundemo ('78)
23. Adam Ægir Pálsson ('78)
33. Andi Hoti
- Meðalaldur 26 ár

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Patrick Pedersen
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Jóhann Emil Elíasson
Örn Erlingsson
Chris Brazell

Gul spjöld:
Markus Lund Nakkim ('56)

Rauð spjöld:
@karisnorra Kári Snorrason
Skýrslan: Flugeldasýning á Hlíðarenda
Hvað réði úrslitum?
Leikurinn var í járnum framan af, stórskemmtileg viðureign í alla staði. Mikið af færum og mikil dramatík. Blikar með yfirhöndina framan af leik en Valsmenn komu sér betur og betur inn í þetta. Bæði lið fengu mikið af færum en svo sem engin dauðafæri sem fóru forgörðum. Þegar á botninn er hvolft er jafntefli eflaust sanngjörn niðurstaða, en Blikar vissulega sitja með sárt ennið eftir að fá jöfnunarmarkið á sig á áttundu mínútu í uppbótartíma.
Bestu leikmenn
1. Kristinn Jónsson
Erfitt að finna einhvern einn sem stendur upp úr. Kristinn stóð sig með prýði í liði Breiðabliks og var góður bæði varnar- og sóknarlega.
2. Ögmundur Kristinsson
Fyrsti leikur í deild eftir rúmlega árs fjarveru. Stóð sig vel og var traustur þrátt fyrir ekkert leikform. Byrjaði þó brösulega og hefði getað fengið sprellimark á sig eftir nokkra mínútna leik en allt kom fyrir ekki og hann fær þessa tilnefningu.
Atvikið
Vítaspyrnudómurinn undir lok leiks er auðvitað stóra atvik leiksins. Það er þó vert að nefna partýið hjá Kópacabana, stuðningsmannasveit Breiðabliks. Þeir sprengdu gígantískar konfettísprengjur í þrígang og glimmer út um alla stúku og inn á völl. Þá voru jafnframt sprengdir flugeldar í upphafi leiks, sem er nú alltaf skemmtilegt.
Hvað þýða úrslitin?
Víkingur færist nær Íslandsmeistaratitilinum. Bæði Valur og Stjarnan eru fjórum stigum frá Víkingi nú þegar fjórar umferðir eru eftir. Breiðablik er sex stigum frá Evrópusæti og þurfa að knýja fram sigra í komandi leikjum til að eiga möguleika á áframhaldandi veru í Evrópukeppnum.
Vondur dagur
Markus Nakkim gerðist sekur um slæm mistök þegar hann renndi sér í teig Valsmanna og braut á Tobias Thomsen. Algjör óþarfi að renna sér niður og að eiga í hættu á að fá víti á sig.
Dómarinn - 5
Vilhjálmur heilt yfir flottur í leiknum. Gerði vel í vítaspyrnudóminum á Val, fannst það galið í fyrstu en var laukrétt. Hann gerist þó sekur um slæm mistök í aðdraganda vítaspyrnudómsins á Breiðablik. Hólmar Örn greinilega slær í boltann og þaðan fer hann í Valgeir og í hornspyrnu sem dómurinn kemur upp úr. Að hafa misst af þessu reyndist Blikum ansi dýrt og gæti kostað þá Evrópusætið þegar á hólminn er komið.
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
9. Óli Valur Ómarsson ('88)
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
17. Valgeir Valgeirsson
19. Kristinn Jónsson ('84)
21. Viktor Örn Margeirsson
23. Kristófer Ingi Kristinsson
44. Damir Muminovic
77. Tobias Thomsen
- Meðalaldur 29 ár

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
4. Ásgeir Helgi Orrason ('84)
6. Arnór Gauti Jónsson ('88)
28. Birkir Þorsteinsson
29. Gabríel Snær Hallsson
31. Gunnleifur Orri Gunnleifsson
33. Gylfi Berg Snæhólm
39. Breki Freyr Ágústsson
99. Guðmundur Magnússon
- Meðalaldur 21 ár

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Særún Jónsdóttir
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson
Brynjar Dagur Sighvatsson
Dagur Elís Gíslason

Gul spjöld:
Halldór Árnason ('59)
Tobias Thomsen ('99)

Rauð spjöld: