Maignan orðaður við Chelsea á ný - West Ham lítur í kringum sig eftir nýjum stjóra - Ensk stórlið vilja Bremer
   mán 22. september 2025 10:05
Elvar Geir Magnússon
Maignan orðaður við Chelsea á ný - Ensk stórlið vilja Bremer
Powerade
Mike Maignan,
Mike Maignan,
Mynd: EPA
Graham Potter.
Graham Potter.
Mynd: EPA
Velkomin með okkur í slúðurpakkann á mánudegi. Markvarðarmál Chelsea og stjóramál West Ham er meðal þess sem kemur við sögu í pakka dagsins.

Chelsea gæti reynt við franska markvörðinn Mike Maignan (30) hjá AC Milan í næsta glugga eftir frammistöðu Robert Sanchez um helgina. Samningur Maignan við Milan rennur út næsta sumar en hann var orðaður við Chelsea í síðasta glugga. (Daily Express)

Fabian Hurzeler, stjóri Brighton, hvetur miðjumanninn Calos Baleba (21) til að halda sér á jörðinni en Manchester United hefur sýnt honum áhuga. (Daily Mirror)

Everton íhugar að semja við Sergio Reguilon (28) sem er án félags. Þessi fyrrum bakvörður Tottenham vill þó helst fara heim í spænska boltann. (Football Insider)

Svissneski kantmaðurinn Ruben Vargas (27) hjá Sevilla er áfram á blaði Tottenham en það er hinsvegar í forgangi hjá Thomas Frank að fá inn miðjumann. (Football Insider)

West Ham er farið að líta í kringum sig eftir nýjum stjóra eftir að Graham Potter tapaði gegn Crystal Palace um helgina. (Sky Sports)

Liverpool, Manchester United og Chelsea hafa öll áhuga á brasilíska varnarmanninum Gleison Bremer (28) hjá Juventus. (Teamtalk)

Crystal Palace ætlar að neita öllum tilboðum í enska miðjumanninn Adam Wharton (21) í janúarglugganum. Liverpool og Real Madrid hafa áhuga á honum. (Football Insider)

Franski varnarmaðurinn Dayot Upamecano (26) er með augastað á Real Madrid þegar samningur hans við Bayern München rennur út næsta sumar. (Marca)

Tottenham hefur áhuga á að kaupa Joao Palhinha (30) í janúar en portúgalski miðjumaðurinn er á láni hjá Spurs frá Bayern München. (TBR)
Athugasemdir
banner