Lengjudeild karla - Umspil
Keflavík

67'
3
0
0

Besta-deild karla - Neðri hluti
ÍA

LL
3
2
2

Besta-deild karla - Efri hluti
FH

LL
1
1
1


FH
1
1
Breiðablik

Tómas Orri Róbertsson
'56
1-0
1-1
Guðmundur Magnússon
'88
Mathias Rosenörn
'89

27.09.2025 - 14:00
Kaplakrikavöllur
Besta-deild karla - Efri hluti
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Áhorfendur: 337
Kaplakrikavöllur
Besta-deild karla - Efri hluti
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Áhorfendur: 337
Byrjunarlið:
13. Mathias Rosenörn (m)

2. Birkir Valur Jónsson
4. Ahmad Faqa
7. Kjartan Kári Halldórsson
9. Sigurður Bjartur Hallsson
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
('81)

16. Bjarni Guðjón Brynjólfsson
('72)

21. Böðvar Böðvarsson
('68)

22. Ísak Óli Ólafsson
23. Tómas Orri Róbertsson


37. Baldur Kári Helgason
- Meðalaldur 26 ár
Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
11. Bragi Karl Bjarkason
('72)

18. Einar Karl Ingvarsson
('81)

27. Jóhann Ægir Arnarsson
32. Aron Daði Svavarsson
34. Óttar Uni Steinbjörnsson
35. Allan Purisevic
38. Arngrímur Bjartur Guðmundsson
('68)
- Meðalaldur 22 ár

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)

Emil Pálsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Guðmundur Jón Viggósson
Andres Nieto Palma
Kjartan Henry Finnbogason
Benjamin Gordon Mackenzie
Gul spjöld:
Tómas Orri Róbertsson ('7)
Heimir Guðjónsson ('45)
Rauð spjöld:
Mathias Rosenörn ('89)
Leik lokið!
Þessu lýkur með jafntefli. Sigurður Bjartur kom í rammann hér undir lokin og gerði vel. Evrópudraumar Blika að fjara út.
Viðtöl og skýrsla síðar í dag.
Viðtöl og skýrsla síðar í dag.
97. mín
Sigurður Bjartur ver!
Kristinn Jónsson með skot úr teignum, nokkuð beint á Sigga sem grípur þetta!
94. mín
Smá darraðadans í teig FH en Sigurður Bjartur mættur og handsamar þetta. Seigur!
93. mín
Rosenorn var kominn með gult spjald fyrr í leiknum sem hefur farið framhjá mér. Fékk sitt seinna gula fyrir að láta ekki boltann frá sér eftir markið.
89. mín
Rautt spjald: Mathias Rosenörn (FH)

Mathias Rosenörn fær hér rautt spjald í kjölfarið á markinu. Ekki alveg klár á því fyrir hvað. FH búnir með skiptingar og Sigurður Bjartur klárar leikinn í rammanum.
88. mín
MARK!

Guðmundur Magnússon (Breiðablik)
Stoðsending: Kristinn Jónsson
Stoðsending: Kristinn Jónsson
Blikar jafna!
Frábær fyrirgjöf frá Kristni Jónssyni sem Gummi Magg stýrir í fjærhornið.
Allt jafnt í Krikanum.
Allt jafnt í Krikanum.
82. mín
Þvílíkt skot!
Anton Logi með frábært skot hér langt fyrir utan teig en Mathias ver á ótrúlegan hátt upp við samskeytin!
81. mín

Inn:Einar Karl Ingvarsson (FH)
Út:Björn Daníel Sverrisson (FH)
Fyrirliðinn af velli
79. mín

Inn:Guðmundur Magnússon (Breiðablik)
Út:Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik)
Fyrsti leikur Þorleifs fyrir Blika.
79. mín

Inn:Þorleifur Úlfarsson (Breiðablik)
Út:Tobias Thomsen (Breiðablik)
Fyrsti leikur Þorleifs fyrir Blika.
76. mín
Vel varið Anton!
Arngrímur Bjartur kemur með fyrirgjöfina, Sigurður Bjartur dettur en nær þó boltanum og stendur upp og er þá einn gegn Antoni sem ver.
74. mín
Það verður að segjast að maður fær það ekki á tilfinninguna að Blikar jafni þennan leik.
72. mín

Inn:Bragi Karl Bjarkason (FH)
Út:Bjarni Guðjón Brynjólfsson (FH)
Breiðhyltingurinn knái mættur til leiks.
70. mín
Kjartan Kári með skemmtilegan sprett upp vinstri kantinn en missir boltann of langt frá sér í markspyrnu.
65. mín

Inn:Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik)
Út:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
Fyrsti leikur Antons Loga í tvo mánuði.
65. mín

Inn:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
Út:Óli Valur Ómarsson (Breiðablik)
Fyrsti leikur Antons Loga í tvo mánuði.
65. mín
Sigurður Bjartur kominn einn í gegn en frekar ósannfærandi hjá honum og Anton Ari handsmaar boltann.
56. mín
MARK!

Tómas Orri Róbertsson (FH)
1-0 FH!
Baldur Kári gerir vel að koma boltanum inn á teiginn þar sem Kjartan Kári og Tómas Orri reyna báðir að spyrna knettinum. Tómas Orri nær því og setur hann óverjandi í hornið.
54. mín

Inn:Arnór Gauti Jónsson (Breiðablik)
Út:Valgeir Valgeirsson (Breiðablik)
Fyrsta skipting leiksins.
51. mín
Sigurður Bjartur fer niður í teignum og FH-ingar í stúkunni heimta víti. Mér fannst ekkert í þessu og Twana er sammála því.
47. mín
Tobias Thomsen fær boltann í góðri stöðu eftir undirbúning Ágústs Orra en skotið hátt yfir.
45. mín
Hálfleikur
Twana flautar til hálfleiks. FH verið sterkari aðilinn en ekki náð að nýta sín færi. Komum aftur að vörmu spori.
45. mín
Kjartan Kári með frábæra fyrirgjöf á kollinn á Sigurði Bjarti sem á góðan skalla sem Anton ver vel.
45. mín
Kjartan Kári enn og aftur líflegur á vinstri kantinum, á hér skot í varnarmann og rétt framhjá.
35. mín
Kjartan Kári með hornspyrnu sem Ísak Óli skallar í stöngina. FH-ingar sprækari þessa stundina.

Er kominn tími á pizzu?
Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
27. mín
Kristinn Jónsson með aukaspyrnu úti vinstra meginn, boltinn beint á kollinn á Damir sem á góðan skalla sem Mathias ver vel.
25. mín
Kjartan Kári í mikili baráttu hér úti á vinstri kanti, hann og varnarmenn Breiðabliks í kröppum dansi og menn detta hvern um annan. Boltinn berst svo á Tómas Orra sem á skot í varnarmann og aftur fyrir.
21. mín
Óli Valur!
Ágúst Orri rétt kominn inn á teiginn og kemur með boltann fyrir á Óla Val sem er með opið mark fyrir framan sig en tekst ekki að stýra þessu á markið.
Böðvar gæti mögulega hafa fipað hann eitthvað þarna
Böðvar gæti mögulega hafa fipað hann eitthvað þarna
16. mín
Dauðafæri!
Kjartan Kári kemur með frábæra sendingu inn á teiginn þar sem Böðvar fær boltann og á betur í baráttu við varnarmann. Er einn gegn Antoni en skýtur himinhátt yfir.
11. mín
Björn Daníel með frábæra sendingu upp kantinn á Kjartan Kára sem keyrir að marki og á skot í varnamrann og rétt yfir.
7. mín
Gult spjald: Tómas Orri Róbertsson (FH)

Fær boltann í höndina og stoppar þar með skyndisókn Blika.
2. mín
Sigurður Bjartur!
Hvað ertu að gera drengur?
Hérna sloppinn algjörlega einn í gegn, í lófa lagið að skjóta bara á markið, hann ákveður hinsvegar að senda boltann, vandamálið er að það var enginn FH-ingur með honum.
Þarna átti hann að skora fyrsta markið.
Hérna sloppinn algjörlega einn í gegn, í lófa lagið að skjóta bara á markið, hann ákveður hinsvegar að senda boltann, vandamálið er að það var enginn FH-ingur með honum.
Þarna átti hann að skora fyrsta markið.
Fyrir leik
Leikur sem erfitt er að spá hvernig fari og þá er skemmtilegt að kíkja á leikmannaveðmálin. Ahmed Faqa er á stuðlinum 4 á að fá spjald og stuðullinn 5 á að Óli Valur skorar í dag á Epic
Fyrir leik
Dóri Gylfa spáir
Halldór Gylfason tók að sér það verkefni að spá í leiki umferðarinnar. Hann spáir sigri FH.
FH 3 - 1 Breiðablik (14:00 á morgun)
FH á grasi og Breiðablik í brasi. Heimir verður áfram í Krikanum og Venni í Dalnum. Málið dautt.
FH 3 - 1 Breiðablik (14:00 á morgun)
FH á grasi og Breiðablik í brasi. Heimir verður áfram í Krikanum og Venni í Dalnum. Málið dautt.

Fyrir leik
FH
FH hefur upp á voða lítið að keppa. Liðið er í 5. sæti deildarinnar og vonin um Evrópusæti er úti. Það er þó eflaust gulrót fyrir liðið að reyna að sleppa við það að tapa hér í Krikanum, þar sem liðið hefur enn ekki tapað leik á tímabilinu.
Síðustu daga hafa farið af stað háværar sögusagnir þess efnis að tíma Heimis Guðjónssonar í krikanum sé lokið. Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar, er sagður vera að taka við stjórnartaumunum.
Síðustu daga hafa farið af stað háværar sögusagnir þess efnis að tíma Heimis Guðjónssonar í krikanum sé lokið. Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar, er sagður vera að taka við stjórnartaumunum.

Fyrir leik
Breiðablik
Það er heldur betur þungt yfir hjá Breiðabliki. Liðið hefur ekki unnið deildarleik frá því 19. júlí síðastliðinn og keppast stuðningsmenn liðsins nú við það að gagrýni spilamennsku liðsins.
Í síðasta leik mætti liðið í heimsókn á Hlíðarenda og gerði þar 1-1 jafntefli eftir að Valsmenn jöfnuðu úr vítaspyrnu í lokinn í kjölfar afar áhugaverðrðar atburðarásar. Það var þó kraftur í Blikum í þeim leik og mögulega eru þeir því að ná vopnum sínum að nýju.
Í síðasta leik mætti liðið í heimsókn á Hlíðarenda og gerði þar 1-1 jafntefli eftir að Valsmenn jöfnuðu úr vítaspyrnu í lokinn í kjölfar afar áhugaverðrðar atburðarásar. Það var þó kraftur í Blikum í þeim leik og mögulega eru þeir því að ná vopnum sínum að nýju.

Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
('65)

9. Óli Valur Ómarsson
('65)


15. Ágúst Orri Þorsteinsson
17. Valgeir Valgeirsson
('54)

19. Kristinn Jónsson
21. Viktor Örn Margeirsson
23. Kristófer Ingi Kristinsson
('79)

44. Damir Muminovic
77. Tobias Thomsen
('79)
- Meðalaldur 29 ár

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
4. Ásgeir Helgi Orrason
6. Arnór Gauti Jónsson
('54)

10. Kristinn Steindórsson
('65)

13. Anton Logi Lúðvíksson
('65)

29. Gabríel Snær Hallsson
31. Gunnleifur Orri Gunnleifsson
45. Þorleifur Úlfarsson
('79)

99. Guðmundur Magnússon
('79)
- Meðalaldur 24 ár


Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Særún Jónsdóttir
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson
Brynjar Dagur Sighvatsson
Dagur Elís Gíslason
Gul spjöld:
Óli Valur Ómarsson ('32)
Rauð spjöld: