
Real Madrid ætlar að sækja annan leikmann á frjálsri sölu frá Liverpool, Aston Villa skoðar framherja Sunderland og þá er Crystal Palace að búast við öðru tilboði frá Liverpool í Marc Guehi í janúar. Þetta og margt fleira má finna í Powerade-slúðurpakka dagsins.
Real Madrid fylgst grannt með samningaviðræðum franska varnarmannsins Ibrahima Konate (26) við Liverpool, en Madrídingar horfa í það að fá hann á frjálsri sölu þegar samningur hans rennur út á næsta ári. (ESPN)
Enski varnarmaðurinn John Stones (31) er á leið í samningaviðræður við Manchester City, en núgildandi samningur hans rennur út á næsta ári. (Mirror)
Aston Villa er að íhuga að leggja fram tilboð í Wilson Isidor (25), framherja Sunderland, í janúar. (Football Insider)
Crystal Palace er að búast við því að Liverpool reyni aftur við enska varnarmanninn Marc Guehi (25) í janúar eftir að ítalski miðvörðurinn Giovanni Leoni (18) sleit krossband í fyrsta leik sínum með Englandsmeisturunum á dögunum. (TBR)
Liverpool er einnig að fylgjast með stöðu úrúgvæska miðvarðarins Ronald Araujo (26), sem er á mála hjá Barcelona á Spáni. (Caught Offside)
Juventus vill selja framherjann Dusan Vlahovic (25) í janúar í stað þess að missa hann frítt næsta sumar. (Gazzetta dello Sport)
Manchester City er að skoða þann möguleika að fá Warren Zaire-Emery (19), miðjumann Paris Saint-Germain. (Jeunes Footeux)
Chelsea er að skoða markmannamálin og gæti farið svo að spænski markvörðurinn Robert Sanchez (27) verði seldur í lok tímabils. (Fichajes)
Enski miðjumaðurinn Morgan Rogers (23) hefur opnað viðræður við Aston Villa um framlengingu á samningi sínum, en þetta kemur í kjölfarið af áhuga fjölmargra félaga úr ensku úrvalsdeildinni. (Football Insider)
Nottingham Forest hefur tjáð Manchester United, Tottenham, Newcastle og Liverpool að enski miðjumaðurinn Elliot Anderson (22) sé ekki til sölu. (TBR)
Athugasemdir