Efasemdir um Konate - Liverpool með Lacroix á blaði - Man Utd vill Úkraínumann
Í BEINNI
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Breiðablik
LL 3
2
Víkingur R.
Breiðablik
3
2
Víkingur R.
0-1 Linda Líf Boama '6
Birta Georgsdóttir '29 1-1
1-2 Kristín Erla Ó Johnson '31
Birta Georgsdóttir '34 2-2
Berglind Björg Þorvaldsdóttir '51 3-2
03.10.2025  -  18:00
Kópavogsvöllur
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Aðstæður: Eins og best er á kosið miðað við árstíma
Dómari: Þorfinnur Gústaf Þorfinnsson
Áhorfendur: 523
Byrjunarlið:
12. Katherine Devine (m)
5. Samantha Rose Smith
7. Agla María Albertsdóttir (f)
8. Heiða Ragney Viðarsdóttir
11. Andrea Rut Bjarnadóttir ('64)
17. Karitas Tómasdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
22. Heiðdís Lillýardóttir
23. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('84)
27. Barbára Sól Gísladóttir
28. Birta Georgsdóttir ('94)
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
1. Herdís Halla Guðbjartsdóttir (m)
35. Kyla Elizabeth Burns (m)
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir ('64)
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
24. Helga Rut Einarsdóttir ('94)
26. Líf Joostdóttir van Bemmel
29. Sunna Rún Sigurðardóttir
30. Edith Kristín Kristjánsdóttir ('84)
40. Lilja Þórdís Guðjónsdóttir
- Meðalaldur 19 ár

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Elín Helena Karlsdóttir
Bjarki Sigmundsson
Edda Garðarsdóttir
Sævar Örn Ingólfsson
Valdimar Valdimarsson
Eiríkur Raphael Elvy
Eyrún Ingadóttir

Gul spjöld:
Barbára Sól Gísladóttir ('41)
Heiða Ragney Viðarsdóttir ('66)

Rauð spjöld:
@gummi_aa Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skýrslan: Breiðablik er Íslandsmeistari 2025 (Staðfest)
Hvað réði úrslitum?
Það var bara kominn tími á það að Breiðablik myndi tryggja sér titilinn og maður hafði það á tilfinningunni allan leikinn að það myndi gerast, jafnvel þó svo að Víkingar kæmust tvisvar yfir. Blikaliðið var betra liðið lengst af og vann verðskuldaðan sigur að lokum sem tryggði þeim verðskuldaðan Íslandsmeistaratitil.
Bestu leikmenn
1. Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
Hefur verið stórkostleg í sumar og gerir sterkt tilkall í það að vera besti leikmaður mótsins. Skoraði tvö mörk og var stórhættuleg í sóknarleik Blika.
2. Samantha Smith (Breiðablik)
Keyrði sóknarleik Breiðabliks áfram. Það var mikill kraftur í henni í kvöld og hún ætlaði sér að vinna þennan leik. Maður hugsar að hún sé ekkert að eiga það sérstakt tímabil út frá því hversu ótrúleg hún var í fyrra en það er bara bull. Hún er búin að vera frábær í sumar.
Atvikið
Það er auðvitað bara sigurmarkið sem Berglind Björg skorar. Auðvitað var það hún líka, markadrottningin. Og svo fagnaðarlætin eftir leik þegar flugeldum var skotið á loft. Skemmtilegt.
Hvað þýða úrslitin?
Breiðablik er Íslandsmeistari 2025, annað árið í röð sem þær vinna þennan titil. Ekki nóg með það, þá eru þær líka bikarmeistarar. Langbesta lið landsins. Víkingar geta horft jákvæðum augum á þennan leik en þær eru að berjast um fjórða sætið.
Vondur dagur
Ashley Jordan Clark fékk dauðafæri undir lokin til að jafna metin en tókst ekki að skora. Þetta var ekki alveg hennar dagur fyrir framan markið. Mér fannst líka Bergdís Sveinsdóttir ekki alveg finna taktinn en ef hún hefði gert það, þá hefði þessi leikur mögulega endað öðruvísi.
Dómarinn - 8
Mér fannst dómarateymið bara dæma þennan leik vel. Ekkert brjálæðislega stórar ákvarðanir sem þurfti að taka en þau voru með góð tök að mínu mati.
Byrjunarlið:
30. Eva Ýr Helgadóttir (m)
2. Gígja Valgerður Harðardóttir (f)
3. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir ('92)
5. Emma Steinsen Jónsdóttir ('92)
7. Dagný Rún Pétursdóttir ('63)
13. Linda Líf Boama
18. Kristín Erla Ó Johnson ('88)
20. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir
24. Ashley Jordan Clark
26. Bergdís Sveinsdóttir
27. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
31. Ásta Sylvía Jóhannsdóttir (m)
4. Erla Karitas Bl Gunnlaugsdóttir
9. Freyja Stefánsdóttir ('63)
16. Jóhanna Elín Halldórsdóttir ('92)
22. Birgitta Rún Yngvadóttir
28. Rakel Sigurðardóttir ('88)
34. Anika Jóna Jónsdóttir ('92)
35. Arna Ísold Stefánsdóttir
- Meðalaldur 17 ár

Liðsstjórn:
Einar Guðnason (Þ)
Jón Páll Pálmason (Þ)
Lisbeth Borg
Birta Birgisdóttir
Númi Már Atlason
Mikael Uni Karlsson Brune
Shaina Faiena Ashouri
Ingólfur Orri Gústafsson

Gul spjöld:
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('77)

Rauð spjöld: