Efasemdir um Konate - Liverpool með Lacroix á blaði - Man Utd vill Úkraínumann
   fös 03. október 2025 08:35
Elvar Geir Magnússon
Efasemdir um Konate - Man Utd vill Úkraínumann
Powerade
Ibrahima Konate.
Ibrahima Konate.
Mynd: EPA
Yehor Yarmolyuk.
Yehor Yarmolyuk.
Mynd: EPA
Gleðilegan föstudag. Það er komið að slúðrinu í boði Powerade. Njótið helgarinnar, það er síðasta helgin áður en kemur að landsleikjaglugga.

Áhugi Real Madrid á franska varnarmanninum Ibrahima Konate (26), sem verður samningslaus hjá Liverpool næsta sumar, hefur minnkað. Óstöðug frammistaða Konate hefur vakið upp efasemdir um hann hjá Madrídarfélaginu. (Fichajes)

Ef Liverpool fær ekki enska varnarmanninn Marc Guehi (25) frá Crystal Palace gæti félagið reynt við liðsfélaga hans, franska miðvörðinn Maxence Lacroix (25) í staðinn. (Football Insider)

Úkraínski varnartengiliðurinn Yehor Yarmolyuk (21) hjá Brentford er kominn á óskalista Manchester United. (Caughtoffside)

Sóknarmaðurinn Joshua Zirkzee (24) hjá Manchester United er enn á óskalistum Juventus og AC Milan. Þá hefur Como áhuga á að fá hollenska landsliðsmanninn, sem er ekki í náðinni á Old Trafford. (ESPN)

Manchester United hefur tryggt sér kólumbíska miðjumanninn Cristian Orozco (17) frá Fortaleza í Bógóta. (Fabrizio Romano)

Tottenham og Manchester United eru á undan Fulham í baráttunni um enska miðjumanninn Hayden Hackney (23) hjá Middlesbrough. (Teamtalk)

Newcastle hefur áhuga á spænska sóknarmiðjumanninum Oihan Sancet (25) hjá Athletic Bilbao. (Mundo Deportivo)

Real Madrid hefur áhuga á franska miðjumanninum Warren Zaire-Emery (19) hjá Paris St-Germain og spænska miðjumanninum Rodri (29) hjá Manchester City. (Fichajes)

Arsenal, Manchester City, Real Madrid og Barcelona eru meðal stórra félaga sem fylgjast grannt með mexíkóska sóknarmiðjumanninum Gilberto Mora (16) hjá Club Tijuana. (Teamtalk)

Ekki er búist við því að ítalski varnarmaðurinn Giovanni Leoni (18) hjá Liverpool snúi aftur fyrr en í lok árs 2026 en hann sleit krossband og gekkst undir aðgerð. (Mail)

Þolinmæði Erling Haaland (25) vegna vandræða Manchester City er að þverra rátt fyrir að hafa gert risasamning við félagið til 2034. (Star)

Jörg Schmadtke, fyrrum yfirmaður fótboltamála hjá Liverpool, er líklegur til að taka að sér sama starf hjá Borussia Mönchengladbach. (Kicker)

Phil Foden (25), miðjumaður Manchester City, verður líklega valinn í enska landsliðshópinn en ekki er pláss fyrir Jack Grealish (30) sem hefur spilað vel á láni hjá Everton frá City. (Guardian)
Athugasemdir
banner