Efasemdir um Konate - Liverpool með Lacroix á blaði - Man Utd vill Úkraínumann
Valur
0
0
Stjarnan
04.10.2025  -  20:00
N1-völlurinn Hlíðarenda
Besta-deild karla - Efri hluti
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Spámaðurinn Brynjar Kristmunds spáir fullu húsi stiga Stjörnunnar gegn Val þetta tímabilið í Bestu Deild Karla.

Valur 1-2 Stjarnan
Stjarnan tekur sigur á Hlíðarenda og kemur sér aftur inn í toppbaráttuna. Örvar mun nýta hraða sinn og kraft og skora og leggja upp fyrir Andra Rúnar. Tryggvi Hrafn setur eitt beint úr aukaspyrnu en það dugar ekki til og Valsmenn stimpla sig endanlegs úr kapphlaupinu um titilinn.

Fyrir leik
Einvígi liða kvöldsins Valur og Stjarnan hafa spilað þrisvar móti hvor öðrum á þessu tímabili, tvisvar í deild og þau mættust síðan í undanúrslita leik Mjólkurbikarins.

Undanúrslitaleikurinn fór 3-1 fyrir Val en aðra sögu er að segja um leiki liðanna í Bestu Deildinni.

Fyrri leikurinn var fjörugur, Jóhann Árni, Emil Atla og Guðmundur Baldvin skoruðu mörk Stjörnunnar og því dugði tvenna Patrick Pedersen ekki til, Bjarni Mark fékk síðan að líta beint rautt í leiknum.



Seinni leikurinn skilaði Stjörnunni aftur þrjú stigin en þar voru Andri Rúnar og Örvar Eggerts í markaskónum. Lúkas Logi skoraði eina mark Vals. Samúel Kári fékk annað gula spjaldið sitt í leiknum á 90.mínútu en gestirnir þraukuðu uppbótina af manni færri.
Fyrir leik
Stjarnan Eins mikið og gleðin ríkti í Garðabæ var fljót að slokkna undan henni. Tap í síðustu umferð gegn Víking í hörkuleikur sem endaði með marki frá gestunum á 90+6 mín leiks.
Liðið hafði ekki tapað leik síðan 14.júlí og þá 1-0 tap fyrir ÍBV í Eyjum. Tapið gegn Víking hefur þó að öllum líkindum slökkt á titilvonum liðsins og þjálfari Stjörnunnar, Jökull Elísabetarson óskaði Víking einfaldlega til hamingju með titilinn eftir leikinn.
Það er samt Evrópusæti sem þarf að klára og sigur í kvöld getur farið langt með það.



Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Valur Það er ekki bjart yfir Völsurum um þessar mundir, þreytandi úrslit og stigasöfnunin ekki verið góð. Vantar hefur upp á markaskorar og köll frá allskonar áttum um hvort menn ætli ekki að stíga upp eftir meiðsli Patricks Pedersen. Einnig hefur verið rætt uim Túfa þjálfara Vals og spurningar um framtíð hans hjá félaginu eftir tímabilið kastað í kosmósið.



Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Staða liðanna Bæði lið eru á mjög svipuðu róli í töflunni og eftir skiptingu hafa leikirnir hjá Val og Stjörnunni farið svipað.

Fyrstu umferðinni gerðu liðin jafntefli, Valur 1-1 við Breiðablik og Stjarnan 0-0 við FH-inga.
Önnur umferðin varð ekki skárri, 2-0 tap Vals gegn Fram og Stjarnan tapaði dýrmætum leik gegn Víking R. 3-2.

Valur er fyrir ofan Stjörnuna á markatölu en liðin eru með 41 stig.
Bæði með 12 sigra, 5 jafntefli og 7 töp.
Markatala Vals er +16 gegn +7 hjá Stjörnunni.

Þó að titilvonir beggja liða eru daufar þá vilja eflaust bæði lið klára sín Evrópusæti, þau eru með Breiðablik á eftir sér fjórum stigum eftir og Víkingar eru nokkuð þæginlega á toppnum eins og er. Sjö stigum frá liðum kvöldsins fyrir þessa umferð.
Fyrir leik
Dómarateymið Á flautunni í kvöld er Helgi Mikael Jónasson.
Aðstoðardómarar eru Egill Guðvarður Guðlaugsson og Eysteinn Hrafnkelsson.
Viðar Helgason er eftirlitsmaður og Pétur Guðmundsson varadómari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Heilsum frá Hlíðarenda Góða kvöldið, það er textalýsingin í kvöld og ætlum við að fylgjast með leik Vals og Stjörnunnar.
Leikurinn fer af stað 20:00
Annað og þriðja sætið að mætast í þriðju síðustu umferð Bestu Deildar Karla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: