„Ég las grein á fram.is eftir besta penna landsins Stefán Pálsson og hann nefndi réttilega að það sást ekki hvort liðið væri enn í séns að vinna Íslandsmeistaratitil og hvaða lið hafði að engu að keppa. Fram mætir í þetta eins og liðið hafi að öllu að keppa," segir Valur Gunnarsson í Innkastinu þar sem fjallað var um 2-0 sigur Vals gegn Fram um liðna helgi.
Valsmenn stimpluðu sig út úr titilbaráttunni eftir þetta tap en þeir hafa bara unnið einn af síðustu sex leikjum.
Valsmenn stimpluðu sig út úr titilbaráttunni eftir þetta tap en þeir hafa bara unnið einn af síðustu sex leikjum.
Lestu um leikinn: Fram 2 - 0 Valur
„Valur er ekki með neinn senter, Tryggvi (Hrafn Haraldsson) týnist þarna frammi, þeir taka einn af sínum bestu leikmönnum af kantinum og henda honum fram þar sem hann týnist. Þeir eru bara bitlausir," segir Valur.
„Jónatan Ingi Jónsson sem var um tíma besti leikmaður deildarinnar fyrr í sumar hefur í raun slökkt á sér," bætir Elvar Geir Magnússon við og Valur segir:
„Jónatan hefur verið ósýnilegur í ansi langan tíma og það er sorglegt því að á sínum degi er hann einn allra skemmtilegasti leikmaðurinn í deildinni."
Patrick Pedersen meiddist í tapinu gegn Vestra í bikarúrslitaleiknum og það var skarð sem Valsmenn hafa engan veginn náð að fylla.
„Mér finnst það segja hvað Patrick er mikilvægur í uppspilinu. Ég veit að það er þreytt að tala um Patrick þegar hann meiddist fyrir fimm vikum," segir Valur.
Í þættinum er rætt um hver muni þjálfa Val á næsta tímabili en menn eru ekki sammála um hvort félagið muni halda Túfa við stjórnvölinn.
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 24 | 14 | 6 | 4 | 52 - 30 | +22 | 48 |
2. Valur | 24 | 12 | 5 | 7 | 54 - 38 | +16 | 41 |
3. Stjarnan | 24 | 12 | 5 | 7 | 45 - 38 | +7 | 41 |
4. Breiðablik | 24 | 9 | 9 | 6 | 39 - 37 | +2 | 36 |
5. FH | 24 | 8 | 8 | 8 | 42 - 36 | +6 | 32 |
6. Fram | 24 | 9 | 5 | 10 | 35 - 33 | +2 | 32 |
Athugasemdir