Njósnarar Arsenal fylgjast með Yildiz og Chelsea gerði tilboð sem Juventus hafnaði - Reguilon er í viðræðum við Inter Miami
Í BEINNI
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Valur
LL 1
3
Stjarnan
Valur
1
3
Stjarnan
0-1 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir '29
Anna Rakel Pétursdóttir '31 , misnotað víti 0-1
0-2 Snædís María Jörundsdóttir '41
Jordyn Rhodes '43 1-2
1-3 Snædís María Jörundsdóttir '52
06.10.2025  -  19:15
N1-völlurinn Hlíðarenda
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Aðstæður: Ágætis veður
Dómari: Guðni Páll Kristjánsson
Áhorfendur: Örfáar hræður.. líklega allir inni á körfuboltaleik
Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
5. Bryndís Eiríksdóttir ('55)
7. Elísa Viðarsdóttir (f)
9. Jasmín Erla Ingadóttir ('72)
10. Berglind Rós Ágústsdóttir
11. Anna Rakel Pétursdóttir ('78)
17. Arnfríður Auður Arnarsdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
27. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('72)
30. Jordyn Rhodes
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
12. Esther Júlía Gustavsdóttir (m)
3. Sóley Edda Ingadóttir ('78)
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
22. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('72)
23. Fanndís Friðriksdóttir ('55)
24. Auður Björg Ármannsdóttir
26. Ása Kristín Tryggvadóttir
28. Kolbrá Una Kristinsdóttir ('72)
34. Lísa Ingólfsdóttir
- Meðalaldur 22 ár

Liðsstjórn:
Matthías Guðmundsson (Þ)
Jóhann Emil Elíasson
María Hjaltalín
Hallgrímur Heimisson
Helgi Freyr Þorsteinsson
Jónas Breki Kristinsson
Sigurður Bjarni Sigurðsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stjarnan sigrar hér sanngjarnt 1-3, voru mun hættluegri í sínum aðgerðum og höfðu yfirhöndina í leiknum.

Valur átti þó alveg sín færi en nýttu þau ekki nógu vel


Takk fyrir samfylgdina í kvöld, skýrsla og viðtöl væntanleg
92. mín
Jordyn Rhodes með ágætis tilraun en boltinn framhjá markinu
90. mín
A.m.k. 3 mínútum bætt við venjulegan leiktíma
90. mín
Ekki mikið að ské þessa stundina... fáum við fleiri mörk í þetta á lokamínútunum?
85. mín
Arna Dís með ágætis fyrirgjöf en hún er aðeins of föst og há fyrir Hrefnu
83. mín
Anna María fær aðhlynningu sýnist hún hafa fengið högg á höfuðið
81. mín
Inn:Hrefna Jónsdóttir (Stjarnan) Út:Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (Stjarnan)
81. mín
Sprettur hjá Guðrúnu sen hún setur boltann í varnarmann og Skiba að endigu grípur hann
78. mín
Inn:Sóley Edda Ingadóttir (Valur) Út:Anna Rakel Pétursdóttir (Valur)
75. mín
Guðrún Elísabet á geggjaða fyrirgjöf á Arnfríði en hún hittir boltann ekki nægilega vel í dauðafæri
72. mín
Inn:Kolbrá Una Kristinsdóttir (Valur) Út:Jasmín Erla Ingadóttir (Valur)
72. mín
Inn:Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir (Valur) Út:Helena Ósk Hálfdánardóttir (Valur)
69. mín
Inn:Fanney Lísa Jóhannesdóttir (Stjarnan) Út:Birna Jóhannsdóttir (Stjarnan)
69. mín
Inn:Arna Dís Arnþórsdóttir (Stjarnan) Út:Betsy Doon Hassett (Stjarnan)
68. mín
Helena Ósk og Betsy eiga í kapphlaupi en Betsy nær að skýla boltanum útaf
64. mín
Fanndís með góðan bolta fyrir en Jordyn nær ekki nógu góðum skalla og boltinn framhjá markinu
59. mín
Strax í kjölfarið er svo skot í þverslánna frá Ingibjörgu boltinn dettur svo fyrir Margréti Leu en hún skóflar honum yfir
59. mín
Úffffff Úlfa kemst ein gegn Tinna sem ver þetta stórkostlega, hélt að við værum að fara að fá 4 mark Stjörnunar
55. mín
Inn:Fanndís Friðriksdóttir (Valur) Út:Bryndís Eiríksdóttir (Valur)
Valur ætlar greinilega að snúa vörn í sókn...
54. mín
Andrea með horn, klafs í teignum sem endar með að boltinn lekur rétt framhjá markinu
52. mín MARK!
Snædís María Jörundsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Birna Jóhannsdóttir
Þetta var ekkert eðlilega auðvelt hjá þeim! Úlfa kemst inn í sendingu og tekur boltann með sér, setur hann út á Birnu sem á svo frábæra fyrirgjöf á Snædísi sem klárar þetta örugglega
Fyrir leik, í hálfleik og á meðan leik stendur

Pepsi Max - fyrir þorstann í meira!
50. mín
Ágætis tilraun hjá Valskonum, Jasmín fær stungu sendingu en hún nær ekki alveg nógu vel til boltans
46. mín
Snædís sparkar þessu af stað fyrir gestina
46. mín
Inn:Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir (Stjarnan) Út:Hulda Hrund Arnarsdóttir (Stjarnan)
45. mín
Hálfleikur
Stjörnukonur leiða hér í hálfleik 1-2

Þær hafa verið betri aðilinn í þessum leik og átt hættulegri sóknir, Valskonur hins vegar hafa alveg fengið tækifærin til að jafna þennan leik, misnotað víti og Jordyn með dauðafæri áðan

Vonandi verður seinni hálfleikur jafn fjörugur!
43. mín MARK!
Jordyn Rhodes (Valur)
Jasmín Erla setur boltan eiginlega í varnamann Vals og boltinn skýt af henni upp í loft og beint til Jordyn sem setur hann framhjá Skiba
41. mín MARK!
Snædís María Jörundsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
Þær gera ótrúlega vel hér, Arnfríður ótrúlega óheppin að detta þegar hún ætlar að taka við boltanum, Birna hirðir boltann og þeytist í skyndisókn, setur hann upp á Úlfu sem sendir svo fyrir á Snædísi sem gat ekki annað en klárað þetta!
39. mín
Hulda Hrund með góðan sprett nær stórhættulegri fyrirgjöf en engin Stjörnukona er mætt í teiginn!
35. mín
úffffffffff Jordyn pressar á Skiba sem sendir boltann á Jakobínu, hún er hins vegar allt of lengi með boltann og Jordan nær af henni boltanum og er komin ein gegn Skiba sem ver frábærlega. Spurning hvort Jordyn hafi ekki átt að gera betur í þessu færi!
34. mín
Amanda tekur horn en ekkert kemur úr því
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
31. mín Misnotað víti!
Anna Rakel Pétursdóttir (Valur)
Þetta var ekki nógu gott víti... Setur boltann eiginlega bara beint á markmanninn
30. mín
VÍTI Markaskorarinn sjálfur Úlfa Dís brýtur á Önnu Rakel inn í teig, Víti dæmt!
29. mín MARK!
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Margrét Lea Gísladóttir
Margrét Lea laumar boltanum inn á Úlfu sem er ein á auðum sjó og leggur hann í markið... Smá rangstöðulykt af þessu
27. mín
Víti? Hulda Hrund felld inn í teig vals að mér sýnist en ekkert dæmt
24. mín
Andrea með ágætis tilraun en yfir markið, Stjarnan er að ógna mun meira þessa stundina
22. mín
Hulda Hrund keyrir upp völlinn setur svo boltan niður á Snædís sem finnur svo Úlfu Dís, skot en það er framhjá
19. mín
Arnfríður brýtur á Söndru, Andrea tekur aukaspyrnuna stutt á Önnu Maríu
16. mín
Andrea tekur horn, alls konar vesen í teig Valskvenna en þær ná þó að koma honum burtu fyrir rest
15. mín
Arnfríður næstum því keyrir dómarann niður í tilraun til að ná til boltans
13. mín
Sandra lendir í samstuði við samherja sinn og líklega Jasmín en hún hristir þetta af sér, aukaspyrna sem Stjarnan fær en ekkert kemur úr henni
11. mín
Andrea Mist tekur horn á Birnu sem setur hann áfram inn í teiginn, mikið klafs í teignum en Valskonur koma þessu á endanum frá
10. mín
Snædís María komin ein í gegn en Tinna Brá gerir vel í að koma út á móti henni, boltinn skýst af þeim og út fyrir endalínu, þetta var líklega besta færi leiksins
6. mín
Andrea komin í góða stöðu, hefði líklega átt að taka þetta í fyrsta? Missir boltann aðeins of langt frá sér í touchinu
4. mín
Jordyn pressar vel á Skiba, en Skiba leysir þetta vel
2. mín
Ágætis tilraun hjá Stjörnunni, Hulda Hrund kemst að harðfylgi inn á teiginn en er síðan dæmd brotleg
1. mín
Leikur hafinn
Valur sparkar þessu af stað
Fyrir leik
Byrjunarliðin klár! Matthías þjálfari Vals gerir 3x breytingar á sínu liði,

Bryndís, Arnfríður og Helena Ósk koma inn en Arna Sif, Guðrún Elísabet og Fanndís taka sér sæti á bekknum


Jóhannes Karl gerir einnig 3 breytingar á sínu liði,

Inn í liðið koma Hulda Hrund, Andrea Mist og Sandra en Arna Dís, Ingibjörg Lúcia og Gyða Kristín setjast á bekkinn

Fyrir leik
Fyrri leikir Bæði lið hafa sigrað í sumar

Stjarnan sigraði Val 1-0 á Samsungvellinum 3. maí




Valur sigraði svo Stjörnuna 4-2 á Hlíðarenda 13. ágúst




Það verður því spurning hvernig leikar þróast í kvöld, hvort heimavallagrýlan hjálpi Val eða kveiki undir Stjörnunni?

Ég held allavega að við eigum von á skemmtilegum leik í kvöld!
Fyrir leik
Stjarnan Stjarnan situr í 6 og síðasta sæti efri hlutans eins og staðan er í dag, þó með 28 stig, líkt og Valur og Víkingur sem sitja í 5. og 4. sæti. Stjarnan er þó með verstu markatöluna.

Sigri Stjarnan í kvöld þá hins vegar fara þær upp í 4. sætið sem 31 stig.

Stjarnan sigraði íslandsmeistara Breiðablik í 1. umferðinni og tapaði svo naumlega 3-4 gegn FH

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Valur Valskonur sitja eins og staðan er í dag, í 5. sætinu með 28 stig líkt og Víkingur í 4. sæti og Stjarnan í 6. sæti.

Víkingur er með bestu markatöluna en hafa þó spilað einum leik meira en hin tvö liðin.

Sigri Valur í kvöld fara þær því upp í 4. sætið sem ætti að teljast góður árangur miðað við stöðuna á liðinu fyrr í sumar. Á tímabili leit nú bara út fyrir að Valur myndi enda í neðri hlutnaum.

Valur hefur einungis náð sér í 1 stig úr efri hluta keppninni en það var í fyrsta leik gegn FH. Þær töpuðu svo 0-3 gegn Víking í síðustu umferð. Þær hljóta því að mæta hungraðar í sigur í kvöld!



Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Dómarateymi kvöldsins Á flautunni í kvöld verður Guðni Páll Kristjánsson og honum til halds og traust verða Guðni Freyr Ingvason og Kristofer Bergmann aðstoðardómarar.

Eftirlitsmaður er Þórður Ingi Guðjónsson og varadómari í kvöld er Brynjar Þór Elvarsson

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Velkomin á Hlíðarenda Góða kvöldið, verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu þráðbeint frá Hlíðarenda þar sem Valur tekur á móti Stjörnunni í 3. umferð í efri hluta keppni Bestu deildarinnar.

Leikurinn hefst á slaginu 19:15!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
13. Bridgette Nicole Skiba (m)
4. Jakobína Hjörvarsdóttir
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('81)
9. Birna Jóhannsdóttir ('69)
10. Anna María Baldursdóttir (f)
11. Betsy Doon Hassett ('69)
14. Snædís María Jörundsdóttir
15. Hulda Hrund Arnarsdóttir ('46)
18. Margrét Lea Gísladóttir
26. Andrea Mist Pálsdóttir
42. Sandra Hauksdóttir
- Meðalaldur 25 ár

Varamenn:
12. Vera Varis (m)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir ('69)
8. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir ('46)
17. Fanney Lísa Jóhannesdóttir ('69)
19. Hrefna Jónsdóttir ('81)
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir
37. Jana Sól Valdimarsdóttir
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Sigursteinsson (Þ)
Rajko Stanisic
Hilmar Þór Hilmarsson
Hulda Björk Brynjarsdóttir
Jessica Ayers
Arnar Páll Garðarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: