
Njósnarar Arsenal fylgdust með Kenan Yildiz og Sergio Reguilon er í viðræðum við Inter Miami. Þetta og mikið fleira í mánudagsslúðrinu. Notum tækifærið og óskum Víkingum til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn!
Juventus hafnaði tilboði upp á um 58 milljónir punda í tyrkneska framherjann Kenan Yildiz (20) frá Chelsea. (TuttoJuve)
Arsenal gefst ekki upp á því að reyna við Yildiz og sendi njósnara til að horfa á hann spila með Juventus gegn AC Milan í gær. (Tuttosport)
Joshua Zirkzee (25), sóknarmaður Manchester United, gæti íhugað það að vera áfram í ensku úrvalsdeildinni ef hann yfirgefur Old Trafford. Everton og West Ham hafa áhuga. (Teamtalk)
James Ward-Prowse (30) býr sig undir að yfirgefa West Ham í janúarglugganum en hann hefur færst aftar í goggunarröðina eftir að Nuno Espirito Santo tók við. (FootballInsider)
Sergio Reguilon (28), fyrrum varnarmaður Tottenham og Manchester United, er óvænt í viðræðum um að ganga í raðir Inter Miami í bandarísku MLS-deildinni. (Mail)
Chelsea mun ekki reyna að fá Marc Guehi (25) varnarmann Crystal Palace þrátt fyrir að hann verði fáanlegur á frjálsri sölu næsta sumar. (Express)
Chelsea hefur áhuga á Antoine Semenyo (25), framherja Bournemouth, og er tilbúið að borga um 78 milljónir punfa fyrir ganverska sóknarmanninn. (Fichajes)
Úrúgvæski miðvörðurinn Ronald Araujo (26) vildi ekki yfirgefa Barcelona í sumar. Chelsea, Liverpool, Tottenham og Juventus sýndu honum áhuga en hann tjáði þeim að hann vildi vera áfram hjá katalónska félaginu. (Sport)
Barcelona gæti selt Araujo í janúar og hefur sett 35 milljóna punda verðmiða á varnarmanninn. (Fichajes)
West Ham hefur áhuga á að fá sóknarmanninn Endrick (19) lánaðan frá Real Madrid en fær samkeppni frá Valencia og Real Sociedad í janúar. (Fichajes)
Arsenal telur líklegt að Bukayo Saka (24) geri nýjan langtímasamning á næstu dögum (TBR)
Liverpool er í viðræðum við Ibrahima Konate (26) um nýjan samning. Hann rennur út næsta sumar og Real Madrid hefur sýnt honum áhuga. (FootballInsider)
Athugasemdir