Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Í BEINNI
Besta-deild karla - Efri hluti
Stjarnan
45' 2
1
Breiðablik
Stjarnan
2
1
Breiðablik
Benedikt V. Warén '12 1-0
1-1 Anton Logi Lúðvíksson '19
Örvar Eggertsson '34 2-1
26.10.2025  -  14:00
Samsungvöllurinn
Besta-deild karla - Efri hluti
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Örvar Eggertsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson
10. Samúel Kári Friðjónsson
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
22. Emil Atlason (f)
23. Benedikt V. Warén
32. Örvar Logi Örvarsson
44. Steven Caulker
78. Bjarki Hauksson
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
1. Ðuro Stefan Beic (m)
11. Adolf Daði Birgisson
15. Damil Serena Dankerlui
24. Sigurður Gunnar Jónsson
28. Baldur Logi Guðlaugsson
29. Alex Þór Hauksson
37. Haukur Örn Brink
42. Bjarki Friðjón Sæmundsson
99. Andri Rúnar Bjarnason
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Rajko Stanisic
Þór Sigurðsson
Egill Atlason
Hákon Ernir Haraldsson
Garpur I Elísabetarson
Aleksandar Cvetic

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
45. mín
Tölfræði fyrri hálfleiks frá Sýn Með boltann: 39% - 61%
Marktilraunir: 3-8
Skot á mark: 2-2
Sendingar: 174-261
Heppnaðar sendingar: 131-217
Hornspyrnur: 0-3
45. mín
Hálfleikur
Stjarnan í vænlegri stöðu Ívar Orri flautar til hálfleiks. Stjarnan leiðir þrátt fyrir að ógna lítið fyrir utan mörkin tvö. Hreinlega magnað að Blikum hafi einungis tekist að skora eitt mark, mark Antons var reyndar það glæsilegt að það hefði átt að telja tvöfalt.

Blikar þurfa að skora þrjú mörk til þess að hreppa Evrópusætið af Stjörnunni.
45. mín
+3

Kristófer Ingi skallar rétt framhjá marki Stjörnumanna eftir hornspyrnu Blika.
45. mín
+2

Blikar með hornspyrnu, boltinn út á Valgeir Valgeirs sem lætur vaða fyrir utan teig, boltinn af varnarmanni og þaðan rétt framhjá.
45. mín
Þremur mínútum bætt við.
40. mín
SLÁIN AF EINS METRA FÆRI! Blikar sækja, Óli Valur gefur fyrir á Kristófer sem er inn í markteignum en honum tekst ekki að halda boltanum niðri og skallar í slánna. Færin verða varla betri!
34. mín MARK!
Örvar Eggertsson (Stjarnan)
Gerir þetta út um vonir Blika? Stjörnumenn í sókn, Damir kemst í sendingu Jóhanns Árna en boltinn berst beint á Örvar Eggertsson sem tekur viðstöðulaust skot í bláhornið.

Fjórtánda mark Örvars í sumar og það fjórða eftir tvískiptingu, sá er heitur!

Blikar þurfa nú að skora þrjú mörk til að tryggja sér Evrópusætið.
32. mín
Blikar í frábæru færi Anton Logi með frábæra sendingu í gegn á Aron Bjarna sem leggur boltann fyrir sig og lætur vaða en Árni Snær ver frábærlega í horn.

Ekkert kemur upp úr hornspyrnu gestanna.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín
Breiðablik fær aukaspyrnu um 30 metrum frá marki. Davíð Ingvars gefur á Damir sem er á fjærsvæðinu. Damir þrumar boltanum í markteiginn en boltinn í varnarmann og Árni Snær handsamar hann að lokum.
27. mín
Emil svarar fyrir sig Damir fær boltann við miðlínu og Emil fer harkalega í varnarmanninn í presusunni, greinilega pirringur í honum eftir tæklingu Damirs rétt áðan.

Ívar Orri dæmir aukaspyrnu en Emil sleppur með tiltal.
23. mín Gult spjald: Damir Muminovic (Breiðablik)
Emil reynir skot frá miðju Blikar með slaka sendingu til baka og Emil kemst í boltann. Anton Ari ekki í markinu og Emil lætur bara vaða en boltinn framhjá, ekki galin tilraun.

Damir Muminovic kom á mikilli siglingu og fór alltof seint í Emil, sem var í skotinu, og uppskar réttilega gult.
19. mín MARK!
Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik)
MARK TÍMABILSINS???? Stjörnumenn skalla fyrirgjöf Blika frá, boltinn lengst uppi í loftinu. Anton Logi, staddur fyrir utan teig, tekur boltann á kassann, lætur bara vaða og boltinn syngur í samskeytunum.

Þetta gerir svo sannarlega tilkall til þess að vera mark tímabilsins og það kemur hér í síðasta leik deildarinnar.

Blikar þurfa nú tvö mörk í viðbót!
12. mín MARK!
Benedikt V. Warén (Stjarnan)
Stoðsending: Benedikt V. Warén
Stjarnan leiðir! Stjörnumenn keyra hratt upp, Örvar ber boltann inn á teiginn, fellur við en kemur sér aftur á lappir og gefur svo út á Benedikt sem klárar frábærlega. Uppaldni Blikinn skorar fyrir Stjörnumenn!

Blikar þurfa nú þrjú mörk til að ná Evrópusætinu.
12. mín
Aftur ógna Blikar Aron Bjarna sker inn á völlinn frá vinstri kanti. Spænir sig í gegnum þónokkra Stjörnumenn og lætur síðan vaða, en boltinn rétt framhjá marki Stjörnunnar.
9. mín
SLÁIN! Eftir frábæra sókn gestanna fær Aron Bjarna boltann í afbragðsstöðu í teig Stjörnumanna en hann setur boltann í slánna og þaðan fer hann yfir.

Aron getur verið svekktur með sjálfan sig að nýta þetta ekki betur.
8. mín Gult spjald: Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik)
Brýtur á Antoni Loga sem komst inn í sendingu úr vörn Stjörnunnar.
7. mín
Emil Atla eitthvað að kveinka sér en heldur þó leik áfram.
3. mín
Aron Bjarna með laust skot úr þröngri stöðu sem Árni ver örugglega í marki Stjörnunnar.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Síðasti leikur Bestu-deildarinnar þetta árið er hafinn.
Fyrir leik
Guðmundur Baldvin efnilegastur Guðmundur Baldvin Nökkvason er valinn efnilegasti leikmaður Bestu deildarinnar og fær að launum Flugleiðahornið svokallaða. Enginn annar en Stjörnumaðurinn Máni Pétursson sem afhendir Guðmundi hornið.
Fyrir leik
Andri Adolphs leggur skóna á hilluna Andri Adolphsson, leikmaður Stjörnunnar, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna og er hann heiðraður hér fyrir leik. Andri er utan hóps vegna meiðsla en hann hefur einungis náð að spila þrjá leiki í sumar.
Fyrir leik
Styttist... Liðin ganga til vallar, kaldir stuðningsmenn þegar byrjaðir að syngja og tralla, þakka guði almáttugum fyrir að sitja inni en ekki úti í þessari frystikistu af stúku.
Fyrir leik
Blikar þurfa að sækja hér í dag og munu eflaust fá haug af hornspyrnum í leiðinni. Breiðablik yfir 7.5 hornspyrnur gefur ágætlega en stuðullinn á Epic er 2.7.
Fyrir leik
Gummi Kristjáns og Tobias Thomsen í banni - Fimm breytingar hjá Blikum Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar gerir fjórar breytingar á byrjunarliði sínu frá 1-1 jafntefli gegn Fram í síðasta leik.

Damil Serena Dankerlui og Andri Rúnar Bjarnason taka sér sæti á bekknum. Guðmundur Kristjánsson og Alpha Conteh eru báðir utan hóps en Guðmundur er í leikbanni en óvíst er með Conteh.

Inn í liðið koma þeir Jóhann Árni Gunnarsson, Samúel Kári Friðjónsson, Emil Atlason og Bjarki Hauksson.

Ólafur Ingi Skúlason, nýráðinn þjálfari Breiðabliks, gerir fimm breytingar á byrjunarliði sínu frá síðasta leik, þar sem Breiðablik gerði markalaust jafntefli við finnsku meistarana, KuPS í Sambandsdeildinni.

Inn í liðið kemur fyrrum Stjörnumaðurinn Óli Valur Ómarsson, ásamt þeim Aroni Bjarnasyni, Antoni Loga Lúðvíkssyni, Kristni Steindórssyni og Kristófer Inga Kristinssyni. Óvíst var með Anton Loga hvort að hann myndi ná leiknum vegna meiðsla, en hann er víst klár í slaginn.

Úr byrjunarliðinu víkja þeir Tobias Thomsen, Arnór Gauti Jónsson, Viktor Karl Einarsson, Ágúst Orri Þorsteinsson og Kristinn Jónsson.

Tobias Thomsen er í leikbanni og er því utan hóps en hinir fjórir eru til taks á bekknum.
Fyrir leik
Breiðablik með tak á Stjörnunni Á síðustu tveimur tímabilum hafa liðin mæst fimm sinnum í deild. Breiðablik hefur farið með sigur af hólmi í fjórum af þeim leikjum og einu sinni hefur viðureignin endað með jafntefli.

Breiðablik þarf þó að vinna með tveggja marka mun en þeim hafa einungis tekist að gera það einu sinni á síðustu tveimur árum.

Sá sigur kom þó fyrr á þessu tímabili þar sem Kristófer Ingi Kristinsson fór á kostum og skoraði þrennu í 4-1 sigri Breiðabliks á Samsungvellinum.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Blikar þurfa tveggja marka sigur Breiðablik þarf að vinna með tveggja marka mun eða meira til að hrifsa Evrópusætið af Garðbæingum.

Maður getur ímyndað sér að það sé smá snúin staða fyrir þjálfara að leggja upp leik sem liðið má tapa með einu marki, nú eða að vera í hinni stöðunni og þurfa að sækja til sigurs með tveimur mörkum eða meira.

Eftir Evrópuleik Blika á fimmtudaginn var Ólafur Ingi Skúlason, nýráðinn þjálfari Breiðabliks, út í leikinn gegn Stjörnunni.

„Þetta er geggjað, það skemmtilegasta í heimi þegar maður er fótboltamaður er að spila leiki og sérstaklega þegar það er mikið undir. Breiðablik hefur sýnt að þegar það er mikið undir eru þeir hvað bestir. Við keyrum á því. Við þurfum að vera aggressífir, það er klárt," sagði Ólafur.

Óli Valur Ómarsson, leikmaður Breiðabliks, er uppalinn Stjörnumaður og er spenntur fyrir sunnudeginum.

„Þetta er virkilega spennandi leikur. Ógeðslega mikið undir og tvö skemmtileg lið. Við þurfum að keyra á þetta og þetta verður líklega skemmtilegasti leikur sumarsins. Við höfum tækifæri til að koma okkur í Evrópu og við ætlum að nýta það," sagði Óli Valur.

„Ég væri miklu frekar vera í okkar stöðu en stöðu Stjörnunnar sem veit að jafntefli dugar. Ég hef áður tekið þátt í leik þar sem liðinu mínu nægir jafntefli og það er ekki góð tilfinning. Við erum bara gríðarlega spenntir," sagði þá Valgeir Valgeirsson og staðfesti að leikurinn yrði mikil skemmtun.



Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Fyrsti deildarleikurinn með Blika Ólafur Ingi Skúlason, nýr þjálfari Breiðabliks, stýrir liðinu nú í fyrsta sinn í Bestu-deildinni. Hann tók við stjórnartaumunum á mánudaginn síðastliðinn, eftir að Halldóri Árnasyni var sagt upp störfum.

Fyrsti leikur Ólafs með liðið var gegn KuPS, finnsku meisturunum, í Sambandsdeildinni síðastliðinn fimmtudag. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og þar með uppskáru Blikar sitt fyrsta stig í Sambandsdeildinni.

„Mér fannst við gera nóg til að skora í dag. Það gekk því miður ekki. Við tökum stigið, það er betra en ekki neitt. Auðvitað erum við örlítið fúlir yfir því að hafa ekki unnið þetta en ég er stoltur af frammistöðunni. Það er búið að ganga mikið á. Við mættum vel undirbúnir og menn voru flottir í dag," sagði Ólafur eftir leikinn.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Guðmundur Kristjánsson í liði ársins Aðeins einn leikmaður úr báðum liðum á fulltrúa í liði ársins, sem valið var nýlega af Fótbolta.net. Guðmundur er þó í leikbanni í dag og verður því ekki með Stjörnunni. Þá er Tobias Thomsen í leikbanni hjá Breiðabliki.

Í valinu stendur: Flottur fulltrúi Stjörnunnar í liði ársins. Þessi áreiðanlegi og reynslumikli varnarmaður hefur átt fantaflott tímabil og skilað sínu hlutverki vel, sama hvort það hefur verið sem bakvörður eða miðvörður. Var síðast í liði ársins 2020, þá sem leikmaður FH.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Flautaði deildina á og mun flauta hana af Ívar Orri Kristjánsson mun dæma þennan síðasta leik tímabilsins. En Ívar dæmdi einnig fyrsta leikinn á tímabilinu, 2-0 sigur Breiðabliks gegn Aftureldingu.

Birkir Sigurðarson og Guðmundur Ingi Bjarnason eru aðstoðardómarar og þá er Þórður Þorsteinsson Þórðarson fjórði dómari.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Evrópubardagi Heilir og sælir lesendur góðir, verið velkomin í þráðbeina textalýsingu úr Bestu-deildinni í síðasta sinn þetta árið. Hér í lokaleik deildarinnar mætir Stjarnan grönnum sínum í Breiðabliki í sannkölluðum Evrópuslag.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
9. Óli Valur Ómarsson
10. Kristinn Steindórsson
11. Aron Bjarnason
13. Anton Logi Lúðvíksson
17. Valgeir Valgeirsson
18. Davíð Ingvarsson
21. Viktor Örn Margeirsson
23. Kristófer Ingi Kristinsson
44. Damir Muminovic
- Meðalaldur 28 ár

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
4. Ásgeir Helgi Orrason
6. Arnór Gauti Jónsson
8. Viktor Karl Einarsson
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
19. Kristinn Jónsson
29. Gabríel Snær Hallsson
31. Gunnleifur Orri Gunnleifsson
45. Þorleifur Úlfarsson
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Ólafur Ingi Skúlason (Þ)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Særún Jónsdóttir
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson
Brynjar Dagur Sighvatsson
Emil Pálsson

Gul spjöld:
Anton Logi Lúðvíksson ('8)
Damir Muminovic ('23)

Rauð spjöld: