Stjarnan - Breiðablik klukkan 14 á sunnudag
Bestu deildinni þetta árið lýkur á sunnudag með leik Stjörnunnar og Breiðabliks sem verður jafnframt úrslitaleikur um Evrópusæti. Breiðablik þarf að vinna með tveggja marka mun eða meira til að hrifsa Evrópusætið af Garðbæingum.
Maður getur ímyndað sér að það sé smá snúin staða fyrir þjálfara að leggja upp leik sem liðið má tapa með einu marki, nú eða að vera í hinni stöðunni og þurfa að sækja til sigurs með tveimur mörkum eða meira.
Eftir Evrópuleik Blika í gær spurði undirritaður Ólaf Inga Skúlason, nýráðinn þjálfara Breiðabliks, út í þetta verkefni.
Maður getur ímyndað sér að það sé smá snúin staða fyrir þjálfara að leggja upp leik sem liðið má tapa með einu marki, nú eða að vera í hinni stöðunni og þurfa að sækja til sigurs með tveimur mörkum eða meira.
Eftir Evrópuleik Blika í gær spurði undirritaður Ólaf Inga Skúlason, nýráðinn þjálfara Breiðabliks, út í þetta verkefni.
„Þetta er geggjað, það skemmtilegasta í heimi þegar maður er fótboltamaður er að spila leiki og sérstaklega þegar það er mikið undir. Breiðablik hefur sýnt að þegar það er mikið undir eru þeir hvað bestir. Við keyrum á því. Við þurfum að vera aggressífir, það er klárt," segir Ólafur.
Ógeðslega mikið undir
Óli Valur Ómarsson, leikmaður Breiðabliks, er uppalinn Stjörnumaður og er spenntur fyrir sunnudeginum.
„Þetta er virkilega spennandi leikur. Ógeðslega mikið undir og tvö skemmtileg lið. Við þurfum að keyra á þetta og þetta verður líklega skemmtilegasti leikur sumarsins. Við höfum tækifæri til að koma okkur í Evrópu og við ætlum að nýta það," segir Óli Valur.
„Ég væri miklu frekar vera í okkar stöðu en stöðu Stjörnunnar sem veit að jafntefli dugar. Ég hef áður tekið þátt í leik þar sem liðinu mínu nægir jafntefli og það er ekki góð tilfinning. Við erum bara gríðarlega spenntir," segir Valgeir Valgeirsson sem segir það 100% að leikurinn verði mikil skemmtun.
Þegar þessi tvö lið mættust í Garðabænum í sumar enduðu leikar 1-4, Breiðabliki í vil. Blikar eru alveg tilbúnir að endurtaka þann leik á sunnudag!
Besta-deild karla - Efri hluti
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. Víkingur R. | 26 | 16 | 6 | 4 | 56 - 31 | +25 | 54 |
| 2. Valur | 26 | 13 | 6 | 7 | 61 - 44 | +17 | 45 |
| 3. Stjarnan | 26 | 12 | 6 | 8 | 48 - 42 | +6 | 42 |
| 4. Breiðablik | 26 | 10 | 9 | 7 | 43 - 40 | +3 | 39 |
| 5. FH | 26 | 8 | 9 | 9 | 46 - 42 | +4 | 33 |
| 6. Fram | 26 | 9 | 6 | 11 | 37 - 37 | 0 | 33 |
Athugasemdir


