Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Undankeppni HM
Aserb­aísjan
LL 0
2
Ísland
Undankeppni EM U21
Lúxemborg U21
LL 1
3
Ísland U21
Lúxemborg U21
1
3
Ísland U21
0-1 Ágúst Orri Þorsteinsson '14
0-2 Haukur Andri Haraldsson '25
Miguel Goncalves '50 1-2
1-3 Eggert Aron Guðmundsson '52
1-3 Hilmir Rafn Mikaelsson '80 , misnotað víti
13.11.2025  -  18:30
Stade Émile Mayrisch
Undankeppni EM U21
Aðstæður: Smá vindur og 15 stiga hiti
Dómari: Aleko Aptsiauri (Georgía)
Áhorfendur: 180
Maður leiksins: Ágúst Orri Þorsteinsson
Byrjunarlið:
1. Joao Margato (m)
2. Yohann Torres
3. Fabio Lohei ('46)
5. Dino Sabotic ('60)
10. Leon Elshan
13. Helmer Tavares Heleno
16. Clayton Irigoyen
18. Miguel Goncalves
19. Rayan Berberi ('74)
20. Diego Duarte ('46)
21. Massimo Agostinelli ('92)

Varamenn:
12. Ben Schmit (m)
4. Tiziano Mancini
6. Ivan Englaro ('60)
8. Hugo Afonso ('92)
9. Jayson Videira ('46)
11. Tim Flick ('74)
15. Hugo Miguel Da Cunha Costa
17. James Alves Rodrigues ('46)
22. David Goncalves Nascimento

Liðsstjórn:
Mario Mutsch (Þ)

Gul spjöld:
Miguel Goncalves ('35)
Clayton Irigoyen ('49)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Flottur leikur hjá strákunum okkar í dag og 1-3 loka niðurstaða, Skýrsla kemur inn seinna í kvöld.
92. mín
Inn:Hugo Afonso (Lúxemborg U21) Út:Massimo Agostinelli (Lúxemborg U21)
90. mín
4 mínútum bætt við
88. mín
Það er ekkert að gerast en Ísland liggur neðar á vellinum og sækja hratt á meðan Lúxemborg er að reyna finna mark en hafa varla komist inn í teig Íslands.
83. mín
Inn:Helgi Fróði Ingason (Ísland U21) Út:Jóhannes Kristinn Bjarnason (Ísland U21)
80. mín Misnotað víti!
Hilmir Rafn Mikaelsson (Ísland U21)
Hilmir klikkar! Hilmir Rafn setur boltann fastann niðri í vinstra hornið og Joao Margato ver þetta mjög vel!
79. mín
VÍTIIII!!! Massimo Agostinelli tekur Hilmi niður inn í teig og Ísland fær víti!
74. mín
Inn:Hilmir Rafn Mikaelsson (Ísland U21) Út:Benoný Breki Andrésson (Ísland U21)
74. mín
Inn:Tim Flick (Lúxemborg U21) Út:Rayan Berberi (Lúxemborg U21)
73. mín
Vatnspása Smá vatnspása, kannski fáum við þá nokkur mörk í viðbót
71. mín
Benoný Breki sendir boltann inn á Hinrik Harðarson sem á skot beint á Joao Margato
67. mín
James Rodrigues í dauðafæri og á bara eftir að pota boltanum inn eftir að Lúkas varði skot til hliðar en Lúkas hoppar fyrir skotið og ver þetta Stórkostlega! En línuvörðurinn flaggar og dæmd rangstæða en vel gert hjá Lúkasi að verja í tvígang.
66. mín
Inn:Hinrik Harðarson (Ísland U21) Út:Ágúst Orri Þorsteinsson (Ísland U21)
Frábær leikur hjá Ágústi í dag!
61. mín
Helmer Heleno reynir hér skot lengst fyrir utan teig en það er hátt yfir
60. mín
Inn:Ivan Englaro (Lúxemborg U21) Út:Dino Sabotic (Lúxemborg U21)
60. mín
Það komu 2 mörk á tveimur mínútum en nú er mjög rólegt yfir leiknum ekkert að gerast, liðin bara að skiptast á að tapa boltanum
52. mín MARK!
Eggert Aron Guðmundsson (Ísland U21)
Stoðsending: Ágúst Orri Þorsteinsson
1-3! Island fljótir að svara!!!! Ágúst fær boltann á vinstri kanntinum og keyrir á varnarmenn Lúxemborgar og gefur boltann á Eggert Aron sem potar boltanum í markið!
Fyrir leik, í hálfleik og á meðan leik stendur

Pepsi Max - fyrir þorstann í meira!
50. mín MARK!
Miguel Goncalves (Lúxemborg U21)
1-2!!! Lúxemborg að minnka muninn! Hver annar en Miguel Goncalves sem er langbesti leikmaðurinn þeirra.
Goncalves vinnur boltann á miðjunni og tekur skot lengst fyrir utan teig sem endar í vinstra horninu og Lúkas petersson á ekki séns!
49. mín Gult spjald: Clayton Irigoyen (Lúxemborg U21)
Tekur Jóhannes Kristinn niður
48. mín
Lúxemborg byrjar betur en Ísland er að ná að loka vel á þá eins og er.
46. mín
Þetta er farið aftur af stað Luxemborg byrja seinni hálfleikinn
46. mín
Inn:James Alves Rodrigues (Lúxemborg U21) Út:Diego Duarte (Lúxemborg U21)
46. mín
Inn:Jayson Videira (Lúxemborg U21) Út:Fabio Lohei (Lúxemborg U21)
46. mín
Inn:Baldur Kári Helgason (Ísland U21) Út:Daníel Freyr Kristjánsson (Ísland U21)
46. mín
Inn:Guðmundur Baldvin Nökkvason (Ísland U21) Út:Haukur Andri Haraldsson (Ísland U21)
45. mín
Hálfleikur
2-0 í Hálfleik, Ísland betri aðilinn en Lúxemborg ógnað meira eftir mark númer 2 hjá Íslandi
45. mín
Miguel Goncalves með boltann inní teig Íslendinga en rennur og nær lausu skoti sem fer framhjá
45. mín
1 mínúta í uppbót
43. mín Gult spjald: Ágúst Orri Þorsteinsson (Ísland U21)
Ágúst er sloppinn einn í gegn og Yohann Torres hendir sér í tæklingu sem Ágúst hoppar uppúr og dettur spurning hvort það hafi verið snerting þarna en dómarinn segir nei og gefur Ágústi gult fyrir dýfu.
42. mín
Lítið að gerast Lúxemborg að ógna meira
35. mín Gult spjald: Miguel Goncalves (Lúxemborg U21)
34. mín
Miguel Goncalves með skot fyrir utan teig sem fer í varnarmann og Lúxemborg fær hornspyrnu
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
33. mín
Dino Sabotic tekur skot fyrir utan teig og það fer framhjá markinu
25. mín MARK!
Haukur Andri Haraldsson (Ísland U21)
Stoðsending: Benoný Breki Andrésson
2-0!!!! Haukur Andri allt í öllu hérna núna, fær sendingu frá Benoný Breka og klára þetta vel með því að lyfta boltanum yfir Joao Margato í markinu!
24. mín Gult spjald: Haukur Andri Haraldsson (Ísland U21)
Fyrir að stoppa hraða aukaspyrnu
22. mín
Nálægt því að jafna! Luxemborg tekur aukspyrnu sem þeir senda fyrir, þar er Miguel Goncalves sem ákveður að henda í bakfallsspyrnu sem lekur rétt framhjá markinu
21. mín
Miguel Goncalves með hörku skot lengst fyrir utan teig sem Lúkas Petersson ver virkilega vel og Ísland hreinsar boltann í burtu
17. mín
Lúxemborg fær hornspyrnu en Dino Sabotic skallar yfir markið
14. mín MARK!
Ágúst Orri Þorsteinsson (Ísland U21)
Stoðsending: Benoný Breki Andrésson
1-0!! Ísland er komið yfir Benoný Breki sendir boltann utanfótar inn fyrir á Ágúst sem klárar þetta mjög vel!
9. mín
Eggert Aron kominn upp vinstri kantinn en fyrirgjöfin er yfir allann pakann og Fabio Lohei fær boltann
9. mín
Luxemborg komið aðeins upp völlinn en Logi Hrafn nær boltanum og kemur honum tilbaka á Lúkas
7. mín
Við erum mætt aftur! Staðan er ennþá markalus og Ísland að halda meira í boltann
5. mín
Útsendingin að klikka Útsendingin er eitthvað að klikka ég sé bara Wembley þannig veit ekkert hvað er í gangi í leiknum en vonandi laga þeir þetta sem fyrst!
1. mín
Hlynur Freyr tekur langt innkast og Lúxemborg hreinsar frá
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Góða skemmtun, Ísland byrjar með boltann.
Fyrir leik
Þetta fer að fara af stað Liðin komin á völlinn og Þjóðsöngvar eru í gangi.
Fyrir leik
Breytingar á byrjunarliði íslands
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Lúðvík Gunnarsson gerir 2 breytingar á Íslenska liðinu Ágúst Orri kemur inn fyrir Hilmi Rafn sem sest á bekkinn og Daníel Freyr kemur inn fyrir Baldur Kára Helgason sem fær sér einnig sæti á bekknum.
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna Ísland vann fyrri leik liðanna á Þróttaravelli 2-1. Ísland komst yfir í leiknum með marki frá Benoný Breka á 28 mínútu eftir hornspyrnu frá Jóhannes Kristni, Lúxemborg jafnaði svo í 1-1 með marki frá Jayson Videira og svo kom Jóhannes Kristinn Íslandi í 2-1 á 61.mínútu leiksins og urðu það lokatölur.
Fyrir leik
Staða liðanna í riðlinum Ísland situr í 4.sæti með 5 stig eftir 4 leiki og eru einu stigi á eftir Frökkum og 2 stigum á eftir Sviss sem sitja í 3 og 2 sæti.
Frakkar hafa einungis spilað 2 leiki á meðan Sviss hafa spilað 3 leiki og því eiga liðin bæði leik til góða á Ísland.

Luxemborg sitja í 6.sæti sem er neðsta sætið í riðlinum með eitt stig eftir að liðið gerði 2-2 jaftntefli við Eista.
Fyrir leik
Lúðvík Gunnarsson Lúðvík mun stýra liðinu í dag en hann var aðstoðarmaður Ólafs með U21 landsliðið. Ólafur Ingi tók við Breiðablik fyrir stuttu og leit að nýjum U21 landsliðsþjálfara stendur enn yfir. Lúðvík til aðstoðar verður Ólafur Helgi Kristjánsson sem er aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Hópur Íslands Tvær breytingar eru frá síðasta landsliðsvali á U21 ára hópnum. Þeir Daníel Freyr Kristjánsson og Guðmundur Baldvin Nökkvason koma inn fyrir Framarana Þorra Stefán Þorbjörnsson og Frey Sigurðsson.
Fyrir leik
Góða kvöldið og velkomin í beina textalýsingu á leik Lúxemborg og Íslands U21

Það eiga vera 16 gráður og sól í Esch-sur-Alzette í Lúxemborg þar sem leikurinn fer fram.


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Lúkas Petersson (m)
4. Logi Hrafn Róbertsson
5. Hlynur Freyr Karlsson
7. Ágúst Orri Þorsteinsson ('66)
9. Benoný Breki Andrésson ('74)
10. Eggert Aron Guðmundsson
16. Haukur Andri Haraldsson ('46)
17. Jóhannes Kristinn Bjarnason ('83)
21. Tómas Orri Róbertsson
22. Daníel Freyr Kristjánsson ('46)
23. Nóel Atli Arnórsson

Varamenn:
12. Halldór Snær Georgsson (m)
2. Ásgeir Helgi Orrason
6. Baldur Kári Helgason ('46)
8. Guðmundur Baldvin Nökkvason ('46)
11. Hilmir Rafn Mikaelsson ('74)
14. Helgi Fróði Ingason ('83)
18. Kjartan Már Kjartansson
19. Róbert Frosti Þorkelsson
20. Hinrik Harðarson ('66)

Liðsstjórn:
Lúðvík Gunnarsson (Þ)

Gul spjöld:
Haukur Andri Haraldsson ('24)
Ágúst Orri Þorsteinsson ('43)

Rauð spjöld: