sun 14. maí 2006 23:49
Magnús Már Einarsson
Tryggvi: Ef ég fæ færi þá skora ég
Tryggvi skorar með skalla í kvöld.
Tryggvi skorar með skalla í kvöld.
Mynd: FH.is
Tryggvi Guðmundsson átti flottan leik fyrir Íslandsmeistara FH þegar að þeir unnu KR 3-0 í fyrstu umferð Landsbankadeildarinnar í kvöld.

,,Þetta er ekki slæmt. Þrjú mörk og að eiga þátt í þeim öllum það er ekki slæmt. Þetta er draumur í dós," sagði Tryggvi kampakátur við Fótbolti.net eftir leik.

,,Við erum að spila helvíti vel. Við erum helvíti góðir þegar að við látum boltann ganga og sköpum góð færi. Vinnum 3-0 og hefðum getað unnið 4 eða 5-0. Við vorum mikla betra liðið í dag,"

Tryggvi var markahæstur í deildinni í fyrra en aðspurður eftir þessa fínu byrjun hvort hann sé í betra formi núna sagði hann: ,,Nei ég er alltaf sami gamli Tryggvi Guðmundsson. Ef ég fæ færi þá skora ég. Ég er klárari þannig að það er einungis spurningin um hvað mörg tækifæri og ég reyni að fá eins mörg og ég get,"

Sjá einnig:
Sigurvin: Þetta var sætt
Kristján: Það vantaði samstöðu og baráttu í þetta
Umfjöllun: Tryggvi fór fyrir FH sem lagði KR þriðja árið í röð
Athugasemdir
banner