Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   sun 14. maí 2006 23:54
Magnús Már Einarsson
Kristján: Það vantaði samstöðu og baráttu í þetta
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Kristján Finnbogason markvörður KR var að vonum svekktur eftir að liðið tapaði 3-0 á heimavelli fyrir FH í fyrstu umferð Landsbankadeildarinnar í kvöld.

,,Það var jafnfræði í fyrri hálfleik en síðan rétt áður en þeir skoruðu fyrsta markið fórum við að gefa eftir smá svæði á miðjunni sem þeir nýttu sér og komust á bakvið okkur á fjærstöngina tvisvar og refsuðu okkur bara," sagði Kristján við Fótbolti.net.

Dekkunin í mörkunum var ekki nógu góð hjá KR og Kristján var sammála því. ,,Þetta verðum við að laga sem allra fyrst. Þetta er búið að vera svolítið svona í síðustu leikjum og þetta verðum við að stoppa sem allra, allra fyrst."

Liðið var heldur ekki að skapa sér eins mikið af færum og oft áður og hann sagði um það: ,,Við vorum ekkert að skapa okkur. Það vantaði samstöðu og baráttu í þetta."

Sjá einnig:
Sigurvin: Þetta var sætt
Tryggvi: Ef ég fæ færi þá skora ég
Umfjöllun: Tryggvi fór fyrir FH sem lagði KR þriðja árið í röð
Athugasemdir
banner
banner
banner