Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   sun 14. maí 2006 23:58
Magnús Már Einarsson
Sigurvin: Þetta var sætt
Sigurvin í leiknum í kvöld.
Sigurvin í leiknum í kvöld.
Mynd: FH.is
Sigurvin Ólafsson miðjumaður FH var kátur þegar að Fótbolti.net hitti hann eftir að Fimleikafélagið hafði unnið hans gömlu félaga KR 3-0.

Hann var að vonum ánægður með sigurinn. ,,Já ég verð að viðurkenna það. Það var dálítið sætt. Ég átti von á meiri dramatík en það er ágætt að vinna líka svona afslappað."

Sigruvin er einnig að finna sig vel í liði FH og hann bætti við: ,,Þetta er einfaldur fótbolti. Við látum boltann vinna og reynum að hafa gaman af þessu og finna einhverjar glufur til að búa til eitthvað sniðugt og það gekk á köflum mjög vel í dag og hefur gengið vel upp á síðkastið. Ég vona að það haldi áfram."

Stuðningsmenn FH voru fjölmennir á meðal þeirra um 3000 áhorfenda sem mættu á KR-völlinn í kvöld og Sigurvin var ánægður með þá. ,,Ég hef engan samanburð. Þetta er fyrsti leikurinn minn. Þetta var ótrúlegt, þeir syngja þarna og tralla með skemmtileg lög, skemmtilega texta, hver leikmaður með sitt lag og þetta er alveg meiriháttar."

,,Ég fékk að heyra lagið mitt. Þeir eru komnir hérna hálftíma,
klukkutíma fyrir leik og ég stóð þarna fyrir framan þá og þeir
sungu fyrir mig. Þetta var gott lag,"
sagði Sigurvin að lokum og brosti.

Sjá einnig:
Kristján: Það vantaði samstöðu og baráttu í þetta
Tryggvi: Ef ég fæ færi þá skora ég
Umfjöllun: Tryggvi fór fyrir FH sem lagði KR þriðja árið í röð
Athugasemdir
banner