Spá Fótbolta.net í Landsbankadeild: 6. sæti
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Fylkir lendi í 6. sæti í Landsbankadeild karla 2006. Tólf sérfræðingar spá í deildina fyrir okkur þetta árið en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær tíu stig, annað sæti níu og svo koll af kolli niður í tíunda sæti sem gefur eitt stig. Fylkir fékk 62 stig út úr þessu.
Sérfræðingarnir sem spáðu eru: Atli Eðvaldsson, Ásmundur Arnarsson, Bjarni Jóhannsson, Gunnar Oddsson, Henry Birgir Gunnarsson, Hrafnkell Kristjánsson, Hörður Magnússon, Jörundur Áki Sveinsson, Logi Ólafsson, Luka Kostic, Pétur Pétursson, Víðir Sigurðsson, Þorlákur Árnason.
H vað segir Ásmundur? Ásmundur Arnarsson er sérstakur álitsgjafi okkar um Landsbankadeild karla. Ásmundur sem er þjálfari Fjölnis sem leikur í 1. deildinni hefur séð mikið af leikjum á undirbúningstímabilinu og lið hans hefur mætt mörgum af liðunum í deildinni.
Hér að neðan má sjá álit Ásmundar á Fylki.
Um Fylkir: Það verður spennandi að fylgjast með Fylkisliðinu í sumar. Fylkir er félag sem hefur í raun allt til að bera til að verða í toppbaráttunni. Þeir hafa öflugan hóp leikmanna, mjög góðan þjálfara og frábæra umgjörð. Það hefur einnig verið góð stemning í árbænum fyrir liðinu þó það hafi kannski aðeins dalað undanfarin ár.
Það hefur verið ótrúlega mikið um meiðsli hjá lykilmönnum hjá þeim undanfarin ár sem hefur tekið sinn toll og þeir hafa því alltaf endað í nokkurs konar meðalmennsku. Ef að leikmenn eins og Haukur Ingi og Ólafur Stígsson verða heilir í ár munar mikið um þá. Peter Gravesen sýndi í fyrra að þar er mjög öflugur leikmaður á ferðinni og svo hafa þeir reynslubolta á borð við Pál Einarsson, Guðna Rúnar Helgason, Val Fannar Gíslason og David Hannah. Einnig er Fjalar öflugur í markinu.
Fylkisliðið er vel spilandi og hefur verið að spila skemmtilegan fótbolta, það var þó mikill missir fyrir þá að missa Eyjólf Héðins út í atvinnumennskuna í vetur því hann er virkilega öflugur leikmaður og var að spila vel fyrir liðið áður en hann fór út. Ef hlutirnir smella saman hjá Fylki kæmi mér ekki á óvart að þeir myndu blanda sér í toppbaráttuna en þó er líklegast að þeir verði um miðbik deildarinnar. Styrkleikar: Mikill hreyfanleiki í liðinu og þeir eru mjög vel spilandi. Ættu að vera öflugir varnarlega þar sem þeir hafa breiðan hóp sterkra og reynslumikilla manna aftarlega á vellinum.
Veikleikar Mér sýnist helst að það vanti breidd sóknarlega og spurning hver tekur að sér markaskorun liðsins í sumar.
Gaman að fylgjast með Það verður gaman að sjá hvort að Húsvíkingurinn Hermann Aðalgeirsson nær að springa út í sumar.
Lykilmaður Peter Graversen.
Þjálfarinn:
Leifur Garðarsson þjálfar nú Fylki annað árið í röð en hann tók við liðinu haustið 2005. Leifur hafði áður verið aðstoðarþjálfari FH í þrjú tímabil þar á undan þegar FH endaði í 2. sæti fyrsta árið og varð Íslandsmeistari næstu tvö á eftir.
Leifur sem er skólastjóri í Áslandsskóla í Hafnarfirði hefur einnig starfað við þjálfun hjá KR þar sem hann sá um yngriflokkastarf fyrir nokkrum árum. Hann var um árabil einn besti körfuboltadómari landsins en hætti því þegar annir fóru að aukast.
Líklegt byrjunarlið Fylkis í upphafi móts:
Völlurinn: Fylkir leikur heimaleiki sína á Fylkisvelli í Árbænum. Völlurinn er sagður taka um 2872 áhorfendur en þrátt fyrir það tókst að troða 4833 áhorfendum á leik liðsins gegn KR fyrir fjórum árum. Í fyrra var bætt við 1200 sæti á Fylkisvöll en sætin fengu Fylkismenn af Laugardalsvelli er gamla stúkan þar var endurnýjuð.
Stuðningsmenn: Meðal þekktra stuðningsmanna Fylkis eru: Jón Magnússon, Sigurður G. Guðjónsson forstjóri Norðurljósa, Haraldur í Andra, Jói úr 70 mínútum og Idolinu, Kári Sturluson tónleikahaldari, Hreggviður Jónsson fyrrum forstjóri Norðurljósa, Dagur Eggersson læknir. . | |
Spáin |
nr. |
Lið |
Stig |
1 |
? |
? |
2 |
? |
? |
3 |
? |
? |
4 |
? |
? |
5 |
? |
? |
6 |
Fylkir |
62 |
7 |
Fram |
51 |
8 |
ÍA |
45 |
9 |
Víkingur |
36 |
10 |
HK |
19 |
Um félagið |
Fylkir Stofnað 1967
Titlar: Bikarmeistarar: 2001, 2002
Búningar: Umbro
Aðalbúningur: Peysa: Appelsínugul / Buxur: Svartar / Sokkar: Appelsínugulir
Varabúningur: Peysa: Svört / Buxur: Svartar / Sokkar: Svartir
Opinber vefsíða: Fylkir.com
|
Komnir og farnir |
Nýjir frá síðasta sumri: |
Freyr Guðlausson úr Þór David Hannah úr Grindavík Kristján Valdimarsson úr Grindavík Halldór Hilmisson úr Þrótti Kjartan Ágúst Breiðdal, snýr aftur eftir meiðsli Mads Beierholm frá Sönderjyske Víðir Leifsson frá Fram Valur Fannar Gíslason frá Val |
Farnir frá síðasta sumri: |
Ragnar Sigurðsson í Gautaborg Björn Viðar Ásbjörnsson, í Víking Sævar Þór Gíslason í Selfoss Hrafnkell Helgason verður frá mest af sumrinu vegna meiðsla Jón Björgvin Hermannsson í Víking Eyjólfur Héðinsson til GAIS Bjarni Þórður Halldórsson í Víking á láni Jens Elvar Sævarsson til Danmerkur |
Koma aftur úr láni: |
Jóhann Ólafur Sigurðsson úr Gróttu |
Leikmenn Fylkis |
nr. |
Nafn |
Staða |
2. |
Kristján Valdimarsson |
Varnarmaður |
3. |
Guðni Rúnar Helgason |
Varnarmaður |
4. |
Þórir Hannesson |
Varnarmaður |
5. |
Ólafur Ingi Stígsson |
Miðjumaður |
6. |
Peter Gravesen |
Miðjumaður |
7. |
Hrafnkell Helgason |
Miðjumaður |
8. |
Páll Einarsson |
Miðjumaður |
10. |
Hermann Aðalgeirsson |
Framherji |
11. |
Kjartan Ágúst Breiðdal |
Miðjumaður |
12. |
Jóhann Ólafur Sigurðsson |
Markvörður |
13. |
Jens Elvar Sævarsson |
Varnarmaður |
14. |
Haukur Ingi Guðnason |
Framherji |
15. |
Víðir Leifsson |
Framherji |
16. |
Andrés Már Jóhannesson |
Miðjumaður |
17. |
Mads Beierholm |
Miðjumaður |
18. |
Fjalar Þorgeirsson |
Markvörður |
19. |
Freyr Guðlaugsson |
Varnarmaður |
20. |
Arnar Þór Úlfarsson |
Varnarmaður |
21. |
David Hannah |
Varnarmaður |
22. |
Halldór Arnar Hilmisson |
Miðjumaður |
23. |
Christian Christiansen |
Framherji |
24. |
Albert Brynjar Ingason |
Framherji |
25. |
Sigurður Helgi Harðarson |
Miðjumaður |
27. |
Arnar Bragi Magnússon |
Varnarmaður |
28. |
Valur Fannar Gíslason |
Varnarmaður |
29. |
Björn Orri Hermannsson |
Varnarmaður |
30. |
Valur Ingi Johansen |
Markvörður |
31. |
Kjartan Andri Baldvinsson |
Framherji |
32. |
Einar Pétursson |
Miðjumaður |
33. |
Ásgeir Börkur Ásgeirsson |
Framherji |
Leikir Fylkis |
Dags: |
Tími |
Leikur |
13. maí |
19:15 |
Breiðablik - Fylkir |
20. maí |
16:00 |
Fylkir - Valur |
24. maí |
19:15 |
Víkingur - Fylkir |
28. maí |
17:00 |
Fylkir - ÍA |
10. júní |
19:15 |
FH - Fylkir |
14. júní |
19:15 |
Fylkir - HK |
18. júní |
19:15 |
Fram - Fylkir |
27. júní |
19:15 |
Keflavík - Fylkir |
4. júlí |
19:15 |
Fylkir - KR |
16. júlí |
19:15 |
Fylkir - Breiðablik |
24. júlí |
19:15 |
Valur - Fylkir |
9. ágúst |
19:15 |
Fylkir - Víkingur |
16. ágúst |
19:15 |
IA - Fylkir |
26. ágúst |
18:00 |
Fylkir - FH |
2. sept |
18:00 |
HK - Fylkir |
16. sept |
16:00 |
Fylkir - Fram |
23. sept |
16:00 |
Fylkir - Keflavík |
29. sept |
14:00 |
KR - Fylkir | |