lau 05. maí 2007 08:04
Hafliði Breiðfjörð
Spá Fótbolta.net í Landsbankadeild: 7. sæti
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Fram lendi í 7. sæti   í Landsbankadeild karla 2006.  Tólf sérfræðingar spá í deildina fyrir okkur þetta árið en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær tíu stig, annað sæti níu og svo koll af kolli niður í tíunda sæti sem gefur eitt stig.  Fram fékk 51 stig út úr þessu.

Sérfræðingarnir sem spáðu eru:
Atli Eðvaldsson, Ásmundur Arnarsson, Bjarni Jóhannsson, Gunnar Oddsson, Henry Birgir Gunnarsson, Hrafnkell Kristjánsson, Hörður Magnússon, Jörundur Áki Sveinsson, Logi Ólafsson, Luka Kostic, Pétur Pétursson,   Víðir Sigurðsson, Þorlákur Árnason.


Hvað segir Ásmundur?
Ásmundur Arnarsson er sérstakur álitsgjafi okkar um Landsbankadeild karla. Ásmundur sem er þjálfari Fjölnis sem leikur í 1. deildinni hefur séð mikið af leikjum á undirbúningstímabilinu og lið hans hefur mætt mörgum af liðunum í deildinni.

Hér að neðan má sjá álit Ásmundar á Fram.

Um Fram:
Framarar eru að koma upp úr 1.deildinni eftir stutt stopp þar. Það er alveg ljóst af liðssöfnun þeirra í vetur að þangað ætla þeir sér ekki aftur. Mikill fjöldi leikmanna hefur komið í safamýrina í vetur og líklega gætu þeir stillt upp 11 manna liði eingöngu skipað “nýjum” leikmönnum. Til að nefna einhverja er Reyni Leossyni væntanlega ætlað að stýra varnarleiknum, þeir fengu Igor Pesic inn á miðjuna og sóknarlega komu Hjálmar Þórarinsson úr atvinnumennsku og auk þess tveir svíar sem lofa mjög góðu. Ég er sérstaklega hrifinn af Alex sem virkar mjög útsjónarsamur leikmaður og á eflaust eftir að leggja ófá mörkin upp í sumar.

Þeir hafa reyndar misst mjög mikilvæga pósta í staðinn og það var mikið áfall fyrir Framara þegar Helgi Sigurðsson skipti yfir í Val. Síðan verður fróðlegt að sjá hvernig Hannesi gengur að fylla skarð Gunnars Sigurðssonar í markinu. Hannes er mjög hæfileikaríkur markvörður en engu að síður frekar ungur og óreyndur og hefur auk þess átt við þrálát meiðsli að stríða í vetur.

Það býr töluverð reynsla í Framliðinu og ég tel ólíklegt að þeir verði í hinni frægu “Fram-fallbaráttu” þetta árið. Það var sterkt fyrir þá að fá Óla Þórðar til þess að taka við liðinu því að mínu mati er hann einmitt karakter sem liðið þurfti til að komast á hærra stig. Framliðið hefur öflugan hóp leikmanna í ár og ef Óla tekst að ná upp stemningu og baráttuandanum sem hann er þekktastur fyrir eru Framarar til alls líklegir í ár.

Styrkleikar:
Það er nokkuð góð breidd í Framliðinu og töluverð reynsla. Mér sýnist þerra styrkleiki vera helst framarlega á vellinum þannig að þeim ætti að ganga ágætlega að skora mörk.

Veikleikar 
Það er spurning hvernig gengur að samstilla lið sem er skipað svona mörgum nýjum leikmönnum. Menn þekkja hugsanlega ekki hvern annan nægilega vel og auk þess hafa nokkrir að þeim leikmönnum sem komu í vetur átt við meiðsli að stríða og því ekki náð að nýta tímann til að kynnast liðinu. Markvarslan gæti orðið spurningamerki en vonandi nær Hannes að sýna sitt rétta andlit og springa út í sumar.

Gaman að fylgjast með
Það verður gaman að fylgjast með markamaskínunni Jónasi Grana Garðarssyni sem hefur held ég aldrei verið í betra formi.

Lykilmaður
Lykilmenn eru Reynir Leósson og Ingvar Óla en þeir þurfa að binda liðið saman varnarlega. Lykillinn að því að Framliðið nái árangri í sumar er að þeir klári sig af því hlutverki og haldist heilir.
 


Þjálfarinn:
Ólafur Þórðarson var í haust ráðinn þjálfari Fram. Hann hóf sinn þjálfunarferil hjá Fylki en þar þjálfaði hann við góðan orðstír 1998-1999. Ólafur tók síðan við þjálfun ÍA fyrir síðasta leik liðsins haustið 1999 og frá því þjálfaði hann liðið allt þar til síðasta sumar þrátt fyrir ótal gylliboða ár eftir ár frá öðrum liðum. Undir hans stjórn varð ÍA einu sinni Íslandsmeistari, tvisvar sinnum bikarmeistari og deildabikarmeistari.  Leiðir skildu hinsvegar milli hans og ÍA eftir fyrri umferðina síðasta sumar og í haust réð hann sig sem þjálfari Fram.

Líklegt byrjunarlið Fram í upphafi móts:

 

Völlurinn:
Framarar leika að venju á þjóðarleikvangnum, Laugardalsvelli, sem aldrei hefur verið glæsilegri en nú.   Sitthvorum megin við völlinn eru tvær stúkur. Sú nýrri tekur 3500 áhorfendur í sæti en sú eldri hefur nú verið endurbætt verulega og tekur 6300 áhorfendur í sæti. Því taka stúkurnar í heildina 9800 áhorfendur en auk þess eru stæði fyrir 5200 manns og því geta 15000 áhorfendur verið á leik á vellinum. Flóðljós eru við völlinn og því gerist það á haustdögum að hægt er að leika leiki við völlinn síðar á kvöldin en annars staðar.


 
Stuðningsmenn:
Meðal þekktra stuðningsmanna Framara eru: Davíð Oddsson Seðlabankastjóri, Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri, Einar Kárason rithöfundur, Hreimur Örn Heimisson poppari, Alfreð Þorsteinsson, Jón Steinar Guðlaugsson lögmaður, Jón Sigurðsson úr Idol, Stefán Pálsson formaður herstöðvarandstæðinga, Ómar Ragnarsson, Helgi Björnsson rokkari, Valtýr Björn Valtýsson íþróttafréttamaður, Steingrímur Ólafsson í Íslandi í dag, Þorsteinn Joð, Snorri Már Skúlason á Skjásporti, Þorgeir Ástvaldsson útvarpsmaður. 
Spáin
nr. Lið Stig
1 ? ?
2 ? ?
3 ? ?
4 ? ?
5 ? ?
6 ? ?
7 Fram 51
8 ÍA 45
9 Víkingur 36
10 HK 19

Um félagið

Knattspyrnufélagið Fram
Stofnað 1908

Titlar:
Íslandsmeistarar: 1913, 1914, 1915, 1916, 1918, 1921, 1922, 1923, 1925, 1939, 1946, 1947, 1962, 1972, 1986, 1988, 1990
Bikarmeistarar: 1970, 1973, 1979, 1980, 1985, 1987, 1989


Búningar:
Errea

Aðalbúningur:

Blá treyja, hvítar buxur, bláir sokkar

Varabúningur:
Hvít treyja, Hvítar buxur, Hvítir sokkar

Opinber vefsíða:
Fram.is


Komnir og farnir
Nýjir frá síðasta sumri:
Reynir Leósson frá Trelleborg
Igor Pesic frá ÍA
Theodór Óskarsson frá HK
Hannes Þ. Halldórsson úr Stjörnunni
Daníel Einarsson úr ÍH
Óðinn Árnason úr Grindavík
Gunnar Líndal Sigurðsson úr Þór
Andri Lindberg Karvelsson frá ÍA, tekur fram skóna eftir 2 ára hlé.
Hjálmar Þórarinsson frá Hearts í Skotlandi
Patrik Redo frá Trelleborg
Alexander Steen frá Trelleborg
Farnir frá síðasta sumri:
Gunnar Sigurðsson hættur
Frank Posch í Stjörnuna
Víðir Leifsson í Fylki,
Helgi Sigursson í Val
Heiðar Geir Júlíusson til Hammarby
Ingólfur Þórarinsson til Selfoss
Arnljótur Davíðsson hættur,
Christopher Vorenkamp í Ými
 
Leikmenn Fram
nr. Nafn Staða
1. Hannes Þór Halldórsson Markvörður
2. Óðinn Árnason Varnarmaður
3. Ingvar Þór Ólason Miðjumaður
4. Viðar Guðjónsson Miðjumaður
5. Eggert Stefánsson Varnarmaður
6. Reynir Leósson Varnarmaður
7. Daði Guðmundsson Miðjumaður
8. Theódór Óskarsson Framherji
9. Jónas Grani Garðarsson Framherji
10. Hjálmar Þórarinsson Framherji
11. Patrik Ted Redo Framherji
12. Gunnar Líndal Sigurðss Markvörður
15. Hans Yoo Mathiesen Miðjumaður
16. Alexander Steen Miðjumaður
17. Grímur Björn Grímsson Framherji
19. Andri Lindberg Karvelss Varnarmaður
21. Igor Pesic Miðjumaður
22. Ívar Björnsson Framherji
23. Daníel Einarsson Miðjumaður
26. Jón Orri Ólafsson Varnarmaður
27. Kristján Hauksson Varnarmaður
29. Jón Guðni Fjóluson Miðjumaður
30. Ögmundur Kristinsson Markvörður
 
Leikir Fram
Dags: Tími Leikur
13. maí 16:00 Valur - Fram
20. maí 19:15 Fram - Víkingur
24. maí 19:15 ÍA - Fram
29. maí 20:00 Fram - FH
10. júní 19:15 HK - Fram
14. júní 19:15 Keflavík - Fram
18. júní 19:15 Fram - Fylkir
28. júní 19:15 KR - Fram
3. júlí 19:15 Fram - Breiðablik
19. júlí 19:15 Fram - Valur
25. júlí 19:15 Víkingur - Fram
9. ágúst 19:15 Fram - ÍA
16. ágúst 19:15 FH - Fram
26. ágúst 20:00 Fram - HK
30. ágúst 20:00 Fram - Keflavík
16. sept 16:00 Fylkir - Fram
23. sept 16:00 Fram - KR
29. sept 14:00 Breiðablik - Fram

Athugasemdir
banner
banner
banner