banner
   fim 03. maí 2007 08:02
Hafliði Breiðfjörð
Spá Fótbolta.net í Landsbankadeild: 9. sæti
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Víkingur lendi í 9. og næstneðsta sæti   í Landsbankadeild karla 2006 og sleppi þar með við að falla úr deildinni því aðeins eitt lið fellur í ár.  Tólf sérfræðingar spá í deildina fyrir okkur þetta árið en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær tíu stig, annað sæti níu og svo koll af kolli niður í tíunda sæti sem gefur eitt stig.  Víkingur fékk 36 stig út úr þessu.

Sérfræðingarnir sem spáðu eru:
Atli Eðvaldsson, Ásmundur Arnarsson, Bjarni Jóhannsson, Gunnar Oddsson, Henry Birgir Gunnarsson, Hrafnkell Kristjánsson, Hörður Magnússon, Jörundur Áki Sveinsson, Logi Ólafsson, Luka Kostic, Pétur Pétursson,   Víðir Sigurðsson, Þorlákur Árnason.


Hvað segir Ásmundur?
Ásmundur Arnarsson er sérstakur álitsgjafi okkar um Landsbankadeild karla. Ásmundur sem er þjálfari Fjölnis sem leikur í 1. deildinni hefur séð mikið af leikjum á undirbúningstímabilinu og lið hans hefur mætt mörgum af liðunum í deildinni.

Hér að neðan má sjá álit Ásmundar á Víkingi.


Um Víking
Víkingsliðið er mikið baráttulið. Þeir eru líkamlega sterkir og spila agaðan og góðan varnarleik sem er aðall Magga Gylfa. Þeir fengu á sig næst fæst mörk í deildinni í fyrra ásamt Val 18 mörk og það er mikilvægt fyrir þá í ár að halda þeim standard áfram. Þeir náðu ágætisárangri í lengjubikarnum en það er spurning hvernig þetta kemur til með að ganga hjá þeim þegar í alvöruna er komið. Þeir eru í ákveðnum vandræðum með mannskap því þeir hafa bæði misst töluvert af lykilmönnum frá því í fyrra og ekki kannski fengið eins afgerandi menn í staðinn.

Leikmenn eins og Höskuldur Eiríks, Viktor Bjarki Arnarson, Daníel Hjaltason og Davíð Þór Rúnarsson voru að spila lykilhlutverk í fyrra og ég sé ekki þá leikmenn sem komnir eru í staðinn ná að fylla þessi skörð. Þó er fróðlegt að sjá hvort “gamli maðurinn” Kekic eigi nægilega mikið eftir til að setja mark sitt á deildina fyrir Víkinga, því þeir þurfa virkilega á því að halda.

Auk þess hafa þeir verið í meiðslavandræðum undanfarið. Arnar Jón hefur verið frá undanfarið og ekki ljóst hvenær hann verður klár og nú nýverið meiddist Hörður Bjarna einnig ílla. Síðast en ekki síst missa þeir Ingvar Kale í meiðsli en fá staðinn Bjarna Þórð sem á að geta leyst þessa stöðu enda markvörður með mikla hæfileika. Hann er hins vegar sjálfur að koma uppúr langvarandi meiðslum og því spurning um hans leikæfingu fyrir sumarið. Ég tel að Víkingar verði eitt af þeim liðum sem berjast um það að forðast fallsætið í ár.. 

Styrkleikar:
Vel skipulagðir og spila yfirleitt góðan varnarleik. Líkamlega sterkir og verða því alltaf erfiðir viðureignar fyrir hvaða lið sem er.

Veikleikar 
Helsti veikleikinn virðist vera sóknarlega hjá Víkingum. Þeir hafa misst mikið af sóknarmönnum frá því í fyrra og ég er ekki viss um að þeir nái að fylla þau skörð.

Gaman að fylgjast með
Það verður gaman að fylgjast með Stefáni Kára Sveinbjörnssyni en þar er mjög efnilegur leikmaður á ferðinni og mikill keppnismaður.

Lykilmaður
Grétar Sigfinnur Sigurðarson á eftir að vera lykilmaður í þeirra varnarleik og hann þarf að taka á sig mikið stjórnunarhlutverk í sumar. Ef Kekic verður í góðu standi á hann væntanlega eftir að vera lykilmaður sóknarlega og getur hvenær sem er tekið upp á því að klára leikina.
 


Þjálfarinn:
Magnús Gylfason þjálfar Víkinga nú annað árið í röð. Magnús tók við ÍBV í nóvember 2002 og gerði tveggja ára samning. Hann hafði áður þjálfað yngri landslið Íslands við góðan orðstýr auk þess að stjórna 2. flokki KR og hafa verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks KR. Á síðara ári sínu með ÍBV, sumarið 2004, náði hann öðru sæti deildarinnar og liðið átti möguleika á Íslandsmeistaratitli allt fram til loka deildarinnar. Hann tók svo við KR um haustið en hætti með liðið á miðju sumri. Magnús tók svo við Víkingi fyrir síðustu leiktíð og undir hans stjórn endaði liðið í sjöunda sæti Landsbankadeildarinnar í fyrra.



Líklegt byrjunarlið Víkinga í upphafi móts:

 

Völlurinn:
Glæsileg stúka í Víkinni var vígð skömmu fyrir fyrsta leik Landsbankadeildarinnar sumarið 2004. Hún tekur 1149 í sæti og er yfirbyggð svo enginn þarf að þola rigningu á höfuð sér. Auk þess eru 100 stæði án þaks.


 
Stuðningsmenn:
Meðal þekktra stuðningsmanna Víkinga eru Heimir Karlsson, Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður, Hallur Hallsson, Kormákur, Jóhann Óli auðjöfur, meðlimir hljómsveitarinnar Leaves, Guðni Már Henningsson, Gulli Helga, Sveppi, Logi Bergmann Eiðsson, séra Pálmi Matthíasson, Sólveig Pétursdóttir Forseti alþingis og Kristinn Björnsson maður hennar, Heimir Gunnlaugsson tölvunarfræðingur og Guðjón Guðmundsson viðskiptafræðingur.
Spáin
nr. Lið Stig
1 ? ?
2 ? ?
3 ? ?
4 ? ?
5 ? ?
6 ? ?
7 ? ?
8 ? ?
9 Víkingur 36
10 HK 19

Um félagið

Knattspyrnufélagið Víkingur
Stofnað 1908

Titlar:
Íslandsmeistarar: 1920, 1924, 1981, 1982, 1991.
Bikarmeistarar: 1971


Búningar:
Prostar

Aðalbúningur:

Peysa: Rauð og svört / Buxur: Svartar / Sokkar: Hvítir

Varabúningur:
Peysa: Hvít / Buxur: Hvítar / Sokkar: Rauðir

Opinber vefsíða:
Víkingur.is


Stuðningsmannasíða:

Víkingur.net


Komnir og farnir
Nýjir frá síðasta sumri:
Gunnar Kristjánsson úr KR
Björn Viðar Ásbjörnsson úr Fylki
Pétur Örn Svansson úr Leikni
Egill Atlason, tekur fram skóna á ný
Jón Björgvin Hermannsson frá Fylki
Sinisa Kekic frá Þrótti
Bjarni Þórður Halldórsson frá Fylki á láni
Hermann Albertsson frá FH
Farnir frá síðasta sumri:
Daníel Hjaltason, í Val
Ingvar Kale, verður líklega frá vegna meiðsla
Viktor Bjarki Arnarson í Lillestrom
Einar Guðnason, óvíst hvert hann fer
Davíð Þór Rúnarsson í Fjölni
Höskuldur Eiríksson í Viking Noregi í láni
Gunnar Steinn Ásgeirsson í Aftureldingu á láni
Rodney Perry í Völsung
Rannver Sigurjónsson í Fjölni
Hörður S. Bjarnason missir af tímabilinu vegna meiðsla
Komnir til baka úr láni:
Danislav Jevtic frá Hvöt
 
Leikmenn Víkinga
nr. Nafn Staða
1. Ingvar Kale Markvörður
2. Hermann Albertsson Varnarmaður
3. Arnar Jón Sigurgeirssson Framherji
4. Jón Guðbrandsson Varnarmaður
5. Milos Glogovac Varnarmaður
6. Haukur Úlfarsson Miðjumaður
7. Björn Viðar Ásbjörnsson Framherji
8. Gunnar Kristjánsson Framherji
9. Sinisa Kekic Miðju/framherji
10. Jökull Elísabetarson Miðjumaður
11. Grétar S. Sigurðarson Varnarmaður
12. Kjartan Ólafsson Markvörður
13. Valur Úlfarsson Varnarmaður
14. Pétur Svansson Miðjumaður
16. Halldór Smári Sigurðsson Miðjumaður
17. Stefán Kári Sveinbjörnss. Miðjumaður
18. Bjarni Þórður Halldórsson Markmaður
21. Þorvaldur Sveinn Sveinss Varnarmaður
22. Magnús Magnússon Markvörður
23. Egill Atlason Framherji
24. Arnar Jónsson Miðjumaður
25. Hörður Bjarnason Varnarmaður
26. Kristján Vilhjálmsson Varnarmaður
27. Arnar Þórarinsson Framherji
28. Jón Björgvin Hermannss Miðjumaður
29. Jón Steinar Ágústsson Miðjumaður
30. Andri Gunnarsson Varnarmaður
31. Örn Úlfarsson Miðjumaður
 
Leikir Víkinga
Dags: Tími Leikur
13. maí 19:15 Víkingur - HK
20. maí 19:15 Fram - Víkingur
24. maí 19:15 Víkingur - Fylkir
28. maí 19:15 KR - Víkingur
7. júní 20:00 Víkingur - Breiðablik
13. júní 19:15 Valur - Víkingur
20. júní 19:15 Víkingur - Keflavík
26. júní 19:15 Víkingur - ÍA
3. júlí 19:15 FH - Víkingur
16. júlí 19:15 HK - Víkingur
25. júlí 19:15 Víkingur - Fram
9. ágúst 19:15 Fylkir - Víkingur
16. ágúst 19:15 Víkingur - KR
26. ágúst 18:00 Breiðablik - Víkingur
30. ágúst 18:00 Víkingur - Valur
16. sept 16:00 Keflavík - Víkingur
23. sept 16:00 ÍA - Víkingur
29. sept 14:00 Víkingur - FH

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner