Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 04. maí 2007 08:04
Hafliði Breiðfjörð
Spá Fótbolta.net í Landsbankadeild: 8. sæti
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að ÍA lendi í 8. sæti   í Landsbankadeild karla 2006.  Tólf sérfræðingar spá í deildina fyrir okkur þetta árið en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær tíu stig, annað sæti níu og svo koll af kolli niður í tíunda sæti sem gefur eitt stig.  ÍA fékk 45 stig út úr þessu.

Sérfræðingarnir sem spáðu eru:
Atli Eðvaldsson, Ásmundur Arnarsson, Bjarni Jóhannsson, Gunnar Oddsson, Henry Birgir Gunnarsson, Hrafnkell Kristjánsson, Hörður Magnússon, Jörundur Áki Sveinsson, Logi Ólafsson, Luka Kostic, Pétur Pétursson,   Víðir Sigurðsson, Þorlákur Árnason.


Hvað segir Ásmundur?
Ásmundur Arnarsson er sérstakur álitsgjafi okkar um Landsbankadeild karla. Ásmundur sem er þjálfari Fjölnis sem leikur í 1. deildinni hefur séð mikið af leikjum á undirbúningstímabilinu og lið hans hefur mætt mörgum af liðunum í deildinni.

Hér að neðan má sjá álit Ásmundar á ÍA.

Um ÍA:
Skagaliðið verður stórt spurningamerki í sumar. Þeir voru í töluverðum vandræðum í fyrra, voru í fallbaráttu allt sumarið, gekk skelfilega í fyrri umferðinni og enduðu með 22 stig.

Síðan þá hafa þeir misst mjög sterka leikmenn s.s. Arnar, Bjarka, Igor Pesic, Hjört Hjartar, Hafþór Ægir og Pálma Haralds. Þeir hafa fengið lítið sem ekkert í staðinn og þessi skörð verða vandfyllt hjá þeim. Þeir hafa verið að leita eftir styrkingu erlendis frá undanfarið en hvort sem það gengur eftir eða ekki er ljóst að þetta sumar verður erfitt hjá þeim. Þetta er verðugt verkefni fyrir Guðjón Þórðarson sem kemur nú aftur inn í íslenska boltann eftir hlé. Það er alltaf fróðlegt að fylgjast með hans liðum og hann kemur oft með aðra sýn og áherslur á bæði umgjörð, taktík og spilamennsku liða sinna.

Guðjón kemur sínum liðum alltaf í form og nær einstaklega vel að mótivera sitt lið og það hefur sést í vetur að það er mikil barátta í liðunu og þeir reyna að hafa hátt tempó á spilinu. Það mun mæða mikið á bræðrunum Bjarna og Þórði og stóra spurningin í því er hvort Þórður nær að vera laus við meiðsli.

Mér hefur fundist vanta hjá þeim leiðtoga í öftustu línu, spurning með markvörsluna og sterkan senter og ef þeim tekst að manna það erlendis frá nú fyrir mót þá gætu þeir verið lausir við fallbaráttuna en ég tel samt að það verði þeirra hlutskipti í ár.

Styrkleikar:
Mikil baráttugleði og samstaða þar sem stórt hlutfall liðsins eru heimamenn.

Veikleikar 
Veikleikarnir eru nokkrir, s.s. markvarsla, aftasta línan er spurningamerki og svo vantar markaskorara.

Gaman að fylgjast með
Það er alltaf gaman að fylgjast með Guðjóni Þórðasyni og hans liðum. Fróðlegt verður að sjá hvernig ungir og efnilegir heimamenn standa sig í baráttunni.

Lykilmaður
Bjarni Guðjónsson er þeirra lykilmaður á miðjunni og spilið þeirra fer mikið í gegnum hann. Þá er einnig mikilvægt að Þórður Guðjóns og Dean Martin nái að sýna sitt rétta andlit.
 


Þjálfarinn:
Guðjón Þórðarson er kominn heim á ný og tekinn við þjálfun Skagamanna í fjórða sinn. Hann stýrði þeim fyrst árið 1987, þá 1991-1993, svo 1996 og tók svo við liðinu á ný tíu árum síðar nú í haust.  Guðjón hefur gríðarlega reynslu við þjálfun en hann hefur starfað við það síðan árið 1987 þegar hann tók við ÍA. Hann starfaði síðast hér á landi á síðasta ári er hann tók við Keflavík í ársbyrjun 2005 en hætti með liðið þremur dögum fyrir Íslandsmótið í maí.

Hann stýrði íslenska landsliðinu frá 1997 til 1999 og undir hans stjórn náði liðið frábærum árangri og skaust upp heimslista FIFA. Eftir það fór hann til Englands þar sem hann tók þátt í Íslendingavæðingu Stoke City þar sem hann var knattspyrnustjóri.

Hann var hjá Stoke til ársins 2002 og árið eftir tók hann við Barnsley sem hann stýrði tímabilið 2003-2004. Hann kom svo heim til Íslands og tók við Keflavík og stýrði þeim fyrri hluta ársins 2005 en tók um sumarið við Notts County sem hann stýrði út síðasta tímabil. Auk þess stýrði hann Start í Noregi í stuttan tíma.

Líklegt byrjunarlið ÍA í upphafi móts:

 

Völlurinn:
Akranesvöllur tekur í heildina um 6000 áhorfendur. Stúkan sem er öðrum megin við völlinn tekur 570 í sæti en auk þess er pláss fyrir áhorfendur allt í kringum völlinn meðal annars í grasbrekkum. Talan 6000 er kannski ekki alveg rétt þó því árið 1996, á lokaleik umferðarinnar í leik ÍA og KR voru 7700 áhorfendur. .


 
Stuðningsmenn:
Meðal þekktra stuðningsmanna ÍA eru: Brynjólfur Þór Guðmundsson fréttastjóri á DV, Jóhann Ársælsson alþingismaður,  Óli Palli dagskrárgerðarmaður á Rás 2, Gunni Sig bakari, Valdimar K Friðriksson þingmaður, Árni Ibsen rithöfundur, Jakob Einarsson leikari, Gísli S. Einarsson, Benedikt Helgason fyrrverandi bakari, Arnór Pétursson fyrrum formaður Sjálfsbjargar, Helgi B. Daníelsson. .
Spáin
nr. Lið Stig
1 ? ?
2 ? ?
3 ? ?
4 ? ?
5 ? ?
6 ? ?
7 ? ?
8 ÍA 45
9 Víkingur 36
10 HK 19

Um félagið

Íþróttabandalag Akranes
 Stofnað 1946
 
 Titlar:
 Íslandsmeistarar: 1951, 1953, 1954, 1957, 1958, 1960, 1970, 1974, 1975, 1977, 1983, 1984, 1992, 1993, 1994, 1995, 1996, 2001.
Bikarmeistarar: 1978, 1982, 1983, 1984, 1986, 1993, 1996, 2000, 2003.
Deildabikarmeistarar: 1996, 1999, 2003.
 
Búningar:
Gool
 
Aðalbúningur:
Peysa: Gul og svört / Buxur: Svartar / Sokkar: Gulir og svartir  

Varabúningur:
Peysa: Hvít og blá / Buxur: Hvítar / Sokkar: Hvítir og bláir 

 
Opinber vefsíða:

 ÍA.is/KIA


Stuðningsmannasíða
Skagamenn.com


Komnir og farnir
Nýjir frá síðasta sumri:
Tinni Kári Jóhannesson frá ÍR
Jón Þór Hauksson tekur fram skóna að nýju
Farnir frá síðasta sumri:
Pálmi Haraldsson hættur
Arnar Gunnlaugsson í FH
Bjarki Gunnlaugsson í FH
Igor Pesic í Fram
Hafþór Ægir Vilhjálmsson, í Val
Hjörtur Hjartarson, í Þrótt
Bjarki Freyr Guðmundsson í Keflavík
Komnir til baka úr láni:
Högni Haraldsson úr Kára
Helgi Pétur Magnússon frá HK
 
Leikmenn ÍA
nr. Nafn Staða
1. Páll Gísli Jónsson Markvörður
2. Árni Thor Guðmundsson Varnarmaður
3. Guðjón Heiðar Sveinsson Varnarmaður
4. Bjarni Guðjónsson Miðjumaður
5. Heimir Einarsson Varnarmaður
6. Helgi Pétur Magnússon Miðjumaður
7. Dean Martin Miðjumaður
8. Ellert Jón Björnsson Varnarm/Miðj
9. Andri Júlíusson Framherji
10. Þórður Guðjónsson Miðjumaður
11. Kári Steinn Reynisson Varnarmaður
12. Skarphéðinn Magnússon Markvörður
14. Jón Vilhelm Ákason Miðjumaður
15. Arnar Már Guðjónsson Miðjumaður
16. Björn Bergmann Sigurðss Framherji
17. Guðmundur B. Guðjónss Miðjumaður
20.. Jón Þór Hauksson Miðjumaður
21. Aron Pétursson Miðjumaður
22. Ragnar Leósson Miðjum/Framh.
24. Atli Guðjónsson Varnarmaður
26. Gísli F. Brynjarsson Framherji
27. Kristinn Darri Röðulsson Varnarmaður
28. Tinni Kári Jóhannesson Miðjumaður
29. Ísleifur Guðmundsson Varnarmaður
30. Trausti Sigurbjörnsson Markmaður
 
Leikir ÍA
Dags: Tími Leikur
12. maí 14:00 ÍA - FH
21. maí 20:00 HK - ÍA
24. maí 19:15 ÍA - Fram
28. maí 17:00 Fylkir - ÍA
10. júní 20:00 ÍA - KR
14. júní 19:15 Breiðablik - ÍA
19. júní 19:15 ÍA - Valur
26. júní 19:15 Víkingur - ÍA
4. júlí 19:15 ÍA - Keflavík
15. júlí 19:15 FH - ÍA
26. júlí 19:15 ÍA - HK
9. ágúst 19:15 Fram - ÍA
16. ágúst 19:15 ÍA - Fylkir
26. ágúst 18:00 KR - ÍA
2. sept 18:00 ÍA - Breiðablik
16. sept 16:00 Valur - ÍA
23. sept 16:00 ÍA - Víkingur
29. sept 14:00 Keflavík - ÍA

Athugasemdir
banner