mán 07. maí 2007 08:02
Hafliði Breiðfjörð
Spá Fótbolta.net í Landsbankadeild: 5. sæti
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Breiðablik lendi í 5. sæti í Landsbankadeild karla 2007. Tólf sérfræðingar spá í deildina fyrir okkur þetta árið en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær tíu stig, annað sæti níu og svo koll af kolli niður í tíunda sæti sem gefur eitt stig. Breiðablik fékk 73 stig út úr þessu.

Sérfræðingarnir sem spáðu eru:
Atli Eðvaldsson, Ásmundur Arnarsson, Bjarni Jóhannsson, Gunnar Oddsson, Henry Birgir Gunnarsson, Hrafnkell Kristjánsson, Hörður Magnússon, Jörundur Áki Sveinsson, Logi Ólafsson, Luka Kostic, Pétur Pétursson, Víðir Sigurðsson, Þorlákur Árnason.


Hvað segir Ásmundur?
Ásmundur Arnarsson er sérstakur álitsgjafi okkar um Landsbankadeild karla. Ásmundur sem er þjálfari Fjölnis sem leikur í 1. deildinni hefur séð mikið af leikjum á undirbúningstímabilinu og lið hans hefur mætt mörgum af liðunum í deildinni.

Hér að neðan má sjá álit Ásmundar á Breiðablik.

Um Breiðablik:
Breiðablik hefur spilað á köflum geysivel í vetur og sigraði sinn riðil í Lengjubikarnum mjög sannfærandi.  Það hefur hins vegar gerst oftar en einu sinni að félög standa sig vel á undirbúningstímabili en svo gengur ekkert upp þegar í keppnistímabilið er komið.  Það gerðist til dæmis fyrir Breiðablik árið 2001 en þá unnu þeir sinn riðil einnig sannfærandi, unnu 2 fyrstu leikina í mótinu en enduðu svo neðstir með 14 stig.    
Liðið spilar mjög skemmtilegan bolta og hefur skorað mikið af mörkum í leikjum sínum í vetur.  Þeir hafa fengið 2 mjög öfluga erlenda leikmenn til liðs við sig auk þeirra sem voru hjá þeim í fyrra og sérstaklega hef ég heillast af Prince, en hann er gríðarlega hraður, leikinn og skemmtilegur leikmaður.  Það munar líka gríðarlega mikið um það að í ár spilar Arnar Grétarsson með þeim allt tímabilið.  Hann kom til þeirra í fyrra um miðbik mótsins og var stór þáttur í því að snúa gengi liðsins til betri vegar. 
Ólafur Kristjánsson þjálfari og Arnar Bill aðstoðarþjálfari hafa verið að gera mjög skemmtilega hluti með þetta lið í vetur og það sést á spilamennsku þess.  Þeir spila mjög skipulagðan leik en jafnframt skemmtilegan.  Breiðablik hefur 5 erlenda leikmenn innan sinna raða og þó restin af hópnum sé að mestu skipaður uppöldum Blikum þá hlýtur að vera kúnst að láta þetta virka sem eina heild.  Ég hef ekki trú á því að Breiðablik þurfi að óttast fallið þetta árið en hvort þeir ná eitthvað að blanda sér í toppbaráttuna er stór spurning þó þeir ætli sér það sjálfsagt.

Styrkleikar:
Miðað við spilamennskuna í vetur þá er sóknarlínan mjög sterk og þeir skoruðu t.d. að meðaltali 3,8 mörk í leik í lengjubikarnum. Meðan að Prince og Nenad Zivanovic skora nánast mark í leik þá þurfa þeir ekki að hafa áhyggjur af því og auk þess gæti hinn efnilegi Kristinn Steindórsson líka dottið inn með nokkur.

Veikleikar
Það mætti hugsanlega benda á varnarlínuna sem mögulegan veikleika hjá Breiðablik og mér sýnist þeir hafa minnstu breiddina þar.

Gaman að fylgjast með
Kristni Steindórssyni og Prince Linval Reuben Mathilda.

Lykilmaður
Arnar Grétarsson er algjör lykilmaður í þessu liði.


Þjálfarinn:
Ólafur Helgi Kristjánsson þjálfar Breiðablik en hann tók við liðinu á miðju sumri í fyrra eftir að Bjarni Jóhannsson hætti og undir stjórn Ólafs lauk Breiðablik tímabilinu í 5. sæti.   Hann hóf þjálfaraferil sinn hjá AGF í Danmörku þar sem hann var um árabil. Eftir að hann sneri aftur til Íslands tók hann við liði Fram á miðju sumri 2004 og bjargaði liðiu frá falli það ár en árið eftir stýrði hann svo liðinu aftur en þá féll Fram.  Ólafur gerði það gott sem leikmaður á einnig en á ferli sínum lék hann með FH og KR hér heima, auk AGF í Danmörku. Hann lék með íslenska landsliðinu á þeim tíma.

Líklegt byrjunarlið Breiðabliks í fyrsta leik:



Völlurinn:
Breiðablik leikur heimaleiki sína á Kópavogsvelli eins og nágrannar þeirra í HK gera einnig. Völlinn umlykur hlaupabraut og við hlið hennar er lítil stúka sem tekur 369 áhorfendur. Gengt stúkunni voru áður uppbyggð stæði en nú er verið að byggja nýja glæsilega stúku á þeim stað sem mun verða tilbúin í júlí. Önnur áhorfendaaðstaða í kringum völlinn er grasbrekka þar sem margir áhorfendur koma sér jafnan fyrir.



Stuðningsmenn:
Meðal þekktra stuðningsmanna Breiðabliks eru Gilzenegger, Dr. Gunni, Þórólfur Árnason, Hjálmar Hjálmarsson (grínisti), Kristján Hreinsson skáld.

Spáin
nr. Lið Stig
1 ? ?
2 ? ?
3 ? ?
4 ? ?
5 Breiðablik 73
6 Fylkir 62
7 Fram 51
8 ÍA 45
9 Víkingur 36
10 HK 19

Um félagið

Breiðablik
Stofnað 1950

Titlar:

Aðalbúningur:
Peysa: Græn og hvít / Buxur: Hvítar / Sokkar: Hvítir

Varabúningur:
Peysa: Hvít / Buxur: Hvítar / Sokkar: Rauðir

Opinber vefsíða:
Breiðablik.is


Komnir og farnir
Nýjir frá síðasta sumri:
Nenad Petrovic frá Serbíu
Prince Rajcomar frá Hollandi
Guðjón Pétur Lýðsson frá Haukum
Farnir frá síðasta sumri:
Ragnar Heimir Gunnarsson í Fjölni
Þorsteinn V. Einarsson í ÍR
Marel Baldvinsson til Molde
Viktor Unnar Illugason til Reading
Petr Podzemsky til Tékklands
Koma aftur úr láni:
Ágúst Þór Ágústsson úr Fjölni
Gunnar Örn Jónsson úr Fjölni
Haraldur Guðmundsson úr Fjölni
Sigurður Heiðar Höskuldsson úr ÍR

Leikmenn Breiðabliks
nr. Nafn Staða
1. Hjörvar Hafliðason Markvörður
2. Árni Kristinn Gunnarsson Varnarmaður
3. Stig Krohn Haaland Varnarmaður
4. Arnór Sveinn Aðalsteinss Varnar/Miðjum
5. Srdjan Gasic Varnarmaður
6. Kári Ársælsson Varnarmaður
7. Kristján Óli Sigurðsson Miðjumaður
8. Arnar Grétarsson Miðjumaður
9. Prince Rajcomar Framherji
10. Magnús Páll Gunnarsson Miðjum/Framh
11. Olgeir Sigurgeirsson Miðjumaður
12. Vignir Jóhannesson Markvörður
13. Steinþór Freyr Þorsteinss Miðjumaðu
14. Guðjón Pétur Lýðsson Miðjumaður
15. Guðmann Þórisson Varnarmaður
16. Guðmundur Kristjánsson Miðjumaður
17. Hlynur Hauksson Varnarmaður
18. Ágúst Þór Ágústsson Varnar/Miðjum
19. Kristinn Jónsson Varnarmaður
20. Þór Steinar Ólafs Varnarmaður
21. Nenad Zivanovic Framherji
22. Ellert Hreinsson Framherji
23. Gunnar Örn Jónsson Miðjumaður
25. Nenad Petrovic Miðjumaður
28. Guðjón Gunnarsson Miðjumaður
30. Kristinn Steindórsson Framherji

Leikir Breiðabliks
Dags: Tími Leikur
13. maí 19:15 Breiðablik - Fylkir
20. maí 19:15 KR - Breiðablik
24. maí 19:15 Breiðablik - Keflavík
28. maí 19:15 Breiðablik - Valur
7. júní 20:00 Víkingur - Breiðablik
14. júní 19:15 Breiðablik - ÍA
20. júní 19:15 FH - Breiðablik
26. júní 19:15 Breiðablik - FH
3. júlí 19:15 Fram - Breiðablik
16. júlí 19:15 Fylkir - Breiðablik
25. júlí 19:15 Breiðablik - KR
9. ágúst 19:15 Keflavík - Breiðablik
16. ágúst 19:15 Valur - Breiðablik
26. ágúst 18:00 Breiðablik - Víkingur
2. sept 18:00 ÍA - Breiðablik
16. sept 16:00 Breiðablik - FH
23. sept 16:00 HK - Breiðablik
29. sept 14:00 Breiðablik - Fram

Athugasemdir
banner
banner