Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
   mið 01. maí 2024 12:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu dramtískt myndband frá Grindavík - „Takk Víkingur"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson
Í dag verður sannkallaður Grindavíkurdagur í Fossvogi þegar kvenna- og karlalið Grindavíkur spila á Víkingsvelli. Kvennaliðið spilar fyrst í Mjólkurbikarnum klukkan 16:00 og svo á karlaliðið opnunarleik Lengjudeildarinnar klukkan 19:15.

Knattspyrnudeild Grindavíkur birti á samfélagsmiðlum myndband sem sýnir hvaða áhrif náttúruhamfarirnar hafa haft á bæinn í vetur. Sprunga er í gegnum Grindavíkurvöll og fleiri í bænum. Víkingum er sérstaklega þakkað fyrir að bjóða Grindvíkingum upp á daginn í dag.

„Við hjá Knattspyrnudeild Grindavíkur viljum þakka Víkingi Reykjavík fyrir allt sem þeir hafa gert fyrir okkur."

„Það er erfitt fyrir okkur að missa heimavöllinn okkar í Grindavík og samfélagið sem við syrgjum svo sárt. Víkingar hafa hjálpað okkur svo við getum spilað fótbolta í sumar og hafa verið ómetanlegir í einu og öllu. TAKK."

„Einnig viljum við þakka Slökkviliði Grindavíkur fyrir að aðstoða okkur við gerð þessa myndbands svo það gæti orðið að veruleika og síðast en ekki síst þökkum við Ingiberg Þór formanni Körfuknattleiksdeildarinnar fyrir að mynda fyrir okkur,"
segir í færslu knattspyrnudeildar Grindavíkur.

Smelltu hér til að sjá myndbandið
Athugasemdir
banner