Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
föstudagur 17. maí
Mjólkurbikar karla
mánudagur 13. maí
Lengjudeild kvenna
þriðjudagur 7. maí
Lengjudeild kvenna
mánudagur 6. maí
Besta-deild karla
Lengjudeild kvenna
laugardagur 4. maí
2. deild karla
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
miðvikudagur 1. maí
Lengjudeild karla
mánudagur 29. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 23. apríl
föstudagur 19. apríl
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
laugardagur 18. maí
Super League - Women
Arsenal W - Brighton W - 14:00
Aston Villa W - Manchester City W - 14:00
Bristol City W - Everton W - 14:00
Leicester City W - Liverpool W - 14:00
Manchester Utd W - Chelsea W - 14:00
Tottenham W - West Ham W - 14:00
Bundesligan
Dortmund - Darmstadt - 13:30
Union Berlin - Freiburg - 13:30
Leverkusen - Augsburg - 13:30
Eintracht Frankfurt - RB Leipzig - 13:30
Wolfsburg - Mainz - 13:30
Hoffenheim - Bayern - 13:30
Werder - Bochum - 13:30
Stuttgart - Gladbach - 13:30
Heidenheim - Köln - 13:30
Serie A
Lecce - Atalanta - 16:00
Torino - Milan - 18:45
Úrvalsdeildin
Dinamo - Kr. Sovetov - 11:00
Lokomotiv - Fakel - 13:30
Sochi - FK Krasnodar - 16:00
La Liga
Alaves - Getafe - 19:00
Damallsvenskan - Women
Vittsjo W - Norrkoping W - 13:00
AIK W - Hacken W - 13:00
Elitettan - Women
Alingsas W - Umea W - 11:00
Orebro SK W - Bollstanas W - 11:00
Malmo FF W - Sundsvall W - 11:00
Lidkoping W - Gamla Upsala W - 13:00
Jitex W - Mallbacken W - 13:00
banner
lau 04.maí 2024 10:00 Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Magazine image

Spá þjálfara í 2. deild: 1. sæti

Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla þjálfara liðanna í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. KFA var spáð toppsætinu með yfirburðum.

Deildin hefst í dag og verður heil umferð spiluð:

14:00 Selfoss-Kormákur/Hvöt (JÁVERK-völlurinn)
14:00 KFA-Þróttur V. (Fjarðabyggðarhöllin)
14:00 Haukar-Höttur/Huginn (BIRTU völlurinn)
14:00 Reynir S.-Ægir (Brons völlurinn)
16:00 Víkingur Ó.-Völsungur (Ólafsvíkurvöllur)
16:00 KFG-KF (Samsungvöllurinn)

Úr leik hjá KFA á síðustu leiktíð.
Úr leik hjá KFA á síðustu leiktíð.
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mikael Nikulásson, þjálfari KFA.
Mikael Nikulásson, þjálfari KFA.
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Geir Sigurbjörn Ómarsson er spennandi leikmaður.
Geir Sigurbjörn Ómarsson er spennandi leikmaður.
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Marteinn Már Sverrisson var markahæsti leikmaður KFA á síðustu leiktíð.
Marteinn Már Sverrisson var markahæsti leikmaður KFA á síðustu leiktíð.
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Eggert Gunnþór er líklega stærsti prófíllinn í deildinni.
Eggert Gunnþór er líklega stærsti prófíllinn í deildinni.
Mynd/Fótbolti.net - J.L.
Þórður Ingason mun verja mark KFA í sumar.
Þórður Ingason mun verja mark KFA í sumar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvað gerir KFA í sumar?
Hvað gerir KFA í sumar?
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spáin:
1. KFA, 113 stig
2. Selfoss, 97 stig
3. Haukar, 96 stig
4. Víkingur Ó. 94 stig
5. Þróttur V., 92 stig
6. Ægir, 78 stig
7. Höttur/Huginn, 56 stig
8. KFG, 54 stig
9. Völsungur, 37 stig
10. Reynir S., 35 stig
11. KF, 27 stig
12. Kormákur/Hvöt, 13 stig

1. KFA
Knattspyrnufélag Austfjarða spilaði sitt annað tímabil eftir sameiningu í fyrra og átti miklu betra tímabil en árið áður. Á sínu fyrsta tímabili var KFA í bullandi fallbaráttu í 2. deild, en í fyrra var liðið í baráttu á hinum enda töflunnar. KFA var lengi vel taplaust í deildinni og var útlitið gott stóran hluta sumars. En undir lokin fóru hlutirnir úrskeiðis og KFA missti af því að komast upp í Lengjudeildina. Ef spáin rætist í ár, þá flýgur liðið upp um deild í sumar.

Þjálfarinn: Mikael Nikulásson framlengdi samning sinn við KFA og stýrir því liðinu á sínu öðru tímabili í sumar. Mikael, eða Mike eins og hann er oftast kallaður, gerði flotta hluti með KFA síðasta sumar en liðið var taplaust lengi vel eins og segir hér að ofan. Mikael er einn skemmtilegasti karakter íslenska boltans en hann hefur getið af sér gott orð sem sérfræðingur í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni. Eggert Gunnþór Jónsson verður spilandi aðstoðarþjálfari hans í sumar.

Sjá einnig:
Mikael Nikulásson: Ætlum að keyra þetta í gang

Stóra spurningin: Eru þeir langbesta liðið?
Þjálfarar í deildinni hafa mikla trú á KFA fyrir tímabilið og ef marka má spána, þá er KFA langbesta lið deildarinnar. Það munaði ekki miklu á liðunum í öðru til fimmta sæti í þessari spá, en KFA var langefst. En eru þeir langbesta liðið í þessari deild? Það á eftir að koma í ljós þegar líður á sumarið.

Lykilmenn:
Geir Sigurbjörn Ómarsson: Vinstri bakvörður sem er fæddur árið 2004. Hann spilaði síðasta sumar 20 leiki í 2. deild. Hann endursamdi við KFA í vetur þrátt fyrir áhuga frá félögum í deildum fyrir ofan. Hann var meðal annars orðaður við Íslands- og bikarmeistara Víkings. „Það er ekkert leyndarmál að það var fullt af félögum sem vildu fá hann. Ég skil það vel," sagði Mikael, þjálfari KFA, eftir að Geir endursamdi.

Marteinn Már Sverrisson: Var markahæsti leikmaður KFA í fyrra með tíu mörk. Getur leyst margar stöður framarlega á vellinum og er einn af öflugum heimamönnum í liðinu. Átti líklega sitt besta tímabil á ferlinum í fyrra og það er vonandi fyrir KFA að hann nái að fylgja því vel eftir.

Eggert Gunnþór Jónsson: Ákvað að snúa aftur heim og loka fótboltaferlinum þar. Eggert er 35 ára og getur bæði spilað á miðjunni og í vörninni. Hann fer til KFA eftir að hafa spilað með FH frá sumrinu 2020. Eggert á að baki farsælan feril sem atvinnumaður en hann lék með Hearts í Skotlandi, Wolves, Charlton og Fleetwood á Englandi, Belenenses í Portúgal og svo Vestsjælland og Sönderjyske í Danmörku. Eggert á að baki 21 leik með íslenska landsliðinu. og er líklega stærsti prófíllinn í deildinni.

Komnir:
Abdelhadi Khalok El Bouzarrari frá Víkingi Ó.
Alexander Artur Andersen frá Danmörku
Birkir Ingi Óskarsson frá Þór
Eggert Gunnþór Jónsson frá FH
Eiður Orri Ragnarsson frá Njarðvík
Julio Cesar Fernandes frá Reyni S.
Matheus Bettio Gotler frá Hetti/Hugin
Sverrir Þór Kristinsson frá Val (á láni)
Tómas Atli Björgvinsson frá FH (á láni)
Þór Sigurjónsson frá FH (á láni)
Þórður Ingason frá Víkingi R.

Farnir:
Danilo Milenkovic til Serbíu
Esteban Selpa
Nikola Stoisavljevic til Serbíu
Imanol Vergara Gonzalez til Spánar
Inigo Albizuri Arruti í Völsung
Ivan Rodrigo Moran Blanco í Víkingi Ó.
Unnar Ari Hansson í KFK
Vice Kendes
William Suárez Marques til Spánar

Þjálfarinn segir - Mikael Nikulásson
„Þessi spá kemur mér á óvart en þetta er auðvitað bara spá. Menn sem eru að spá í þetta eru örugglega aðeins litaðir af síðasta tímabili þar sem mér fannst við heilt yfir vera með besta liðið í deiildinni en klúðruðum þessu bara sjálfir á endanum á ótrúlegan hátt. Breytingarnar á liðinu núna milli ára hafa verið gríðarlega miklar og höfum við misst 11 leikmenn úr 18 manna hóp frá því í fyrra, þar af tíu erlenda leikmenn ásamt fyrirliðanum okkar Unnari Ara sem var mjög mikilvægur fyrir okkur. Inn í hópinn hafa komið mjög fáir erlendir leikmenn ásamt auðvitað Eggerti og Þórði og svo ungir íslenskir strákar sem flestir hverjir eru af svæðinu og eru að koma til baka heim. Undirbúningstímabilið okkar var líka mun betra í fyrra, því í vetur höfum við marga leikmenn sem hafa ekkert verið á svæðinu auk þess sem okkar nýju erlendu leikmenn komu mjög seint til liðs við okkur."

„En af því sögðu erum við brattir fyrir sumrinu, okkar íslensku strákar hafa æft mjög vel í vetur og þegar við náum að stilla saman strengina með allan okkar hóp og allir eru komnir saman tel ég okkur vera með mjög gott lið sem stefnir að sjálfsögðu bara á sömu hluti og í fyrra að vera að berjast í toppbaráttunni í þessari deild sem að mínu mati er mun sterkari en í fyrra. Liðin mörg hver að leggja mikið í þetta og mörg að gera tilkall til að fara upp úr deildinni og þar ætlum við að reyna að vera líka."

Fyrstu þrír leikir KFA:
4. maí, KFA - Þróttur V. (Fjarðabyggðarhöllin)
11. maí, KFA - Víkingur Ó. (Fjarðabyggðarhöllin)
18. maí, Selfoss - KFA (JÁVERK-völlurinn)

Leikir dagsins:
14:00 Selfoss-Kormákur/Hvöt (JÁVERK-völlurinn)
14:00 KFA-Þróttur V. (Fjarðabyggðarhöllin)
14:00 Haukar-Höttur/Huginn (BIRTU völlurinn)
14:00 Reynir S.-Ægir (Brons völlurinn)
16:00 Víkingur Ó.-Völsungur (Ólafsvíkurvöllur)
16:00 KFG-KF (Samsungvöllurinn)
Athugasemdir
banner