Napoli vill kaupa Dragusin - Greenwood kostar 50 milljónir punda - Man Utd vill Frenkie de Jong - Arsenal setur sjö leikmenn á sölu - Mbappe kynntur í...
   sun 28. apríl 2024 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Hayes öskuill eftir tapið gegn Barcelona - „Versta ákvörðun sögunnar“
Mynd: EPA
Emma Hayes mun yfirgefa Chelsea eftir þetta tímabil og taka við bandaríska landsliðinu en henni tókst ekki að koma liðinu í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Ákvarðanir dómara höfðu áhrif á úrslitin að hennar sögn.

Hayes er einhver besti þjálfari kvennafótboltans. Síðustu tólf ár hefur hún þjálfað Chelsea og unnið þar allt sem hægt er að vinna fyrir utan Meistaradeildina.

Chelsea var 1-0 yfir í einvíginu eftir fyrri leik liðanna en seinni leikurinn var spilaður á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea.

Aitana Bonmatí skoraði fyrra mark Barcelona. Skot hennar fór af varnarmanni og í netið.

Í síðari hálfleiknum fékk Kadeisha Buchanan, leikmaður Chelsea, tvö gul spjöld á nokkrum mínútum. Fyrra spjaldið var sanngjarn dómur en síðara spjaldið var heldur umdeilt. Það kom Chelsea í erfiða stöðu.

Börsungar fengu vítaspyrnu stuttu síðar eftir að Bonmatí féll í teignum við litla snertingu og skoraði Fridolina Rolfö annað mark Börsunga, sem kom liðinu í úrslit.

Hayes segir ákvörðun dómarans um að reka Buchanan af velli þá verstu í sögu Meistaradeildar Evrópu.

„Mér fannst þetta ekki vera gult spjald, hvað þá brot. Okkurfannst við ekki vera í þeirri stöðu að við værum að fara tapa leiknum. Sú von var tekin af okkur.“

„Ég var mjög hissa þegar ég sá að þessi dómari hefði verið valinn fyrir þennan leik. Hún er þekkt fyrir ódýr spjöld og tel ég þetta vera verstu ákvörðun í sögu Meistaradeildar kvenna. Ég er í rusli fyrir hönd leikmanna. Við vorum rændar.“

„Stuttu fyrir þetta settum við boltann í stöng og við fundum meðbyrinn en fengum ekki tækifæri til þess að nýta hann,“
sagði Hayes.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner