Napoli vill kaupa Dragusin - Greenwood kostar 50 milljónir punda - Man Utd vill Frenkie de Jong - Arsenal setur sjö leikmenn á sölu - Mbappe kynntur í...
   sun 28. apríl 2024 12:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hin hliðin - Grétar Áki Bergsson (KF)
Grétar Áki í leik með KF.
Grétar Áki í leik með KF.
Mynd: KF - Guðný Ágústsdóttir
Sá mest óþolandi.
Sá mest óþolandi.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
'Eitthvað sem segir mér að allir svari Gylfi Sig hérna'
'Eitthvað sem segir mér að allir svari Gylfi Sig hérna'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ein gömul og góð: Hákon Leó og Sævar Þór Fylkisson.
Ein gömul og góð: Hákon Leó og Sævar Þór Fylkisson.
Mynd: KF
Delic í Idolið?
Delic í Idolið?
Mynd: KF - Guðný Ágústsdóttir
Alltaf stemning á Ólafsfirði.
Alltaf stemning á Ólafsfirði.
Mynd: KF - Guðný Ágústsdóttir
Það styttist í að 2. deild karla fari af stað og erum við á Fótbolta.net byrjaðir að birta spá þjálfara fyrir deildina. KF er spáð ellefta sætinu.

Grétar Áki Bergsson er fæddur árið 1996 og er hann fyrirliði KF. Hann hefur spilað með félaginu allan sinn fótboltaferil og á hann að baki 224 KSÍ-leiki með KF. Í þeim hefur hann skorað 21 mark. Hann er afar mikilvægur fyrir KF innan sem utan vallar.

Í dag sýnir Grétar Áki á sér hina hliðina.

Fullt nafn:Grétar Áki Bergsson

Gælunafn:Áki, Háki, Frændi

Aldur: 27 og ekki að yngjast

Hjúskaparstaða: Ég á yndislega kærustu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnistætt úr leiknum: Góð minning en samt ekki. Ég kom inná árið 2013 gegn Haukum og eftir þann leik var það orðið staðfest að við myndum falla niður í 2. deild.

Uppáhalds drykkur: Eplasafi, ég get drukkið endalaust af honum.

Uppáhalds matsölustaður: Haninn

Hvernig bíl áttu: Hvítan KIA Optima

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Ég á Solana sem er rafmynt og svo eitthvað smotterí í tveimur memecoins

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Peaky blinders eða Stranger things

Uppáhalds tónlistarmaður: Fred again í augnablikinu en annars vil ég meina að Avicii sé geitin

Uppáhalds hlaðvarp: Doctorinn

Uppáhalds samfélagsmiðill: TikTok

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: urslit.net

Fyndnasti Íslendingurinn: Ég hlæ alltaf af hverju einasta orði sem Steindi segir

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Netflix - Three more steps and we'll do the rest. Finish signing up here: m.netflix.com/crHhfylqFzy

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: dalvík reynir

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Tryggvi Hrafn Haraldsson

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Allir góðir en ætli ég hafi ekki lært mest af Milo

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Tómas Orri Almarsson

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Steven Gerrard

Sætasti sigurinn: Bara allir sigrarnir á móti dalvík. Þeir eru nokkrir.

Mestu vonbrigðin: Að falla niður í 3. deildina 2016

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Eitthvað sem segir mér að allir svari Gylfi Sig hérna

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Er það ekki alltaf einhver 15 ára í Breiðablik?

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Liðsfélagi minn Edu Cruz

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Skila auðu hér

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Aron Elí Kristjánsson

Uppáhalds staður á Íslandi: Ólafsfjörður

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Fyrsti leikurinn eitt sumarið var útileikur á móti ÍR og allt liðið borðaði saman fyrir leik. Við erum ömurlegir í leiknum og eftir leik kemur í ljós að allir nema tveir voru með matareitrun eftir matinn.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Ég keyri alltaf sömu leiðina á æfingar og heimaleiki, klæði mig alltaf í hægri skóinn fyrst fyrir leiki og ég gæti talið eitthvað upp í allan dag.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist mjög vel með heimsmeistaramótinu í pílukasti um jól og áramót, úrslitakeppninni í körfunni og svo að sjálfsögðu sápuboltanum sem er á Ólafsfirði á hverju sumri.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Bleikum Nike mercurial superfly

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Dönsku

Vandræðalegasta augnablik: Var einhverntíman að panta pizzu í gegnum síma og ég hélt að starfsmaðurinn hafi lagt frá sér símann þannig ég sagði ekkert í svona mínútu þangið til að heyrðist í starfsmanninum "halló, ertu þarna?"

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Ég, Hákon Leó bakari, Jakob Auðun og Davíð Freyr Bjarnason leikmaður Úlfanna yrðum frábært teymi. Hákon myndi halda uppi stemningunni með allri vitleysunni sem hann segir og gerir, Jakob myndi sjá um að setja menn í háttinn og hafa stjórn á hópnum og ég og Davíð myndum bara vera í el grande allan daginn.

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Það væri algjör veisla að fygjast með Ljubomir Delic taka þátt í Idolinu, hann er endalaust syngjandi einhver serbnesk dægurlög.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég kann að juggla og á eitt 180 í pílu undir beltinu.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Sævar Þór Fylkisson. Ég hélt að ég væri snöggur en hann snýtir mér.

Hverju laugstu síðast: Man það ekki því ég er ekkert mikið í því.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Teygja

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: gMyndi spyrja Alexander Arnold hvernig í ósköpunum maður fær svona hægri fót eins og hann.
Athugasemdir
banner
banner