Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
banner
   mán 29. apríl 2024 21:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Ótrúleg dramatík í sigri Stjörnunnar
Guðmundur Baldvin Nökkvason
Guðmundur Baldvin Nökkvason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Tyrfingsson var nálægt því að koma Fylki í forystu
Guðmundur Tyrfingsson var nálægt því að koma Fylki í forystu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fylkir 0 - 1 Stjarnan
0-1 Guðmundur Baldvin Nökkvason ('93 )
Lestu um leikinn


Guðmundur Baldvin Nökkvason tryggði Stjörnunni ótrúlegan sigur í Árbænum í kvöld.

Þórður Gunnar Hafþórsson kom sér í dauðafæri snemma leiks en fór illa að ráði sínu og setti boltann framhjá.

Örvar Eggertsson kom boltanum í netið fyrir Stjörnumenn eftir sendingu frá Emil Atlasyni en markið dæmt af vegna rangstöðu en tæpt var það.

Emil var síðan nálægt því að skora en setti boltann í stöngina beint úr aukaspyrnu. Staðan var markalaus í hálfleik, Stjarnan komst í frábæra stöðu snemma í þeim síðari en Ásgeir Eyþórsson bjargaði í horn á síðustu stundu.

Guðmundur Tyrfingsson kom inn á sem varamaður í liði Fylkis og hefði getað tryggt liðinu sigur þegar hann komst í dauðafæri undir lok leiksins en Árni Snær Ólafsson varði meistaralega í marki Stjörnunnar.

Stuttu síðar fékk Guðmundur inn á teignum en fékk að líta gula spjaldið fyrir dýfu.

Eftir góðan kafla hjá Fylkismönnum voru það Stjörnumenn sem skoruðu sigurmarkið. Guðmundur Baldvin Nökkvason gerði það þegar hann kom boltanum í netið af stuttu færi eftir sendingu frá Andra Adolphssyni.

Matthias Præst var nálægt því að jafna metin en hitti boltann ekki og boltinn fór framhjá markinu.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 6 5 0 1 14 - 6 +8 15
2.    Breiðablik 6 4 0 2 15 - 9 +6 12
3.    FH 6 4 0 2 10 - 9 +1 12
4.    Valur 6 3 2 1 9 - 5 +4 11
5.    Fram 6 3 2 1 7 - 4 +3 11
6.    Stjarnan 6 3 1 2 8 - 7 +1 10
7.    ÍA 6 3 0 3 14 - 9 +5 9
8.    KR 6 2 1 3 11 - 11 0 7
9.    HK 6 2 1 3 6 - 10 -4 7
10.    Vestri 6 2 0 4 4 - 12 -8 6
11.    KA 6 0 2 4 7 - 13 -6 2
12.    Fylkir 6 0 1 5 5 - 15 -10 1
Athugasemdir
banner
banner
banner