Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
   mán 29. apríl 2024 17:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Vals og Fram: Fjórir miðverðir í liði Vals - Aron Jó ekki í hóp
Jakob Franz kemur inn
Jakob Franz byrjar sinn fyrsta leik á tímabilinu.
Jakob Franz byrjar sinn fyrsta leik á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Bjarki er framherji sem fer til FCK í sumar.
Viktor Bjarki er framherji sem fer til FCK í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 18:00 byrjar fyrri leikur dagsins í Bestu deildinni, Valur fær Fram í heimsókn á N1 völlinn.

Valur er með fjögur stig eftir fyrstu þrjá leikina en Fram er með sex stig.

Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, gerir þrjár breytingar frá tapleiknum gegn Stjörnunni fyrir rúmri viku síðan. Þeir Jakob Franz, Elfar Freyr og Kristinn Freyr koma inn fyrir þá Bjarna Mark Antonsson, Aron Jóhannsson og Sigurð Egil Lárusson. Bjarni er í leikbanni, Sigurður er meiddur en óvíst með Aron. Á bekknum eru svo þeir Guðmundur Andri Tryggvason og Hörður Ingi Gunnarsson í fyrsta sinn í sumar. Hörður er lánsmaður frá FH. Í byrjunarliðinu eru fjórir miðverðir; Hólmar Örn, Jakob, Elfar og Orri Sigurður.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Fram

Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, gerir enga breytingu á byrjunarliðinu frá sigrinum gegn KR í síðustu umferð. Tvær breytingar eru á bekknum því þeir Viktor Bjarki Daðason og Haraldur Einar Ásgrímsson, sem keyptur var frá FH, koma inn. Þeir Egill Otti Vilhjálmsson og Þengill Orrason detta út úr hópnum. Jannik Pohl er áfram fjarri góðu gamni og þá fékk Orri Sigurjónsson heilahristing í bikarleiknum gegn Árbæ.

Byrjunarlið Valur:
1. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson
4. Elfar Freyr Helgason
8. Jónatan Ingi Jónsson
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Jakob Franz Pálsson
23. Gylfi Þór Sigurðsson

Byrjunarlið Fram:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson
5. Kyle McLagan
7. Guðmundur Magnússon (f)
9. Kennie Chopart
10. Fred Saraiva
11. Magnús Þórðarson
23. Már Ægisson
25. Freyr Sigurðsson
28. Tiago Fernandes
71. Alex Freyr Elísson
Athugasemdir
banner
banner
banner