Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
   mán 29. apríl 2024 13:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu ótrúlegt atvik í Keflavík - „Bönnum það hér með á æfingum”
Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson
Það átti sér stað mjög furðulegt atvik í leik Keflavíkur og Stjörnunnar á laugardag. Liðin mættust í Keflavík í 2. umferð Bestu deildar kvenna.

Atvikið átti sér stað seint í fyrri hálfleik inni í vítateig Stjörnunnar. Anna María Baldursdóttir tók markspyrnu til hliðar á liðsfélaga sinn, Hönnuh Sharts, sem stöðvaði boltann með höndunum og ætlaði sjálf að taka markspyrnuna. Réttilega dæmdi Jakub Marcin Róg, dómari leiksins, vítaspyrnu.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  3 Stjarnan

„Mjög áhugaverður dómur! Svipað og það sem gerðist í Meistaradeildarleik milli Arsenal og Bayern Munchen á dögunum. Anna tekur markspyrnu til hliðar á Hönnuh sem stoppar þá boltann með hendinni. Keflvíkingarnir voru mættir inn í vítateiginn í pressuna þegar Hannah stoppar boltann með höndinni og biðja um víti. Þetta er mjög áhugavert og verður væntanlega fjallað um og lengi vel næstu daga," skrifaði Sölvi Haraldsson í textalýsingu frá leiknum.

Eins og Sölvi minnist á þá tók Gabriel, miðvörður Arsenal, boltann með hendi í fyrri leik liðsins gegn Bayern Munchen í Meistaradeildinni. Þá var ekki dæmd vítaspyrna.

Þau Anna María og Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, ræddu atvikið í viðtölum eftir leik.

„Þetta er nánast bara 'one in a million'. Þetta gerist í rauninni ekki. Bara eitthvað samskiptaleysi og því fór sem fór,“ sagði Anna María.

„„Þetta er víti. Þetta er að koma fyrir víða um heim. Ég held að sökin liggi kannski fyrst og fremst hjá okkur (þjálfurunum) þegar við erum á æfingum þegar við erum að spila út frá markinu. Að við séum að leyfa leikmönnunum að koma við boltann með höndunum. Við bara bönnum það hér með," sagði Kristján.

Hannah svaraði svo sannarlega fyrir sig því hún skoraði í kjölfarið tvö mörk fyrir Stjörnuna og lagði upp það þriðja.

Atvikið í leiknum má sjá í spilaranum hér að neðan eftir 1:15 af myndandinu. Atvikið í Meistaradeidlinni má sjá þar fyrir neðan.


Stjáni Guðmunds sáttur eftir sigur: Þetta var stórfurðulegur leikur
Fyrirliði Stjörnunnar um umdeilda atvikið: Þetta er nánast bara 'one in a million'
Athugasemdir
banner
banner