Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
„Æðislegt að vera kominn heim og æðislegt að fá traustið"
Stigið upp eftir lélegt tímabil í fyrra - „Mig langaði að spila í efstu deild"
Davíð Smári: Hefði kannski átt að sleppa því að tala um það
Gunnar stoltur þrátt fyrir tap: Að spila gegn besta liði landsins
Haddi: Frábært hversu fljótt hann er kominn inn í þetta
Birta Georgs: Við höfum allar óbilandi trú á þeim
John Andrews: Spiluðu með Víkingshjartanu
Óli Kristjáns: Slakasta frammistaða okkar í sumar
Guðni Eiríksson: Við vorum komin í ansi djúpa holu
Hannah Sharts: Þetta var einhver misskilingur, frá sjónarhorni dómarans allavega
Donni: Lítið annað hægt en að dást og læra af
Fanndís: Eigum bara ekki að þurfa að fá á okkur mark
Andrea Mist: Get ekki beðið, ég er að telja niður dagana
Var með í maganum fyrir leikinn - „Ekki mikið talað um þær"
Jonathan Glenn: Þegar það rignir þá hellirignir
Karen María: Loksins einhver önnur en Sandra
Úlfur: Attum að fara inn í hálfleik með forystu
Siggi Höskulds: Hann nær hámarkshraða sama hvaða tími er á klukkunni
Þorleifur: Vorum boðnar velkomnar í Lengjudeildina
Jón: Vildi óska að það væri annar leikur á morgun
   fim 14. desember 2023 13:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lublin, Póllandi
Kiddi Steindórs: Yrði allt annað að þurfa ekki að horfa á einn kleinuhring
,,Leikurinn full seint fyrir minn smekk"
Það er helst að ná í stig í kvöld, vinna leikinn og þá held ég að við getum slúttað þessu vel sáttir.
Það er helst að ná í stig í kvöld, vinna leikinn og þá held ég að við getum slúttað þessu vel sáttir.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Leikurinn hefst klukkan 21:00 að pólskum tíma.
Leikurinn hefst klukkan 21:00 að pólskum tíma.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Kristinn Steindórsson, leikmaður Breiðabliks, ræddi við Fótbolta.net á hóteli Breiðabliks í Lublin í dag. Í kvöld mætir Breiðablik liði Zorya Luhansk í lokaumferð riðlakeppninnar í Sambandsdeildinni.

Leikurinn hefst klukkan 20:00 að íslenskum tíma á Lublin Arena.

„Leikurinn leggst vel í mig, stemning, en kannski full seint fyrir minn smekk. Maður þarf að bíða aðeins of lengi, hefði viljað hafa hann aðeins fyrr, en ég held það séu allir klárir," sagði Kiddi. Leikurinn hefst klukkan 21:00 á pólskum tíma.

„Maður þarf að passa sig að borða ekki of mikið, það eru nokkrar máltíðir og maður þarf að stilla það af. Svo þarf líka að passa sig að vera ekki bara rúmliggjandi, það getur verið hættulegt að hvíla sig of mikið, maður þarf að halda sér á fótum og gera eitthvað aðeins til að kveikja á heilanum og löppunum; vera svolítið á hreyfingu svo maður sé klár."

„Það eru máltíðir á ákveðnum tíma og smá sveigjanleiki með það, mismunandi hvað menn vilja gera. Svo er yfirleitt allavega einn göngutúr og svo eitthvað valfrjálst. Þetta er ekkert of stíft sem er fínt, menn hafa svolítið frjálsar hendur."


Örugglega hærra stig en fólk gerir sér grein fyrir
Tímabilinu hjá Blikum lýkur í kvöld.

„Það eru blendnar tilfinningar. Það verður auðvtitað mjög gott að komast í frí og kannski hvíla sig á hvor öðrum hérna. En það er samt alltaf skrítið að slútta tímabilinu. Það er helst að ná í stig í kvöld, vinna leikinn og þá held ég að við getum slúttað þessu vel sáttir."

„Klárlega væri það allt önnur saga ef við náum í úrslit í kvöld - þegar litið verður til baka að þurfa ekki að horfa á einn kleinuhring (töluna núll) í riðlakeppninni. En það tekur svo sem ekkert frá árangrinum sem slíkum - að vera í þessari riðlakeppni - við erum komnir á hátt 'level' og örugglega hærra en fólk gerir sér grein fyrir. Það myndi klárlega breyta því hvernig horft verður á keppnina ef við náum í sigur - allavega einn punkt,"
sagði Kiddi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner