Félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro og Bruno - Real vill fá Trent frá Liverpool - Alonso ætlar að stýra Liverpool, Real og Bayern
Guðni Eiríksson: Við vorum komin í ansi djúpa holu
Hannah Sharts: Þetta var einhver misskilingur, frá sjónarhorni dómarans allavega
Donni: Lítið annað hægt en að dást og læra af
Fanndís: Eigum bara ekki að þurfa að fá á okkur mark
Andrea Mist: Get ekki beðið, ég er að telja niður dagana
Var með í maganum fyrir leikinn - „Ekki mikið talað um þær"
Jonathan Glenn: Þegar það rignir þá hellirignir
Karen María: Loksins einhver önnur en Sandra
Úlfur: Attum að fara inn í hálfleik með forystu
Siggi Höskulds: Hann nær hámarkshraða sama hvaða tími er á klukkunni
Þorleifur: Vorum boðnar velkomnar í Lengjudeildina
Jón: Vildi óska að það væri annar leikur á morgun
Gunnar elskar lífið á Íslandi - „Núna er ég að hjálpa kærustunni að keyra hérna"
Fyrsti leikur Jóns Guðna í tvö og hálft ár - Fékk mikla ást frá liðsfélögunum
Rúnar Páll fúll: Það á bara að drulla þessum helvítis bolta í burtu
Matti um höfuðlásinn frá Bödda: Þetta er svolítið gert fyrir vestan
Dóri Árna: Gengum á lagið og kláruðum þetta fagmannlega
Heimir Guðjóns: Það voru forsendur í dag til að vinna Víking
Sölvi stoltur af flottu svari - „Ég hef ekki enn heyrt í Arnari"
Höskuldur: Í heildina bara fagmannleg frammistaða
   fim 25. apríl 2024 18:54
Daníel Smári Magnússon
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Árni gat verið ánægður með sína menn, þó að úrslitin hafi ekki glatt hann.
Árni gat verið ánægður með sína menn, þó að úrslitin hafi ekki glatt hann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst hann [leikurinn] mjög jafn, bara allan tímann. Við skorum þegar að það eru 20 sekúndur eftir í venjulegum leiktíma og þeir skora svo þegar að það eru 20 sekúndur eftir í framlengingu, þannig að þetta er súrt,'' sagði Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR, eftir dramatískan leik í Mjólkurbikarnum gegn KA í dag. Liðið átti í fullu tré við Bestu-deildar lið KA og fékk grátlegt sigurmark á sig á 119. mínútu leiksins. 


Lestu um leikinn: KA 2 -  1 ÍR

„Mér fannst þetta bara tvö jöfn lið og þeir vissulega búnir að vera í vandræðum í byrjun móts. Við erum ekki byrjaðir þannig að maður hafði kannski smá áhyggjur af leikforminu þegar líða fór á leikinn, en þetta gefur okkur bara helling fyrir fyrsta leik á mótinu.''

KA liðið hefur farið illa af stað í Bestu-deildinni og ekki með sjálfstraustið í botni. Var það rætt fyrir leik?

„Já, auðvitað gerum við það. Höfum náttúrulega skoðað þá og sjáum veikleika. Þetta er andlegt sport, að þegar að það er búið að ganga illa að fara að rífa sig allt í einu upp og fara að gera eitthvað. En við fókusum meira á okkur og hvernig við ætluðum að gera þetta, en jújú - við skoðuðum það aðeins,'' sagði Árni og glotti.

Í blálok framlengingar virtist Ívar Örn Árnason, fyrirliði KA, gerast brotlegur innan teigs en Sigurður Hjörtur Þrastarson dæmdi ekkert. Hvað gerist þar?

„Mér fannst það víti, en ég er náttúrulega ekki búinn að sjá þetta aftur. Mér fannst hann ágætis dómari og allt það, en hann leyfði rosalega mikið af svona návígum og bakhrindingum og svona djöflagangi. Miðað við línuna í leiknum að þá var hann aldrei að fara að dæma víti, en mér fannst þetta vera víti.''


Athugasemdir
banner
banner
banner