Félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro og Bruno - Real vill fá Trent frá Liverpool - Alonso ætlar að stýra Liverpool, Real og Bayern
   lau 27. apríl 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Liverpool og Man Utd þurfa sigra
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það er nóg um að vera í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem spennan heldur áfram að magnast á lokametrum tímabilsins.

Veislan hefst strax í hádeginu þegar Liverpool heimsækir West Ham United og er gríðarlega mikið undir í þeim slag, þar sem lærisveinar Jürgen Klopp þurfa nauðsynlega á sigri að halda eftir tvo tapleiki í röð.

Þeir eru svo gott sem búnir að missa af titilbaráttunni og þurfa núna að vinna alla leikina sem eftir eru og treysta á að Manchester City og Arsenal misstigi sig.

Manchester United tekur svo á móti Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum frá Burnley og getur bætt stöðu sína í evrópubaráttunni með sigri. Rauðu djöflarnir eru þó enn heilum sjö stigum frá Tottenham í evrópudeildarsæti.

Burnley þarf þó líka sigur í fallbaráttunni og því er hægt að búast við spennandi slag á Old Trafford, alveg eins og á St. James' Park þar sem Newcastle getur fellt Sheffield United með sigri. Newcastle er í evrópubaráttunni ásamt Man Utd en Sheffield er í botnsæti deildarinnar og þarf sigur til að halda óraunhæfum vonum sínum um að hanga í úrvalsdeildinni á lífi.

Það eru aðrir áhugaverðir slagir sem eiga sér stað í fallbaráttunni áður en Aston Villa og Chelsea eigast við í lokaleik dagsins. Þar er um afar spennandi slag að ræða þar sem bæði lið þurfa á sigri að halda.

Leikir dagsins:
11:30 West Ham - Liverpool
14:00 Man Utd - Burnley
14:00 Newcastle - Sheffield Utd
14:00 Wolves - Luton
14:00 Fulham - Crystal Palace
16:30 Everton - Brentford
19:00 Aston Villa - Chelsea
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 37 27 7 3 93 33 +60 88
2 Arsenal 37 27 5 5 89 28 +61 86
3 Liverpool 37 23 10 4 84 41 +43 79
4 Aston Villa 37 20 8 9 76 56 +20 68
5 Tottenham 37 19 6 12 71 61 +10 63
6 Newcastle 36 17 6 13 79 57 +22 57
7 Chelsea 36 16 9 11 73 61 +12 57
8 Man Utd 36 16 6 14 52 56 -4 54
9 West Ham 37 14 10 13 59 71 -12 52
10 Brighton 36 12 12 12 54 58 -4 48
11 Bournemouth 37 13 9 15 53 65 -12 48
12 Crystal Palace 37 12 10 15 52 58 -6 46
13 Wolves 37 13 7 17 50 63 -13 46
14 Fulham 37 12 8 17 51 59 -8 44
15 Everton 37 13 9 15 39 49 -10 40
16 Brentford 37 10 9 18 54 61 -7 39
17 Nott. Forest 37 8 9 20 47 66 -19 29
18 Luton 37 6 8 23 50 81 -31 26
19 Burnley 37 5 9 23 40 76 -36 24
20 Sheffield Utd 37 3 7 27 35 101 -66 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner