Félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro og Bruno - Real vill fá Trent frá Liverpool - Alonso ætlar að stýra Liverpool, Real og Bayern
Guðni Eiríksson: Við vorum komin í ansi djúpa holu
Hannah Sharts: Þetta var einhver misskilingur, frá sjónarhorni dómarans allavega
Donni: Lítið annað hægt en að dást og læra af
Fanndís: Eigum bara ekki að þurfa að fá á okkur mark
Andrea Mist: Get ekki beðið, ég er að telja niður dagana
Var með í maganum fyrir leikinn - „Ekki mikið talað um þær"
Jonathan Glenn: Þegar það rignir þá hellirignir
Karen María: Loksins einhver önnur en Sandra
Úlfur: Attum að fara inn í hálfleik með forystu
Siggi Höskulds: Hann nær hámarkshraða sama hvaða tími er á klukkunni
Þorleifur: Vorum boðnar velkomnar í Lengjudeildina
Jón: Vildi óska að það væri annar leikur á morgun
Gunnar elskar lífið á Íslandi - „Núna er ég að hjálpa kærustunni að keyra hérna"
Fyrsti leikur Jóns Guðna í tvö og hálft ár - Fékk mikla ást frá liðsfélögunum
Rúnar Páll fúll: Það á bara að drulla þessum helvítis bolta í burtu
Matti um höfuðlásinn frá Bödda: Þetta er svolítið gert fyrir vestan
Dóri Árna: Gengum á lagið og kláruðum þetta fagmannlega
Heimir Guðjóns: Það voru forsendur í dag til að vinna Víking
Sölvi stoltur af flottu svari - „Ég hef ekki enn heyrt í Arnari"
Höskuldur: Í heildina bara fagmannleg frammistaða
banner
   lau 27. apríl 2024 19:52
Sverrir Örn Einarsson
Eva Rut: Skítamark úr horni
Eva Rut Ásþórsdóttir
Eva Rut Ásþórsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við vorum komnar 2-1 yfir og þá vill maður halda þeirri forystu. Við fáum eitthvað skítamark á okkur úr horni en við verðum að virða þetta stig“ Sagði Eva Rut Ásþórsdóttir fyrirliði Fylkis eftir 2-2 jafntefli Fylkiskvenna við Víkinga á útvelli í nýliðaslag í Bestu deild kvenna.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 Fylkir

Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur og skiptust liðin á að ógna. Það voru þó Víkingar sem voru fyrri til að skora á 43.mínútu leiksins eftir að hafa misnotað vítaspynu fyrr í leiknum. Það tók þó ekki nema mínútu fyrir lið Fylkis að rétta hlut sinn og jafna leikinn. Alvöru karakter í liðinu?

„Geggjaður karakter að svara strax fyrir sig og Tinna geggjuð að verja þetta víti.“

Hálfleiksræða Gunnars þjálfara Fylkis hefur farið vel ofan í liðið en aðeins rétt rúm mínúta var liðin er liðið fékk vítaspyrnu sem Eva Rut skoraði úr og kom liðinu í forystu.

„Hann peppaði okkur í gang í hálfleik og við vorum allar tilbúnar í það að fara út og gera betur. Við fengum svo þetta víti eftir einhverja eina mínútu og það var geggjað.“

Fylkisliðið með tvö stig að loknum tveimur fyrstu umferðunum eftir tvö jafnfefli. Það stóð ekki á svörum hjá Evu þegar hún var spurð. Hvað þarf liðið að gera til að breyta þessum jafnteflum í sigra?

„Við þurfum bara að hætta að fá okkur mörk og skora fleiri. ég held að það sé bara nokkuð ljóst.“

Einfalt og gott svar það en allt viðtalið við Evu má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner