Félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro og Bruno - Real vill fá Trent frá Liverpool - Alonso ætlar að stýra Liverpool, Real og Bayern
Guðni Eiríksson: Við vorum komin í ansi djúpa holu
Hannah Sharts: Þetta var einhver misskilingur, frá sjónarhorni dómarans allavega
Donni: Lítið annað hægt en að dást og læra af
Fanndís: Eigum bara ekki að þurfa að fá á okkur mark
Andrea Mist: Get ekki beðið, ég er að telja niður dagana
Var með í maganum fyrir leikinn - „Ekki mikið talað um þær"
Jonathan Glenn: Þegar það rignir þá hellirignir
Karen María: Loksins einhver önnur en Sandra
Úlfur: Attum að fara inn í hálfleik með forystu
Siggi Höskulds: Hann nær hámarkshraða sama hvaða tími er á klukkunni
Þorleifur: Vorum boðnar velkomnar í Lengjudeildina
Jón: Vildi óska að það væri annar leikur á morgun
Gunnar elskar lífið á Íslandi - „Núna er ég að hjálpa kærustunni að keyra hérna"
Fyrsti leikur Jóns Guðna í tvö og hálft ár - Fékk mikla ást frá liðsfélögunum
Rúnar Páll fúll: Það á bara að drulla þessum helvítis bolta í burtu
Matti um höfuðlásinn frá Bödda: Þetta er svolítið gert fyrir vestan
Dóri Árna: Gengum á lagið og kláruðum þetta fagmannlega
Heimir Guðjóns: Það voru forsendur í dag til að vinna Víking
Sölvi stoltur af flottu svari - „Ég hef ekki enn heyrt í Arnari"
Höskuldur: Í heildina bara fagmannleg frammistaða
   lau 27. apríl 2024 17:17
Sölvi Haraldsson
Fyrirliði Stjörnunnar um umdeilda atvikið: Þetta er nánast bara 'one in a million'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður bara nokkuð vel. Þetta var erfiður sigur en hann tókst.“ sagði Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, eftir sætan 3-2 sigur á Keflavík í dag.


Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  3 Stjarnan

Leikurinn var án efa leikur tveggja hálfeika þar sem Keflavík voru tveimur mörkum yfir í hálfelik en Stjarnan vinnu seinni hálfeikinn 3-0. Var það rætt í hálfelik að nýta vindinn til sigurs?

Þetta voru auðvitað tveir gjörólíkir hálfleikar fyrir liðin. Þær sóttu mun meira í fyrri og við í seinni. Við settum bara upp hvernig við ætluðum að spila seinni hálfleikinn. Við nýttum vindinn nokkuð vel.

Keflavík fengu víti í fyrri hálfelik eftir að Hannah Sharts, sem reyndist síðar hetja Stjörnunnar, stoppaði boltann með hendinni eftir að Anna hafi verið búin að taka markspyrnu á hana.

Þetta er nánast bara 'one in a million'. Þetta gerist í rauninni ekki. Bara eitthvað samskiptaleysi og því fór sem fór.

Hannah Sharts átti stórleik í dag með tveimur mörkum og einni stoðsendingu. 

Hún er alveg frábær í þessum löngu innköstum og föstu leikatriðum. Bara mjög vel gert.“

Stjarnan vann ekki gegn Víkingum í opnunarleiknum en náðu í hádramatískan sigur hér í dag sem hlýtur að gefa Garðbæingum byr undir báða vængi fyrir komandi leiki.

Það var mikilvægt að vinna þennan leik í dag og hann mun hjálpa okkur mikið. Næsti leikur er á föstudaginn og við förum í það á morgun að gíra okkur upp í hann.“ sagði Anna að lokum.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner