Félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro og Bruno - Real vill fá Trent frá Liverpool - Alonso ætlar að stýra Liverpool, Real og Bayern
   mán 29. apríl 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Haaland kominn upp um tvær deildir hjá Keane - „Hann hefur bætt sig mikið“
Mynd: Getty Images
Erling Braut Haaland hefur komist upp um tvær deildir í sérstöku deildarkerfi írska sparkspekingsins Roy Keane en ekki er langt síðan hann sagði að Haaland væri „næstum því eins og D-deildar leikmaður“.

Keane kvartaði yfir því að Haaland væri ekkert nema markaskorari og hann tæki aldrei nægan þátt í spilinu.

Það væri að hafa veruleg áhrif á hans leik og því hafi hann sagt að Haaland væri ekki ósvipaður D-deildar leikmanni.

Mikið hefur verið gert grín að þessum ummælum Keane, sem er með skemmtilegt deildarkerfi á Haaland. Eftir markið og frammistöðuna inn af bekknum í 2-0 sigrinum á Nottingham Forest í gær hefur Keane ákveðið að færa Haaland upp um deildir.

„Hann hefur bætt sig mikið, því hann var eins og B-deildar leikmaður! Ef við tölum um markaskorun þá er hann algerlega stórkostlegur og það er enginn að efast færni hans í að klára færin.“

„Þegar hann kemur inn þá vill hann hafa áhrif á leikinn og þegar þetta er svona teygt þá er hann með menn eins og De Bruyne, sem mun finna þig og þegar það gerist þá þarf þennan skarpleika, sem hann hefur svo sannarlega sýnt,“
sagði Keane.
Athugasemdir
banner
banner
banner