Greenwood nálgast Juventus - Gundogan orðaður við Galatasaray - Dortmund hefur ekki efni á Sancho - Mainoo fær væna launahækkun
   þri 27. mars 2018 17:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alfreð byrjaður að æfa á ný
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason er byrjaður æfa aftur með þýska liðinu Augsburg. Alfreð hefur frá síðustu vikurnar vegna kálfameiðsla.

„Góð tilfinning að vera kominn aftur út á æfingavöllinn," skrifaði Alfreð við myndir sem Augsburg birti á Twitter á þessum góða þriðjudegi.

Það er landsleikjahlé en Alfreð er ekki með íslenska landsliðinu út í Bandaríkjunum. Hann er þess í stað í Augsburg að koma sér í gott stand áður en HM hefst.

Líkur eru á því að hann spili eitthvað um komandi helgi í útileik gegn Bayer Leverkusen.

Alfreð hefur átt frábært tímabil í Þýskalandi og er fjórði markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar. Augsburg hefur svo sannarlega saknað hans en liðið er í tíunda sæti.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner