Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
Bragi Karl: Var ekki í hlutverkinu sem ég vildi vera í
Ingi Þór: Engir grínleikmenn að spila í minni stöðu hjá ÍA
„Fór í viðræður við fullt af klúbbum"
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
banner
   fös 31. maí 2024 12:46
Elvar Geir Magnússon
Leikdagurinn - Fanney Inga Birkisdóttir
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Leikdagurinn er nýr þáttur sem er framleiddur af Recmedia fyrir Bestu deildina. Í þættinum fáum við að skyggnast bakvið tjöldin og sjá hvernig dagur í lífi leikmanna í Bestu deildinni lítur út á leikdegi.

Í fyrsta þættinum fáum við að sjá Fanneyju Ingu Birkisdóttir markmann Vals undirbúa sig fyrir leik Breiðabliks og Vals sem fór fram fyrir viku. Dagurinn var kannski ekki alveg eins og hefðbundinn leikdagur þar sem Fanney var að fara að útskrifast úr Versló daginn eftir leik og í þættinum fáum við að fylgjast með henni undirbúa sig bæði fyrir leikinn og útskriftina.

Fanney verður í eldlínunni í dag með Íslenska landsliðinu sem mætir Austuríki í undankeppni Evrópumótsins og því ágætis upphitun fyrir leikinn í kvöld að fylgjast með henni undirbúa sig fyrir leik í Bestu deildinni.

Sjón er sögu ríkari.
Athugasemdir
banner