Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 01. júní 2024 19:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haddi: Sinni minni vinnu þangað til einhver segir mér að hætta því
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KA tapaði sjötta leik sínum í Bestu deildinni í sumar þegar liðið fékk ÍA í heimsókn í dag. Fótbolti.net ræddi við Hallgrím Jónasson þjálfara KA eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 2 -  3 ÍA

„Þetta var ekki leikur sem við áttum að tapa en því miður er þetta búið að gerast nokkrum sinnum í sumar. Við erum svekktir og fannst við eiga meira skilið. Við erum að fá á okkur of mörg mörk, þrjú mörk í fyrri hálfleik og fimm mörk í síðasta leik. Það er eitthvað sem strákarnir þurfa að fara að skilja ef við ætlum að fara vinna fótboltaleiki og safna stigum þá verðum við að fara verjast betur," sagði Haddi.

„Við vitum alveg hvað vandamálið er. Við ætlum að gera þetta saman og ég sinni minni vinnu þangað til einhver segir mér að hætta því," sagði Haddi.

Hvað þarf að laga?

„Við þurfum að laga varnarleikinn. Það skiptir engu máli í hvaða kerfi þú ert eða hverja þú lætur byrja eða hverjir eru á bekknum ef þú sinnir ekki grunnatriðum. Við þurfum virkilega að hugsa 'Hvernig get ég komið í veg fyrir mörk'. 'Er ég að klára manninn minn?', 'Er ég að hlaupa alla leið heim?', 'Er ég að sjá hlutina áður en þeir gerast eða er ég að breðgast við eftir á?'," sagði Haddi.

„Það er engin tilviljun að við erum að fá á okkur fjölda marka. Nú höfum við tólf daga áður en við förum í leikinn á móti Fram. Við erum búnir að tala um að bikarinn getur verið gulrót fyrir okkur, okkur langar langt þar og við eigum góðan séns á heimavelli. Svo er staðan sú að við erum í botnbaráttu punktur, það þýðir ekki að spá í neinu öðru. Við þurfum að fara gera okkar hluti betur, við erum með það gott lið svo ef við gerum það þá munu stigin koma."


Athugasemdir
banner
banner