Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
banner
   lau 01. júní 2024 19:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haddi: Sinni minni vinnu þangað til einhver segir mér að hætta því
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KA tapaði sjötta leik sínum í Bestu deildinni í sumar þegar liðið fékk ÍA í heimsókn í dag. Fótbolti.net ræddi við Hallgrím Jónasson þjálfara KA eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 2 -  3 ÍA

„Þetta var ekki leikur sem við áttum að tapa en því miður er þetta búið að gerast nokkrum sinnum í sumar. Við erum svekktir og fannst við eiga meira skilið. Við erum að fá á okkur of mörg mörk, þrjú mörk í fyrri hálfleik og fimm mörk í síðasta leik. Það er eitthvað sem strákarnir þurfa að fara að skilja ef við ætlum að fara vinna fótboltaleiki og safna stigum þá verðum við að fara verjast betur," sagði Haddi.

„Við vitum alveg hvað vandamálið er. Við ætlum að gera þetta saman og ég sinni minni vinnu þangað til einhver segir mér að hætta því," sagði Haddi.

Hvað þarf að laga?

„Við þurfum að laga varnarleikinn. Það skiptir engu máli í hvaða kerfi þú ert eða hverja þú lætur byrja eða hverjir eru á bekknum ef þú sinnir ekki grunnatriðum. Við þurfum virkilega að hugsa 'Hvernig get ég komið í veg fyrir mörk'. 'Er ég að klára manninn minn?', 'Er ég að hlaupa alla leið heim?', 'Er ég að sjá hlutina áður en þeir gerast eða er ég að breðgast við eftir á?'," sagði Haddi.

„Það er engin tilviljun að við erum að fá á okkur fjölda marka. Nú höfum við tólf daga áður en við förum í leikinn á móti Fram. Við erum búnir að tala um að bikarinn getur verið gulrót fyrir okkur, okkur langar langt þar og við eigum góðan séns á heimavelli. Svo er staðan sú að við erum í botnbaráttu punktur, það þýðir ekki að spá í neinu öðru. Við þurfum að fara gera okkar hluti betur, við erum með það gott lið svo ef við gerum það þá munu stigin koma."


Athugasemdir
banner
banner